NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Stan Van Gundy styður Dwight Howard

Dwight Howard hefur deilt við fyrrum samherja sína hjá Orlando Magic að undanförnu en Howard fékk stuðning úr óvæntri átt á dögunum. Stan Van Gundy fyrrum þjálfari Magic hafði samband við Howard til að sýna honum stuðning.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Fimmtán sigrar í röð hjá Miami Heat

Miami Heat hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann öruggan 97-81 sigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var fimmtándi sigur liðsins í nótt og með honum bætti liðið félagsmetið.

Körfubolti
Fréttamynd

Bulls sterkari gegn Brooklyn Nets

Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en þar ber helst að nefna fínn sigur hjá Chicago Bulls gegn Brooklyn Net, 96-85, en leikurinn fór fram í Chicago.

Körfubolti
Fréttamynd

Rodman og Kim Jong Un orðnir bestu vinir

Ferðalag körfuboltastjörnunnar einstöku til Norður-Kóreu hefur vakið heimsathygli. Þar hefur Rodman eytt tíma með hinum umdeilda leiðtoga landsins, Kim Jong Un. Þeir félagar sátu saman á körfuboltaleik þar sem leikmenn Harlem Globetrotters spiluðu með bestu körfuboltamönnum landsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Curry skoraði 54 stig gegn Knicks

Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, er sjóðheitur þessa dagana. Hann skoraði 38 stig gegn Indiana í fyrrinótt og bætti svo um betur í nótt er hann skoraði 54 stig gegn NY Knicks.

Körfubolti
Fréttamynd

James og Wade með samtals 79 stig

Meistarar Miami Heat lentu heldur betur í kröppum dansi er Sacramento kom í heimsókn í nótt. Tvíframlengja varð frábæran leik og höfðu meistararnir betur að lokum.

Körfubolti
Fréttamynd

Rodman lentur í Norður-Kóreu

Það er ekki daglegt brauð að þekktir einstaklingar ferðist til hins einangraða lands, Norður-Kóreu. Það vekur því eðlilega athygli að skrautfuglinn Dennis Rodman sé farinn þangað.

Körfubolti
Fréttamynd

Parker leyndi meiðslum fyrir Popovich

Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta, hikar ekki við að hvíla stjörnuleikmenn sína þegar þeir glíma við smámeiðsli eða að honum þykir álagið vera of mikið. Tony Parker veit það manna best en vill eins og flestir spila alla leiki. Hann ákvað því að leyna meiðslum fyrir Popovich.

Körfubolti