NBA: Tíu sigrar í röð hjá Thunder og Lakers-liðið vann leik Oklahoma City Thunder hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann sinn tíunda leik í röð. Los Angeles Lakers endaði fjögurra leikja taphrinu með sigri á Washington, Houston vann Boston, Memphis Grizzlies er að gefa eftir, Brooklyn Nets vann Detroit eftir tvíframlengdan leik og fimm leikja sigurganga Golden State Warriors endaði í Orlando. Körfubolti 15. desember 2012 10:45
LeBron fékk fleiri atkvæði en Kobe Það er byrjað að kjósa í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem er mikil vinsældakosning. NBA-deildin hefur nú gefið út hvernig fyrsta umferð í kjörinu fór. Þar eru kunnugleg nöfn að vanda. Körfubolti 14. desember 2012 21:45
NBA í nótt: Carmelo fór á kostum - Lakers tapaði fjórða leiknum í röð New York Knicks hafði betur í stórleik NBA deildarinnar í nótt þegar liðið lagði LA Lakers 116-107. Carmelo Anthony fór á kostum og skoraði 30 stig í leiknum fyrir New York þrátt fyrir að hafa aðeins leikið í 22 mínútur af alls 48. Anthony snéri sig á ökkla í fyrri hálfleik en hann skoraði alls 20 stig í fyrsta leikhluta. Körfubolti 14. desember 2012 09:24
Messi og Kobe leika saman í auglýsingu Kobe Bryant er einn frægastasti körfuboltamaður heimsins og Lionel Messi er einn frægasti fótboltamaðurinn í heimi og það vekur því vissulega mikla athygli þegar þessir tveir heimsfrægu íþróttamenn leika saman í auglýsingu. Fótbolti 13. desember 2012 23:30
NBA-dómari reyndi að verja vítaskot hjá Kris Humphries Kris Humphries, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni, lenti í óvenjulegri aðstöðu í 94-88 sigurleik á Toronto Raptors í fyrrinótt þegar hann fékk dómarann á fleygiferð á móti sér í vítaskoti. Körfubolti 13. desember 2012 23:00
Ricky Rubio gæti leikið á ný um helgina með Minnesota Ricky Rubio gæti leikið sinn fyrsta leik með Minnesota Timberwolves á laugardaginn en spænski landsliðsmaðurinn hefur ekkert leikið með liðinu frá því hann sleit krossband í hné þann 9. mars á þessu ári. Rubio var annar í kjörinu á nýliða ársins en hann var með 8,2 stoðsendingar í leik að meðaltali. Körfubolti 13. desember 2012 18:15
NBA í nótt: Óvænt tap Miami gegn Golden State Draymond Green tryggði Golden State Warriors óvæntan 97-95 sigur gegn meistaraliði Miami Heat á útivelli í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Green skoraði sigurkörfuna 0.9 sek. fyrir leikslok. Körfubolti 13. desember 2012 09:00
NBA í nótt: Carmelo með 45 stig - Lakers tapaði enn og aftur Carmelo Anthony skoraði 45 stig fyrir New York Knicks í 100-97 sigri liðsins gegn Brooklyn í NBA deildinni í nótt. Taphrina LA Lakers heldur áfram en liðið tapaði á útivelli 100-94 gegn Cleveland þar sem að Kobe Bryant skoraði 42 stig, og Dwight Howard skoraði 19 og tók 20 fráköst fyrir Lakers. Körfubolti 12. desember 2012 09:17
Rekinn út eftir stórfurðulegt rifrildi við dómara - myndband Amir Johnson er ekki þekktasti leikmaður NBA deildarinnar í körfubolta en Toronto leikmaðurinn var í sviðsljósinu í nótt fyrir afar undarlega hegðun í tapleik gegn Portland. Johnson reifst þar eins og smábarn við David Jones einn þriggja dómara leiksins. Og Johnson var vísað út úr húsi fyrir þá hegðun. Körfubolti 11. desember 2012 11:30
NBA í nótt: James og Wade sáu um Atlanta LeBron James skoraði 27 stig fyrir Miami Heat í nótt þegar liðið lagði Atlanta 101-92 á heimavelli. Dwyane Wade skoraði 26 en þeir félagar hittu úr 21 af alls 29 skotum sínum í leiknum. Þetta var aðeins annar tapleikur Atlanta í síðustu 11 leikjum. Josh Smith skoraði 22 stig fyrir Atlanta og Al Horford skoraði 20 og tók 11 fráköst. Körfubolti 11. desember 2012 09:22
Staðan í NBA deildinni – San Antonio og Oklahoma eru hnífjöfn Tímabilið í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum fer vel af stað og hafa mörg lið komið á óvart. Gengi New York Knicks í Austurdeildinni hefur vakið athygli en liðið er í efsta sæti með 75% vinningshlutfall en meistaralið Miami Heat fylgir þar fast á eftir. Í Vesturdeildinni hefur slakt gengi LA Lakers komið á óvart en liðið er í 12. sæti af alls 15 liðum í Vesturdeildinni. Hið þaulreynda lið San Antonio Spurs er í efsta sæti ásamt Oklahoma City Thunder í Vesturdeildinni en bæði lið eru með 81% vinningshlutfall. Körfubolti 10. desember 2012 13:45
