Van Persie verður ekki með gegn Villarreal Framherjinn Robin Van Persie hjá Arsenal verður ekki með liði sínu í fyrri leiknum gegn spænska liðinu Villarreal í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. Fótbolti 6. apríl 2009 16:14
Barca vinnur Meistaradeildina leggi það Bayern Hollendingurinn Mark Van Bommel hefur mikið álit á sínum gömlu félögum í Barcelona. Hann kemur aftur á sinn gamla heimavöll á miðvikudag með FC Bayern. Fótbolti 6. apríl 2009 14:00
Óvissa með Drogba fyrir Liverpool-leikinn Guus Hiddink, stjóri Chelsea, mun líklega ekki ákveða fyrr en á síðustu stundu hvort hann tefli Didier Drogba fram í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni á miðvikudag. Sport 6. apríl 2009 10:00
Rio líklega ekki með United á morgun Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, býst ekki við því að geta teflt Rio Ferdinand fram í leiknum gegn Porto í Meistaradeildinni á morgun. Ferdinand meiddist í landsleik Englands og Úkraínu. Sport 6. apríl 2009 09:30
Bayern ætlar að gera allt til þess að halda Ribery Uli Hoeness, framkvæmdastjóri þýska liðsins Bayern Munchen, viðurkennir að það sé stríð framundan hjá félaginu við að reyna að halda Frakkanum Franck Ribery innan sinna raða. Fótbolti 30. mars 2009 12:45
Mourinho: Myndi fórna Inter fyrir Manchester United Jose Mourinho hefur viðurkennt að hann væri til búinn að hætta hjá Inter fengi hann tækifæri til að taka við stjórastöðu Sir Alex Ferguson hjá Manchester United. Fótbolti 30. mars 2009 10:45
Félag í Makedóníu kært fyrir veðmálasvindl Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að kæra félag frá Makedóníu, FK Podeba, fyrir að reyna að hagræða úrslitum leiks í forkeppni Meistaradeildarinnar árið 2004. Fótbolti 26. mars 2009 11:15
Pires spenntur fyrir Arsenal Robert Pires, leikmaður Villarreal, er spenntur fyrir því að mæta Arsenal í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu en dregið var í dag. Fótbolti 20. mars 2009 21:00
Benitez: Manchester United á mesta möguleika Rafael Benitez, stjóri Liverpool, var að vonast eftir auðveldari drætti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en lið hans lendir enn einu sinni á móti Chelsea. Fótbolti 20. mars 2009 18:15
Liverpool sleppur við að spila á Hillsborough-daginn Í dag kom endanlega í ljós að Liverpool þarf ekki að spila seinni leik sinn í Meistaradeildinni á Hillsborough-daginn en 15. apríl næstkomandi verða liðin 20 ára frá slysinu hræðilega. Fótbolti 20. mars 2009 15:15
Liverpool og Chelsea mætast fimmta árið í röð í Meistaradeildinni Ensku liðin Liverpool og Chelsea drógust enn á ný saman í Meistaradeildinni í fótbolta þegar dregið var í átta liða úrslitin í dag. Þetta er fimmta árið í röð sem liðin mætast sem er nýtt met. Fótbolti 20. mars 2009 13:45
Klinsmann er ánægður með að mæta Barcelona Það var almenn ánægja innan herbúða þýska liðsins Bayern Munchen um að mæta Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 20. mars 2009 13:15
Meistaradeildin: Liverpool mætir Chelsea Liverpool og Chelsea mætast enn og aftur í Meistaradeildinni en dregið var í átta liða og undanúrslit nú rétt áðan. Fótbolti 20. mars 2009 09:52
Henry: Væri sérstakt að mæta Arsenal Frakkinn Thierry Henry segir að það yrði óneitanlega mjög sérstakt fyrir sig færi svo að Barcelona myndi dragast gegn Arsenal í Meistaradeildinni á eftir. Fótbolti 20. mars 2009 09:30
Eiður Smári: Barcelona hefur aldrei verið hrætt við Real Madrid Í dag var röðin komin að okkar manni Eiði Smára Guðjohnsen að mæta á blaðamannafund fyrir hönd Barcelona-liðsins og þar sagði Eiður Smári að liðið gæti unnið alla þrjá titlana sem liðið á enn möguleika á að vinna í vetur. Fótbolti 19. mars 2009 14:45
