Framlög Úkraínu, Noregs og Hollands klífa alþjóðlegan vinsældarlista hjá Spotify Lokakeppni Eurovision fer fram í Tórínó í kvöld og munu 25 lög keppa um gler hljóðnemann. Eins og vænta má eru lögin mörg hver orðin gífurlega vinsæl, bæði í Evrópu og sum um allan heim. Tónlist 14. maí 2022 17:31
Leikstjóri Systra: „Þær hafa rosalega mikil áhrif á mig“ Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er leikstjóri og sviðs- og danshöfundur Systra. Júrógarðurinn tók púlsinn á henni rétt fyrir keppni og fékk að skyggnast á bak við hennar listræna ferli. Lífið 14. maí 2022 16:30
Mætt á toppinn og verður því „Aldrei toppað“ Lagið „Aldrei toppað“, flutt af FM95Blö og Aroni Can, skipar fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna. Tíu ára afmælishátíð FM95Blö fór fram með pomp og prakt í gærkvöldi og hefur lagið verið á stöðugri siglingu upp á við að undanförnu. Tónlist 14. maí 2022 16:01
Kom á óvart hvað Eurovision var fjölskylduvænt og þægilegt Hjónin Ragnar Jónasson og María Margrét Jóhannsdóttir skelltu sér til Tórínó ásamt dætrum sínum til að sjá Ísland á sviði. Þau segja Eurovision hina bestu fjölskylduskemmtun og stefna sannarlega á að fara aftur. Júrógarðurinn tók púlsinn á þeim og fékk að heyra meira um þessa fjölskylduferð. Lífið 14. maí 2022 15:01
Eurovisionvaktin: Sögulegur sigur Úkraínu á úrslitakvöldi Eurovision Úrslitakvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2022 verður haldið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með þar til yfir lýkur. Tónlist 14. maí 2022 15:00
Framlag Lettlands tók íslenska lagið í beinni fyrir blaðamenn Hljómsveitin Citi Zēni keppti fyrir hönd Lettlands í Eurovision í ár. Lagið þeirra Eat Your Salad komst ekki áfram úr undanriðlinum en þeir náðu þó að dreifa boðskap sínum, sem snýst um að velja grænmetisfæðu og hugsa vel um plánetuna. Júrógarðurinn átti líflegt spjall við hljómsveitina, sem söng meðal annars fyrir okkur eigin útgáfu af Með hækkandi sól. Tónlist 14. maí 2022 14:01
Kryddpíur í raunveruleikaþætti Kryddpíurnar Emma Bunton og Mel B, einnig þekktar sem Baby Spice og Scary Spice, eru komnar í nýtt hlutverk við að blekkja fólk á samfélagsmiðlum í raunveruleikaþættinum The Circle. Lífið 14. maí 2022 13:30
Lokaæfing Systra heppnaðist vel Systur voru rétt í þessu að klára síðustu æfingu sína fyrir kvöldið. Tónlist 14. maí 2022 13:18
Tommi lögga gaf Héraðsskjalasafni Árnesinga 60 þúsund ljósmyndir Héraðsskjalasafni Árnesinga hefur borist höfðingleg gjöf því Tómas Jónsson, fyrrverandi lögreglumaður á Selfossi var að gefa safninu 60 þúsund ljósmyndir, sem hann hefur tekið í gegnum árin. Tómas hefur eytt síðustu ellefu árum í sjálfboðavinnu á safninu við að skrásetja myndirnar. Innlent 14. maí 2022 13:03
Þetta eru lögin sem keppa á lokakvöldi Eurovision Eurovision keppnin nær hámarki í kvöld þegar 25 lönd keppast um að fá glerstyttuna eftirsóttu. Úkraínu er spáð öruggum sigri en sagan hefur kennt okkur að allt getur gerst í þessari keppni. Tónlist 14. maí 2022 11:20
„Þau vilja frekar falla saman heldur en að hætta saman“ Söngkonan Sylvía Erla Melsted var að gefa úr lagið „Down Together“ í gær sem fjallar um par sem vill frekar falla saman heldur en að hætta saman. Sylvía gaf nýlega út heimildarmyndina Lesblinda og barnabókina Oreo fer í skólann. Lífið 14. maí 2022 09:31
Clark: Það er Clark Olofsson heilkenni, ekki Stokkhólms heilkenni Clark Olofsson er ástæða þess að hið þekkta Stokkhólms heilkenni kom til og er sennilega frægasti glæpamaður Svíþjóðar. Netflix hefur nú frumsýnt sex þátta seríu um ævi hans, sem fær þig til að endurhugsa það sem þú hélst um atvikið sem skóp fyrrnefnt hugtak. Gagnrýni 14. maí 2022 08:14
Rúlluðu upp dómararennslinu og áhorfendur klöppuðu með Systur luku rétt í þessu við flutning sinn á laginu Með hækkandi sól á dómararennslinu sem fram fer nú í Pala Alpitour höllinni. Tónlist 13. maí 2022 20:49
Sjáðu Með hækkandi sól á táknmáli Samskiptamiðstöð heyrnalausra og heyrnaskertra hefur gefið út táknmálsþýðingu íslenska Eurovision-lagsins Með hækkandi sól. Tónlist 13. maí 2022 19:31
Búin að skera út allar gangtegundir íslenska hestsins Íslenskur hesturinn er í miklu metum og uppáhaldi hjá Sigríði Jónu Kristjánsdóttur, alltaf kölluð Sigga á Grund, útskurðarmeistara í Flóanum, enda var hún að ljúka við að skera út allar fimm gangtegundir hestsins. Auk þess var hún að gera risa drykkjarhorn úr nautgripahorni. Innlent 13. maí 2022 19:30
