NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Spurs mun sópa Miami

Körfuboltagoðsögnin Charles Barkley er óhræddur við að viðra skoðanir sínar á boltanum og hann er líka óhræddur við að spá djarflega.

Körfubolti
Fréttamynd

Pistill: Rándýr Frakki

San Antonio átti draumabyrjun í úrslitaeinvíginu í nótt þegar það stal fyrsta leiknum í Miami með dramatískum 92-88 sigri á heimamönnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Indiana knúði fram oddaleik

Indiana Pacers skellti Miami Heat 91-77 í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurstrandar NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Indiana lagði grunninn að sigrinum með frábærum varnarleik, ekki síst í þriðja leikhluta.

Körfubolti
Fréttamynd

Birdman í banni í nótt

Chris Andersen verður ekki með Miami þegar að liðið mætir Indiana í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Miami getur tryggt sig í úrslit

Miami getur í nótt tryggt sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar með sigri á Indiana í sjötta leik liðanna í úrslitarimmu vesturdeildarinnar. Sigurvegari rimmunnar mætir San Antonio Spurs í lokaúrslitunum.

Körfubolti
Fréttamynd

James sá um Indiana

Meistarar Miami Heat eru aðeins einum sigri frá úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar eftir að hafa unnið leik fimm, 90-79, gegn Indiana Pacers. Miami leiðir einvígið, 3-2.

Körfubolti
Fréttamynd

Takk strákar

Við ætlum ekki að fara mörgum orðum um fjórða leik Miami og Indiana í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Við þurfum þess ekki.

Körfubolti
Fréttamynd

Jagger skýtur á Lakers

Tímabilið hjá LA Lakers í NBA-deildinni var vont og endaði með því að San Antonio Spurs sópaði þeim í frí. Þá leit Lakers-liðið út fyrir að vera gamalt og þreytt. Svo gamalt að söngvarinn aldni Mick Jagger taldi sig eiga inni fyrir skoti á Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Indiana beit frá sér

Indiana Pacers ætlar ekki að hleypa meisturum Miami Heat áfram í úrslitin án þess að hafa fyrir því. Liðin mættust í enn einum hörkuleiknum í nótt og hafði Indiana betur, 99-92.

Körfubolti
Fréttamynd

Spurs með sópinn á lofti

San Antonio Spurs komst í nótt í úrslit NBA-deildarinnar. Spurs gerði sér lítið fyrir og sópaði Memphis Grizzlies í sumarfrí í úrslitum Vesturdeildarinnar. Spurs vann leikinn í nótt 93-86 og rimmuna 4-0. Spurs mun mæta Miami Heat eða Indiana Pacers í úrslitunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Besta sýning á jörðinni

Það er ekki við Indiana að sakast en Miami er nú mætt í úrslitakeppnina árið 2013. Miami vélin þurfti smá ræsingarúða eins og gamall Nalli, en naumur sigur í fyrsta leik og tap í öðrum gegn Pacers á heimavelli var það eina sem þurfti.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Indiana jafnaði metin á móti Miami

Indiana Pacers vann meistarana í Miami Heat í Miami í nótt 97-93 og jafnaði þar með metin í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Miami vann fyrsta leikinn í framlengingu en tapið í nótt var aðeins það fjórða í 50 leikjum hjá Miami-liðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Phil Jackson: Tæki Bill Russell á undan Jordan

Phil Jackson, ellefufaldur meistaraþjálfari í NBA-deildinni í körfubolta, komst í fréttirnar á dögunum þegar hann bar saman þá Michael Jordan og Kobe Bryant í nýrri bók sinni. Jackson hrósaði þá Jordan mikið á kostnað Bryant og það var ekki að heyra á öðru en MJ væri að mati Jackson sá besti í sögunni.

Körfubolti
Fréttamynd

Duncan valinn í lið ársins

Lið ársins í NBA-deildinni var tilkynnt í dag og ber líklega hæst að hinn aldni höfðingi, Tim Duncan, er í liðinu. Þetta er í tíunda sinn sem Duncan er valinn í liðið og í fyrsta skipti í sex ár.

Körfubolti