„Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ „Um áramótin var mér greint frá því að tillaga mín hefði orðið fyrir valinu og þá byrjaði ballið,“ segir sýningarstjórinn Margrét Áskelsdóttir sem stýrir tilkomumikilli sýningu í sameiginlegu húsnæði norrænu sendiráðanna í Berlín. Haldin var sérstök leiðsögn og foropnun fyrir forseta og konungsfólk á Norðurlöndum. Blaðamaður ræddi við hana um þetta ævintýri. Menning 29. október 2024 12:57
Ulf Pilgaard er látinn Danski leikarinn Ulf Pilgaard er látinn, 83 ára að aldri, eftir snörp veikindi. Hann gerði garðinn helst frægan fyrir leik í kvikmyndaflokknum Næturvaktinni og fyrir þátttöku í Sirkusrevíunni í fjóra áratugi. Bíó og sjónvarp 29. október 2024 08:32
Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Það var líf og fjör á Kjarvalsstöðum á dögunum á opnun glæsilegrar einkasýningar Hallgríms Helgasonar sem sækir innblástur í ýmis konar usla. Fullt var út úr dyrum og meðal gesta voru Gísli Marteinn, Þorgerður Katrín, Ármann Reynisson og Jón Sæmundur svo eitthvað sé nefnt. Menning 28. október 2024 20:02
Sjálfbær kvikmyndagerð á Íslandi Íslenski kvikmyndaiðnaðurinn hefur tekið mikilvægum framförum í sjálfbærari framleiðslu með fyrstu Green Film vottuninni hérlendis og hlaut kvikmyndin Fjallið fyrstu vottunina. Er það fyrsti vísirinn að sjálfbærari framtíð iðnaðarins þar sem áhersla er lögð á sjálfbæra framleiðsluhætti. Helst það í hendur við leiðarljós Kvikmyndastefnu um að styrkja tengsl kvikmyndagerðar við markmið Íslands á sviði sjálfbærni. Skoðun 28. október 2024 17:32
Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Forsvarsmenn bandarísku streymisveitunnar Netflix hafa sett framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Building the Band á pásu en breski söngvarinn Liam Payne var þar aðalsprautan sem dómari. Þeir ætla sér að ræða málin við fjölskyldu söngvarans en vilja samt gefa þættina út að lokum. Bíó og sjónvarp 28. október 2024 16:25
„Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Tónlistarmaðurinn Magnús Valur Willemsson Verheul notast við listamannsnafnið Mt. Fujitive og er með um 300 þúsund mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify. Lög hans eru sömuleiðis sum með tugi milljóna spilanna en þrátt fyrir það hefur Magnús Valur látið tiltölulega lítið fyrir sér fara. Blaðamaður ræddi við hann um tónlistina og tilveruna. Tónlist 28. október 2024 15:03
Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Skálmöld slær upp sannkallaðri stórveislu næstu helgi þegar sveitin spilar allar sex plötur sínar á þremur kvöldum í Hörpu. Sveitinni til halds og trausts verður kammerkórinn Hymnodia frá Akureyri en annars mun tónlistin njóta sín í upprunalegri útgáfu. Lífið samstarf 28. október 2024 14:52
Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben Í síðasta þætti af 1 Stjarna voru þeir Steindi og Dóri mættir til Köben til að upplifa allt það versta sem borgin hefur upp á að bjóða. Lífið 28. október 2024 14:02
Komum í veg fyrir menningarslys í fjárlögum Að rækta garð er þolinmæðisverk. Plöntur þarf að vökva reglulega og ef við vökvum ekki nóg þá er hætta á því að blóm sem við höfum hlúð að í langan tíma deyi. Jafnvel þótt það hafi bara verið þessi eina helgi. Skoðun 28. október 2024 11:32
Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Stórstjarnan og tónlistarkonan Laufey Lín heldur ótrauð áfram ævintýrum sínum vestanhafs þar sem hún hefur slegið í gegn. Helginni eyddi hún í Los Angeles þar sem hún er búsett með engum öðrum en Oliviu Rodrigo og Chappell Roan, sem eru með stærstu tónlistarstjörnum heims í dag. Tónlist 28. október 2024 10:01
Skiltið í allt öðrum búningi en lagt var upp með Hugmynd sem bar sigur úr býtum í verkefninu Hverfið mitt er nú orðin að skilti í Breiðholtinu en þó í allt öðrum búningi og á öðrum stað en hugmyndasmiðurinn hafði séð fyrir sér Innlent 26. október 2024 21:37
Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Sá ástsæli tónlistarmaður Valgeir Guðjónsson er allt annað en sáttur hvernig staðið er að heiðurstónleikum Spilverks þjóðanna sem Jón Ólafsson tónlistarmaður hefur veg og vanda að. Menning 25. október 2024 16:23
Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Auðunn Blöndal ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í nýrri þáttaröð þar sem hann býður 25 fyndnustu Íslendingunum í fimm ólík matarboð. Þar er eina reglan sú að það er bannað að hlæja og kemst einn áfram í hverjum þætti í síðasta matarboðið. Eðli málsins samkvæmt geta brandararnir orðið ansi svartir og er því alls ekki um fjölskylduþátt að ræða. Bíó og sjónvarp 25. október 2024 12:00
Bíó Paradís heiðrað af blindum Stjórn Blindrafélagsins veitti Bíó Paradís Samfélagslampann svokallaða á alþjóðlegum degi hvíta stafsins, þann 15. október. Var fyrirtækið heiðrað fyrir „brautryðjendastarf í aðgengi fatlaðra að menningarviðburðum og að opna aðgang blindra og sjónskertra að sjónlýstum kvikmyndum“. Bíó og sjónvarp 25. október 2024 10:05