Júrógarðurinn: TikTok partý, bakraddir og Eurovision þorpið Í nýjasta þættinum af Júrógarðinum kíkjum á stemninguna í TikTok partýi í kvikmyndasafni hér í Tórínó og einnig í Eurovision þorpinu þar sem þúsundir safnast saman og horfa á keppnina utan dyra. Lífið 13. maí 2022 18:11
Næstum hundrað sýningar og 50 þúsund gestir á Níu líf Um helgina er von á fimmtíuþúsundasta gestinum á stórsöngleikinn Níu líf en hundraðasta sýningin verður sýnd í Borgarleikhúsinu í byrjun júní. Vinsældir söngleiksins virðast ekki vera að dvína en uppselt er á allar sýningar þessa leikárs. Lífið 13. maí 2022 16:01
„Að fólk kunni að meta það sem maður leggur hjarta sitt í eru hin sönnu laun“ Kvikmyndin Skjálfti hefur verið seld til fjögurra landa og mun þar að auki taka þátt í kynningarmarkaðinum á Cannes í ár samkvæmt Variety. Myndin er skrifuð og leikstýrt af Tinnu Hrafnsdóttur. Lífið 13. maí 2022 15:32
Måneskin mætt heim til Ítalíu vegna Eurovision Hljómsveitin Måneskin sást saman á hóteli í miðbæ Tórínó fyrr í dag. Rokkararnir koma fram á úrslitakvöldi Eurovsion í Pala Alpitour. Tónlist 13. maí 2022 14:47
Svona verður uppröðunin á lokakvöldi Eurovision Nú liggur fyrir að Ísland verður átjánda landið á svið á úrslitakvöldi Eurovision keppninnar á laugardag. Systur eru að rísa ofar í veðbönkunum eftir seinna undankvöldið í gær og eru í tuttugasta sæti þegar þetta er skrifað, Úkraínu er enn spáð sigri. Tónlist 13. maí 2022 14:00
Samþykktu að hækka endurgreiðslurnar upp í 35 prósent Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp þess efnis að hækka endurgreiðslu af framleiðslukostnaði til kvikmyndaframleiðenda upp í 35 prósent fyrir stærri verkefni. Viðskipti innlent 13. maí 2022 13:38
Vel heppnuð æfing hjá íslenska hópnum en tæknivandamál hjá Corneliu Rétt í þessu kláruðu Systur sína fyrstu formlegu æfingu á sviðinu fyrir lokakvöld Eurovision. Rennsli þeirra gekk mjög vel og hljómuðu systkinin virkilega vel á sviðinu. Tónlist 13. maí 2022 13:04
Laura og Mika fjarverandi á fyrstu æfingunni fyrir lokakvöldið Fyrsta æfingin fyrir Eurovision keppnina á laugardag er nýhafin í Pala Alpitour höllinni í Tórínó á Ítalíu. Það vakti athygli blaðamanna í áhorfendastúkunni að aðeins einn kynnanna var á sviðinu. Lífið 13. maí 2022 11:37
Hittust í fyrsta sinn á flugvellinum í L.A.: „Það var svakalegt móment sem við munum alltaf eiga“ Elli hafði séð Steinunni þegar hún var í stúlknasveitinni Nylon og hafði honum alltaf þótt hún afar sæt. Það var þó ekki fyrr en mörgum árum síðar sem hann sá viðtal við hana í blaðinu og ákvað að senda henni vinabeiðni á Facebook. Það reyndist honum mikið gæfuspor, því í dag eru þau trúlofuð og eiga von á sínu öðru barni. Lífið 12. maí 2022 22:00
Þessar þjóðir mæta Systrum á laugardaginn Nú er komið á hreint hvaða þjóðir munu keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Tórínó á laugardaginn. Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð og Finnland eru meðal þeirra þjóða sem tryggðu sér sæti í úrslitum. Lífið 12. maí 2022 21:13
Fólkið sem syngur á bak við tjöldin í íslenska atriðinu Eurovisionborgin Tórínó á Ítalíu er að fyllast þessa dagana af íslenskum vinum, aðstandendum og aðdáendum Systra sem vilja freista þess að fylgjast með íslenska atriðinu á laugardag. Lífið 12. maí 2022 21:11
Eurovisionvaktin: Seinna undankvöldið keyrt í gang í Tórínó Seinna undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2022 verður haldið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með þar til yfir lýkur. Tónlist 12. maí 2022 17:05
Dönsuðu fyrir blaðamenn á túrkís dreglinum Brooke keppir fyrir Írland í Eurovision í ár með lagið That's Rich. Brooke keppir á seinna undankvöldinu sem fram fer í kvöld. Tónlist 12. maí 2022 16:32
Júrógarðurinn: Seinna undanúrslitakvöldið Í kvöld keppa átján lög á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision hér í Tórínó á Ítalíu. Aðeins tíu lög komast áfram á lokakvöldið næstkomandi laugardag. Tónlist 12. maí 2022 14:31
Rebel Wilson hefur fundið ástina á ný Leikkonan Rebel Wilson hefur fundið ástina á ný. Hún segir sameiginlegan vin hafa komið þeim saman og greindi frá aðdragandanum þegar hún var gestur í hlaðvarpinu U up? Hún er þessa dagana að kynna nýju myndina sína, Senior Year. Lífið 12. maí 2022 14:00