Ronaldo stefnir á að ná seinni leiknum gegn AC Milan Cristiano Ronaldo hefur sett stefnuna á að ná seinni leik Real Madrid gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu en liðin mætast á San Siro þann 3. nóvember næstkomandi. Fótbolti 23. október 2009 15:00
Leonardo efaðist aldrei um sigur sinna manna Leonardo segir að hann hefði ekki efast um það í eina mínútu að hans menn í AC Milan myndu vinna sigur á Real Madrid í kvöld. Fótbolti 21. október 2009 21:51
Lampard ánægður með að skora loksins Frank Lampard skoraði í kvöld eitt marka Chelsea í 4-0 sigri á Atletico Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann hafði ekki skorað í tíu leikjum í röð með Chelsea. Fótbolti 21. október 2009 21:35
Meistaradeildin: Úrslit og markaskorarar Þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta lauk í kvöld með átta leikjum í riðlum a til d. Ensku félögin Chelsea og Manchester United héldu sigurgöngu sinni áfram en Chelsea vann Atletico Madrid á heimavelli og United vann CSKA Moskva á útivelli. Enski boltinn 21. október 2009 20:45
Ferguson: Vorum að skapa okkur mikið af færum Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United var í skýjunum með 0-1 sigur sinna manna gegn CSKA Moskva á gervigrasinu á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu í kvöld. Fótbolti 21. október 2009 19:17
Platini spáir að Messi sópi til sín verðlaunum Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, spáir því að Argentínumaðurinn Lionel Messi muni sópa að sér verðlaunum á næstunni fyrir frammistöðu sína með Barcelona á árinu. Fótbolti 21. október 2009 19:00
Valencia tryggði United sigurinn í Moskvu Antonio Valencia sá til þess að Manchester United er enn með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í b-riðli riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti 21. október 2009 18:24
Kynþáttaníð frá eigin stuðningsmönnum Maurice Edu, leikmaður Glasgow Rangers, hefur greint frá því að hann mátti þola kynþáttaníð frá stuðningsmönnum Rangers eftir leik liðsins gegn Urinea Urziceni frá Rúmeníu í Meistaradeildinni í gær. Fótbolti 21. október 2009 14:45
Ancelotti: Engir auðveldir leikir í Meistaradeildinni Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að Chelsea þurfi að spila fótbolta í mjög háum gæðaflokki ef liðið ætli sér að halda áfram að gera það gott í Meistaradeildinni. Fótbolti 21. október 2009 10:15
Forlan: Chelsea er besta liðið í enska boltanum Úrúgvæinn Diego Forlan, leikmaður Atletico Madrid, segir að Chelsea sé með besta liðið í ensku úrvalsdeildinni í dag en Atletico mætir einmitt Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 21. október 2009 09:19
Benitez: Það var ekki áhætta að láta Gerrard spila Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool kveðst ekki hafa verið að tefla að tvísýnu með að nota fyrirliðinn Steven Gerrard í byrjunarliði Liverpool í 1-2 tapleiknum gegn Lyon í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 20. október 2009 23:30
Meistaradeildin: Úrslit og markaskorarar Þriðja umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í kvöld með átta leikjum og segja má að leikmenn liðanna hafi verið á skotskónum því alls þrjátíu og eitt mark var skorað í leikjum kvöldsins. Fótbolti 20. október 2009 20:45
Bosingwa ekki með Chelsea á morgun Portúgalinn Jose Bosingwa verður ekki í leikmannahópi Chelsea á morgun er liðið tekur á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni. Fótbolti 20. október 2009 20:30
Leonardo: Sókn gæti verið besta vörnin Hinn brasilíski þjálfari AC Milan, Leonardo, er að íhuga að sækja grimmt er Milan mætir Real Madrid í Meistaradeildinni á morgun. Sókn gæti verið besta vörnin að mati Leonardo. Fótbolti 20. október 2009 14:45
Ferguson óttast ekki gervigrasið Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur engar áhyggjur af því að Man. Utd þurfi að leika á gervigrasi gegn CSKA Moskva í Meistaradeildinni á morgun. Fótbolti 20. október 2009 10:15
Xavi: Verð aldrei leiður á að heyra Barcelona-liðinu hrósað Xavi, spænski landsliðsmiðjumaðurinn hjá Barcelona, segir að Barcelona-liðið sé að byrja tímabilið betur en í fyrra og að pressan á liðinu, eftir að það vann þrennuna í fyrra, sé ekki að hafa nein áhrif á liðið. Liðið hafi ekkert slakað á og hafi unnið alla leiki sína til þessa á tímabilinu. Fótbolti 1. október 2009 18:00