„Ég átti mér draum um að vinna á ruslabíl“ Skagamaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson, verslunareigandi og tónlistarmaður, lýsir sjálfum sér sem rólegum, jákvæðum og athyglissjúkum. Hann er fyrrverandi knattspyrnumaður en hefur nú alfarið snúið sér að versunarrekstri og tónlistarferlinum. Lífið 25. október 2024 07:03
Leggur til að Menendez bræðrunum verði sleppt á reynslulausn Saksóknari í Los Angeles, George Gascón, hefur mælt með því að Menendez bræðurnir, Eric og Lyle, verði dæmdir á ný. Eins og er afplána bræðurnir lífstíðarfangelsi án möguleika á skilorði fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989. Saksóknari mælir með því að þeim verði sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Erlent 24. október 2024 23:27
Símon veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta Eltum veðrið er ný sýning Þjóðleikhússins og er óhætt að segja að hún hafi hlotið blendnar viðtökur. Símon Birgisson, kennari í Hafnarfirði og nýráðinn gagnrýnandi Viðskiptablaðsins, skefur ekki af því í nýjum dómi: Lífið 24. október 2024 13:46
Hvers vegna segir Lilja ekki satt? Margir kvikmyndagerðarmenn hafa haldið því fram að undanförnu að Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra segi ekki satt þegar hún segir nú að aukin framlög í Kvikmyndasjóð á árunum 2020-2021 hafi ekki verið vegna nýrrar kvikmyndastefnu - heldur vegna kóvid. Skoðun 24. október 2024 13:02
Tarsan-leikari látinn Bandaríski leikarinn Ron Ely, sem þekktastur er fyrir að hafa túlkað Tarsan í samnefndum sjónvarpsþáttum undir lok sjöunda áratugarins, er látinn, 86 ára að aldri. Lífið 24. október 2024 08:02
Laufey Lín í bíó Tónleikar íslensku stórstjörnunnar, Laufeyjar Lín Jónsdóttur, sem fóru fram í Hollywood Bowl í Los Angelses í byrjun ágústmánaðar verða sýndir í völdum kvikmyndahúsum frá og með 6. desember næstkomandi. Lífið 23. október 2024 16:32
Þingmenn verða að vita að Lilja segir satt Frjáls og virk skoðanaskipti eru grundvöllur hins sterka lýðræðisþjóðfélags sem við búum í. Í gær birtist einmitt áhugaverð skoðanagrein eftir Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmann undir yfirskriftinni Þingmenn verða að vita að Lilja segir ekki satt. Björn fer þar mikinn í umræðunni um Kvikmyndasjóð og meintrar ,,slátrunar‘‘ undirritaðar á sjóðnum þar sem hann rekur hvernig framlög ríkisins til Kvikmyndasjóðs hafa lækkað að undanförnu. Skoðun 23. október 2024 16:01
Tileinkar lagið Grindvíkingum Tónlistarmaðurinn Geir Ólafsson gaf nýverið út lagið „Bærinn okkar“ sem hann tileinkar Grindvíkingum. Hann segir að hugur hans sé sérstaklega hjá börnunum sem hafa verið rifin upp með rótum frá vinum sínum. Tónlist 23. október 2024 15:00
Hollywood stjörnur við Höfða Stórstjörnur úr Hollywood á borð við Jeff Daniels og J.K Simmons eru nú staddar í kvikmyndatökum við Höfða í Reykjavík. Fjölmennt tökulið auk mikils búnaðar er nú við sögufræga húsið. Bíó og sjónvarp 23. október 2024 10:04
„Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Maður er ennþá að ná sér niður eftir þetta,“ segir tónlistarmaðurinn Aron Can sem er nýkominn heim frá Kaupmannahöfn þar sem hann flutti nýju plötuna sína fyrir troðfullum sal. Blaðamaður tók púlsinn á þessari íslensku stórstjörnu. Tónlist 23. október 2024 07:02
Arnhildur hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni fyrir þverfaglega nálgun og áherslu á minnkaða kolefnislosun og endurnýtingu byggingarefnis. Lífið 22. október 2024 21:31
Michael Newman látinn Baywatch-stjarnan Michael Newman er látinn 68 ára að aldri. Hann hafði glímt við Parkinsons frá árinu 2006. Lífið 22. október 2024 13:53
Öflugur Kvikmyndasjóður er forsenda kvikmyndastefnunnar Höfuðmarkmið Kvikmyndastefnu Íslands til ársins 2030 sem leit dagsins ljós haustið 2020 er „að íslensk kvikmyndagerð megi blómstra og dafna á komandi áratug. Henni er ætlað að styrkja íslenska menningu og tungu og sjálfsmynd þjóðarinnar, efla atvinnulífið og stuðla að sterku orðspori Íslands.“ (Kvikmyndastefnan bls 7.) Skoðun 22. október 2024 13:31
Þingmenn verða að vita að Lilja segir ekki satt Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra ætlar að skera framlög ríkisins til Kvikmyndasjóðs niður um 50% á þremur árum samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Skoðun 22. október 2024 11:31
Myndaveisla: Hlaupaveisla í Egilshöll Forsýning á kvikmyndinni Laugavegurinn fór fram fyrir fullum sal í Egilshöll á dögunum. Í myndinni fylgir Garpur Elísabetarson, leikstjóri myndarinnar, eftir þeim Þorsteini Roy Jóhannssyni og Andreu Kolbeinsdóttur í 55 kílómetra löngu hlaupinu. Lífið 22. október 2024 08:52
Fjarlægja útilistaverkið Til stendur að fjarlægja útilistaverkið Flæði eftir Kristin E. Hrafnsson sem stendur á lóð Aðalgötu 14 í Ólafsfirði. Innlent 22. október 2024 08:47