Leið skringilega á meðan Friends-leikararnir grétu Leikarinn Paul Rudd er þessa dagana hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ant-Man í Marvel söguheiminum enda var þriðja myndin um ofurhetjuna frumsýnd á dögunum. Aðdáendur Friends þáttanna þekkja leikarann þó mögulega betur í hlutverki eiginmanns Phoebe Buffay. Lífið 22. febrúar 2023 17:04
Nanna Bryndís sóló á Airwaves Tuttugu og tveir listamenn sem koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni hafa nú verið tilkynntir. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni er Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. Þetta verður í fyrsta skipti sem hún kemur fram undir nafni sólóverkefnis síns, Nanna, hér á landi. Tónlist 22. febrúar 2023 13:06
Sagði nei við Bond eftir afarkost frá eiginkonunni Liam Neeson var boðið að leika breska njósnarann James Bond áður en Pierce Brosnan fékk hlutverkið. Hann hætti við að taka við því eftir að eiginkona hans, þáverandi kærasta, sagðist ekki ætla að giftast honum ef hann tæki við hlutverkinu. Lífið 22. febrúar 2023 11:23
Bað sjö ára dóttur sína um að leikstýra fyrir sig Rapparinn Macklemore ákvað að spyrja dóttur sína hvort hún væri til í að leikstýra myndbandinu við nýjasta lagið sitt, No Bad Days. Lagið er á nýrri plötu rapparans sem kemur út þann þriðja mars næstkomandi. Lífið 22. febrúar 2023 10:30
Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. Skoðun 22. febrúar 2023 08:57
Fóru að óttast um Panettiere eftir að hann mætti ekki á fund Vinir leikarans Jansen Panettiere, sem fannst látinn á heimili sínu, höfðu áhyggjur af líðan hans eftir að hann mætti ekki á fund á sunnudag. Einn vinanna kom síðar að honum látnum á heimili sínu. Lífið 21. febrúar 2023 20:36
Hræðilegur hluti af starfinu Á hverju ári fer kvikmyndagerðarfólk í miklar herferðir þegar líða fer að verðlaunahátíðum. Emma Thompson er þó ekki hrifin af þessu og segir slíkar herferðir vera „hræðilegar.“ Lífið 21. febrúar 2023 17:21
Elfar og Anna tóku við verðlaunum í Santa Barbara Sumarljós og svo kemur nóttin var verðlaunuð um helgina sem besta norræna kvikmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara. Bíó og sjónvarp 21. febrúar 2023 15:49
„Þetta er með því óhollara sem þú getur látið inn fyrir þínar varir“ Saltkjöt er með því óhollara sem hægt er að borða. Þetta segir næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum. Fólk sem glímir við háan blóðþrýsting er ráðlagt að nálgast saltkjöt og baunir, hinn þjóðlega rétt, af mikilli hófsemd. Innlent 21. febrúar 2023 13:20
Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. Skoðun 21. febrúar 2023 11:30
Vilja aðstoð við að endurbyggja sögufrægt hús í Vík í Mýrdal Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur óskað eftir samstarfi við ríkið til að byggja upp Halldórsbúð í Vík. Þar var starfrækt fyrsta verslun bæjarins en stefnt er að því að reka þar stofnun fræða eða þekkingarsetur. Innlent 21. febrúar 2023 11:26
Þorvaldur Davíð tók við viðurkenningu í Berlín Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók í gær við viðurkenningu á Berlinale kvikmyndahátíðinni. Leikarinn er einn af tíu sem valinn var í Shooting Stars hópinn í ár. Samtökin European Film Promotion (EFP) velja á hverju ári tíu unga og efnilega leikara og leikkonur í hópinn. Lífið 21. febrúar 2023 10:36
Bólgan eftir aðgerðina búin að hjaðna Söngkonan Madonna vakti töluverða athygli á Grammy-verðlaunahátíðinni í byrjun febrúar. Það var umtalað á netinu að andlitið hennar virtist vera bólgið eftir aðgerð. Söngkonan segir að bólgan sé búin að hjaðna og birti mynd því til stuðnings í gær. Lífið 21. febrúar 2023 10:17
Skynvíkkunarrokkarar með skæting snúa aftur Anton Newcombe er forsprakki sýrurokkssveitarinnar The Brian Jonestown Massacre. Í byrjun mars snýr hann aftur til landsins sem hann dvaldi á löngum stundum snemma á þessu árþúsundi. Tónlist 21. febrúar 2023 09:16
Hrista tvö þúsund manna veislur fram úr erminni „Það er ekki nóg að stinga bara stofugræjunum í samband. Það þarf að huga að hljómburði hvort sem þú ætlar að halda tuttugu manna boð eða tvö þúsund manna viðburð. Það jafnast ekkert á við góða samkomu þar sem allir ná að skemmta sér saman og þá er mikilvægt að tækin sem er verið að nota séu fyrsta flokks, góður hljómur og að heyrist vel í ræðumanni, skemmtikröftum og tónlistinni,“ segir Jóhann Örn Ólafsson í HljóðX en fyrirtækið leigir út hljóðkerfi, ljósa- mynd- og sviðsbúnað fyrir allar stærðir viðburða. Lífið samstarf 21. febrúar 2023 08:47