Liverpool er eins og gufuvaltari Hollenska knattspyrnugoðsögnin Johan Cruyff segir að Liverpool sé það lið sem enginn vill mæta í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að liðið malaði Real Madrid og Manchester United í síðustu viku. Fótbolti 17. mars 2009 17:45
Balotelli og Vieira urðu fyrir aðkasti Virtur ítalskur blaðamaður fullyrðir að tveir af leikmönnum Inter Milan hafi orðið fyrir kynþáttaníð í síðari leik Inter og Manchester United í Meistaradeildinni í síðustu viku. Fótbolti 16. mars 2009 14:42
Zidane: Steven Gerrard er bestur í heimi Zinedine Zidane segir í viðtali við enska slúðurblaðið Sun að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, sé besti leikmaður í heimi og líkir mikilvægi hans við mikilvægi Claude Makelele hjá Real Madrid á árum áður. Enski boltinn 13. mars 2009 10:15
Lampard vill helst ekki mæta Liverpool Frank Lampard, leikmaður Chelsea, vill helst ekki mæta Liverpool þegar dregið verður í 8-liða úrslitin í Meistaradeildinni. Fótbolti 12. mars 2009 21:45
Inter: Mourinho er saklaus Ítalska félagið Inter segir að ásakanir gegn þjálfara félagsins, Jose Mourinho, séu rangar. Hann sé saklaus. Fótbolti 12. mars 2009 19:23
Vandræði ítölsku liðanna eru fjárhagsleg Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að heimskreppan sé að skella hvað þyngst á ítölskum knattspyrnufélögum. Fótbolti 12. mars 2009 18:15
Walcott: Beattie kenndi mér að taka vítin Theo Walcott var einn þeirra leikmanna Arsenal sem skoruðu úr spyrnum sínum í vítakeppninni gegn Roma í gær þar sem enska liðið fór áfram eftir taugatrekkjandi bráðabana. Enski boltinn 12. mars 2009 17:15
Vucinic: Þetta var virkilega ömurleg spyrna Framherjar Roma voru ekki á skotskónum í gær þegar liðið mátti sætta sig við að falla úr leik í Meistaradeildinni á heimavelli eftir vítakeppni gegn Arsenal í 16-liða úrslitunum. Fótbolti 12. mars 2009 16:30
Vieira: Fyrra markið skrifast á mig Miðjumaðurinn Patrick Vieira viðurkennir að fyrra mark Manchester United gegn liði hans Inter á Old Trafford í gær hafi verið sér að kenna. Fótbolti 12. mars 2009 15:44
Stuðningsmaður Arsenal stunginn í Róm Stuðningsmaður Arsenal varð fyrir árás skömmu fyrir leik Roma og Arsenal í Meistaradeildinni í gærkvöld eftir því sem fram kemur í breskum miðlum í dag. Fótbolti 12. mars 2009 15:32
Réðst Mourinho á stuðningsmann Manchester? Lögreglan í Manchester rannsakar nú ásakanir um hvort að Jose Mourinho, þjálfari Inter, hafi slegið stuðningsmann Manchester United á leið sinni frá Old Trafford eftir 0-2 tap Inter á móti Manchester í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 12. mars 2009 12:35
Mourinho segir að Manchester geti unnið fimmuna Jose Mourinho, þjálfari Inter Milan, sagði eftir tapið fyrir Manchester United í Meistaradeildinni í gær að United gæti unnið fimmfalt í vetur. Fótbolti 12. mars 2009 10:45
Töpuðu ekki leik í Meistaradeildinni en eru samt úr leik Spænska liðið Atlético Madrid datt út úr 16 liða úrslitum Meistaradeildarinn í gær þegar liðið gerði markalaust jafntefli í seinni leik sínum á móti FC Porto. Porto fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Fótbolti 12. mars 2009 09:45
Guardiola vill mæta ensku liði í 8 liða úrslitunum Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, sagði eftir 5-2 sigur á Lyon í Meistaradeildinni í gær að hann vildi mæta ensku liði í átta liða úrslitunum. Fótbolti 12. mars 2009 09:30
Ferguson: Ekkert frábær frammistaða Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, sagðist vera hamingjusamur eftir leik Man. Utd og Inter í Meistaradeildinni í kvöld. Sigur United kom þó ekki án vandræða. Fótbolti 11. mars 2009 23:34