Ancelotti: Chelsea verður að fara að bæta sinn leik Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki alltof ánægður með stöðuna á sínu liði þrátt fyrir að Chelsea hafi unnið tvo fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni sex af fyrstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann 1-0 sigur á Apoel Nicosia í Meistaradeildinni í gær en frammistaða liðsins var ekki góð. Enski boltinn 1. október 2009 16:00
Lionel Messi: Þetta er bara rétt að byrja hjá mér og Zlatan Lionel Messi segir að samvinna hans og Zlatan Ibrahimovic eigi aðeins eftir að verða betri. Barcelona hefur unnið fimm fyrstu leiki sína í spænsku deildinni og þeir félagar hafa skorað tíu mörk saman í þeim, Zlatan 5 og Messi 5. Fótbolti 1. október 2009 14:00
Aurelio hefur aldrei séð Benitez svona reiðann Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur líklega aldrei verið reiðari út í sína leikmenn en hann var í tapinu á móti Fioretina í Meistaradeildinni í vikunni. Þessu heldur fram landi hans og leikmaður Liverpool, Fabio Aurelio. Enski boltinn 1. október 2009 11:00
Owen gæti verið frá í þrjár vikur - meiddist á nára Michael Owen, framherji Manchester United, þurfti að yfirgefa völlinn eftir aðeins 20 mínútur í 2-1 sigri liðsins á Þýskalandsmeisturum Wolfsburg á Old Trafford í gær. Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, var í stúkunni og það voru því súr og svekkjandi skrefin sem Owen þurfti að taka þegar hann fór svo snemma af velli. Enski boltinn 1. október 2009 10:30
Filippo Inzaghi hjá AC Milan: Það fer bara allt úrskeiðis hjá okkur Filippo Inzaghi og félagar í AC Milan eru í tómu tjóni á þessu tímabili sem sást vel í Meistaradeildinni í gær þegar liðið tapaði 0-1 á heimavelli á móti svissneska liðinu FC Zurich. AC Milan hefur verið í miklum vandræðum síðan að Leonardo tók við af Carlo Ancelotti, núverandi stjóra Chelsea. Fótbolti 1. október 2009 09:30
Ancelotti: Góð úrslit en ekki góð spilamennska Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea viðurkenndi að lið sitt hafi ef til vill ekki verið að spila sinn besta leik í 0-1 sigri sínum gegn Apoel Nicosia í kvöld en var þó ánægður með sigurinn. Fótbolti 30. september 2009 23:00
Ferguson: Giggs er einfaldlega stórkostlegur Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá United var ánægður með spilamennsku sinna manna eftir 2-1 sigurinn gegn Wolfsburg í kvöld og hrósaði sérstaklega framlagi Ryan Giggs. Fótbolti 30. september 2009 22:15
Meistaradeildin: Man. Utd og Chelsea með sigra Það blés ekki byrlega fyrir Englandsmeistara Manchester United gegn Þýskalandsmeisturum Wolfsburg lengi vel á Old Trafford-leikvanginum í kvöld. Fótbolti 30. september 2009 20:45
Jovetic: Vonandi næ ég að feta í fótspor Baggio Svartfellingurinn ungi Stevan Jovetic hjá Fiorentina stal senunni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöld þegar hann skoraði bæði mörk liðs síns í 2-0 sigri gegn Liverpool í Flórens. Fótbolti 30. september 2009 19:30
Mourinho: Þurfum bara að vinna heimaleikina okkar Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hjá Inter er ekki af baki dottinn eftir jafnteflið gegn Rubin Kazan í gærkvöld og þó svo að lið hans sé enn ekki búið að landa sigri eftir tvær umferðir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti 30. september 2009 17:45
Wenger: Við stjórnuðum leiknum allan tímann Arsenal vann 2-0 sigur gegn Olympiakos í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld á Emirates-leikvanginum í Lundúnum. Robin van Persie og Andrei Arshavin skoruðu mörkin fyrir heimamenn sem hafa unnið báða leiki sína í riðlakeppninni til þessa. Fótbolti 29. september 2009 23:15
Benitez: Allt sem gat farið úrskeiðis, fór úrskeiðis Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool var ekki alls kostar ánægður í leikslok í kvöld eftir 2-0 tap gegn Fiorentina í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti 29. september 2009 22:45
Meistaradeild Evrópu: Liverpool brotlenti í Flórens Í E-riðli áttu sér stað fremur óvænt úrslit í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Liverpool tapaði 2-0 fyrir Fiorentina á Artemio Franchi-leikvanginum í Flórens. Fótbolti 29. september 2009 20:44
Einhver vírus að ganga í Manchester United liðinu Kóreumaðurinn Park Ji-sung getur ekki verið með Manchester United á móti Wolfsburg í Meistaradeildinni á morgun þar sem hann er með vírus. Patrice Evra er hinsvegar orðinn góður af sínum veikindum. Það er því einhver vírus að ganga innan United-liðsins. Enski boltinn 29. september 2009 17:30