Bróðir Hayden Panettiere látinn Bandaríski leikarinn og barnastjarnan Jansen Panettiere er látinn, 28 ára að aldri. Hann var bróðir leikkonunnar Hayden Panettiere. Lífið 21. febrúar 2023 07:51
Drakk úr hundrað þúsund króna skó á miðjum tónleikum Breski söngvarinn Harry Styles drakk úr rándýrum skó á tónleikum sínum í Perth í Ástralíu í gærkvöldi. Eftir drykkjuna sagðist hann vera eins og nýr maður. Lífið 21. febrúar 2023 07:49
Gísli Snær nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Gísli Snær Erlingsson var nú rétt í þessu skipaður nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Þetta herma heimildir fréttastofu. Skipan hans er til fimm ára. Menning 20. febrúar 2023 15:14
Benedikt segir Laufeyju skreyta sig stolnum fjöðrum Skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar er úti. Benedikt Erlingsson leikari og kvikmyndaleikstjóri skrifaði henni harðort bréf í kveðjuskyni sem hann birti á Facebook-síðu sinni. Menning 20. febrúar 2023 14:59
Backstreet Boys á leiðinni til Íslands Bandaríska „strákasveitin“ Backstreet Boys eru á leið til landsins. Þeir munu halda tónleika í Nýju-Laugardalshöllinni föstudaginn 28. apríl næstkomandi. Lífið 20. febrúar 2023 14:17
Sjón hlýtur Norðurlandaverðlaun Sænsku akademíunnar Sænska akademían tilkynnti í dag að hinn íslenski Sjón hljóti Norðurlandaverðlaun akademíunnar 2023. Menning 20. febrúar 2023 13:43
Anna Maggý og Ashley Tisdale á listamessunni LA Art Show Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý er stödd í Kaliforníu um þessar mundir en hún er með bás á alþjóðlegu listamessunni LA Art Show. Með henni í för er Ásdís Þula, eigandi Gallerí Þulu, en blaðamaður tók aðeins púlsinn á þeim. Menning 20. febrúar 2023 11:31
Sá ekki fyrir sér að eignast fjölskyldu Valdimar Guðmundsson er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Hans undurfagra rödd hefur vakið athygli síðustu tíu ár hér á landi. Í þættinum Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2 í gærkvöldi fékk Auðunn Blöndal að kynnast manninum betur. Lífið 20. febrúar 2023 10:31
Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum með sjö BAFTA-verðlaun Þýska Netflix kvikmyndin Im Westen nichts Neues, eða Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum bar sigur úr býtum á BAFTA verðlaununum í kvöld. Myndin vann í heildina sjö verðlaun og var þar á meðal valin besta myndin. Hún fékk einnig verðlaun fyrir besta leikstjórn. Bíó og sjónvarp 19. febrúar 2023 22:22
Fá ekki að mæta á verðlaunaafhendingu vegna ógnar við almenning Rússneskum fréttamanni og fjölskyldu hans hefur verið meina að mæta á afhendingarathöfn Bafta verðlaunanna. Lögregluyfirvöld í Bretlandi telja að almenningi myndi stafa ógn af mætingu hans þar sem hann er eftirlýstur af yfirvöldum í Rússlandi. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir umfjöllun sína um Alexei Navalní. Erlent 19. febrúar 2023 12:22
„Erfitt að vera berskjölduð en ég hef gott af því“ Hin 24 ára gamla Saga Matthildur kom, sá og sigraði Idolið í ár með einstakri rödd sinni og einkennandi dulúð. Frá barnæsku dreymdi hana um að vinna við tónlist en lífið þvældist þó fyrir, sem fékk hana til að missa trúna á sjálfri sér um tíma. Hún hefur nú sigrast á ýmsum hindrunum og er að eigin sögn rétt að byrja. Blaðamaður settist niður með Sögu Matthildi og fékk nánari innsýn í líf hennar og listsköpun. Lífið 19. febrúar 2023 10:02
Einungis tveimur atkvæðum frá því að komast í úrslitin Flytjendur tveggja laga tryggðu sér í kvöld keppnisrétt í úrslitakeppni Söngvakeppninnar. Lögin sem áhorfendur völdu áfram eru Lifandi inn í mér með Diljá Pétursdóttur og Stundum snýst heimurinn gegn þér með Braga Bergssyni. Tónlist 18. febrúar 2023 21:23
Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór í topp fimm Það má með sanni segja að Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór séu með þekktari tónlistarmönnum okkar Íslendinga en síðasta samstarfsverkefni þeirra var lagið Vinn við það. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957 í síðustu viku og hefur nú stokkið beint í fimmta sæti listans. Tónlist 18. febrúar 2023 17:00
Tíu bestu lögin sem fengu ekki að keppa í Eurovision Íslendingar hafa í gegnum árin verið ansi lélegir í að velja hvaða lag á að keppa fyrir okkar hönd í Eurovision. Atriði sem Evrópa hefur ekki viljað líta við fara út fyrir hönd Íslands á meðan stórkostleg atriði sitja eftir í súpunni. Lífið 18. febrúar 2023 07:01
Stjörnufans á frumsýningu Á ferð með mömmu Það var mikið um dýrðir í Háskólabíói þegar íslenska kvikmyndin Á ferð með mömmu var frumsýnd. Lífið 17. febrúar 2023 18:01