NBA í nótt: Taphrina Lakers heldur áfram - New York ósigrandi Taphrina Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta heldur áfram en í nótt tapaði liðið gegn Utah 110 – 117 þrátt fyrir að Kobe Bryant hafi skorað 34 stig fyrir heimamenn. Sigurganga New York Knicks heldur áfram á heimavelli en liðið hefur enn ekki tapað leik í vetur á heimavelli. Körfubolti 10. desember 2012 09:00
NBA: Bulls stöðvaði sigurgöngu Knicks Liðsheildin var gríðarlega sterk hjá Chicago Bulls í nótt er liðið lagði NY Knicks af velli. Marco Belinelli og Luol Deng skoruðu báðir 22 stig og þrír aðrir leikmenn skoruðu yfir tíu stig. Körfubolti 9. desember 2012 11:00
Oklahoma í stuði gegn Lakers Oklahoma City Thunder vann sinn sjöunda leik í röð í nótt og er þess utan búið að vinna fimmtán af síðustu sautján leikjum sínum. LA Lakers var engin fyrirstaða í nótt. Körfubolti 8. desember 2012 11:06
NBA í nótt: New York gjörsigraði meistaralið Miami Heat New York Knicks er á góðri siglingu í NBA deildinni í körfuknattleik. Liðið gjörsigraði meistaralið Miami Heat í nótt, 112-92, á heimavelli Miami. New York landaði sigrinum þrátt fyrir að vera án stigahæsta leikmanns liðsins, Carmelo Anthony sem er meiddur á fingri. New York hefur unnið 14 leiki og tapað 4 á þessari leiktíð og er liðið með besta vinningshlutfallið í deildinni. Körfubolti 7. desember 2012 08:30
Kobe Bryant í metabækurnar Kobe Bryant náði merkum áfanga í NBA-deildinni í fyrrakvöld þegar hann skoraði sitt 30.000 stig í deildinni frá upphafi. Bryant, sem er 34 ára gamall, er sá yngsti sem kemst yfir 30.000 stig í sterkustu körfuboltadeild heims. Körfubolti 7. desember 2012 06:00
Kobe Bryant er sá yngsti sem nær 30.000 stigum í NBA deildinni Kobe Bryant náði sögulegum áfanga í nótt þegar hann skoraði sitt 30.000 stig á ferlinum í NBA deildinni. Bryant hefur ávallt leikið fyrir LA Lakers frá því hann kom inn í deildina árið 1996. Bryant er fimmti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem nær því að skora fleiri en 30.000 stig á ferlinum en hinn 34 ára gamli bakvörður er sá yngsti af þeim fjórum sem hafa komist yfir 30.000 stigin. Körfubolti 6. desember 2012 09:45
NBA í nótt: Kobe Bryant náði sögulegum áfanga Kobe Bryant skoraði 29 stig í 103-87 sigri LA Lakers gegn New Orleans á útivelli í NBA deildinni í körfubolta. Bryant skoraði sitt 30.000 stig á ferlinum í leiknum en aðeins fimm leikmenn í sögu NBA hafa náð þeim árangri. Með sigrinum lauk tveggja leikja taphrinu Lakers. Körfubolti 6. desember 2012 09:00
Býflugurnar í New Orleans að breytast í Pelíkana NBA-körfuboltaliðið New Orleans Hornets ætlar að breyta gælunafni félagsins fyrir næsta tímabil ef marka heimildir Yahoo. Býflugurnar heyra því væntanlega sögunni til á næsta tímabili nema að þær flytji sig aftur norður til Charlotte-borgar. Körfubolti 5. desember 2012 23:30
NBA í nótt: Miami tapaði gegn slakasta liðinu - Lakers tapaði á ný Washington Wizards, er slakasta liðið í NBA deildinni í körfuknattleik en þrátt fyrir þá staðreynd náði liðið að leggja meistaralið Miami Heat að velli í nótt, 105-101. Þetta var aðeins annar sigurleikur Washington í vetur. Taphrina LA Lakers heldur áfram en liðið tapaði 107-105 gegn Houston á útivelli þar sem að Kobe Bryan skoraði 39 stig. Körfubolti 5. desember 2012 08:15
Þessi ljósmynd gæti komið Parker og Duncan í vandræði Tony Parker og Tim Duncan, leikmenn NBA liðsins San Antonio Spurs, gætu þurft að svara fyrir mynd sem birt var af þeim á mánudaginn. Á myndinni miða þeir Parker og Duncan leikfangabyssum að manni sem er klæddur eins og hinn vel þekkti NBA dómari, Joey Crawford. Körfubolti 4. desember 2012 23:30
NBA: Chris Paul sá um Utah Tveir leikir í NBA-deildinni í nótt voru mjög spennandi. Clippers marði eins stigs sigur á Utah og Portland hafði betur gegn Charlotte eftir framlengingu. Körfubolti 4. desember 2012 09:01
LeBron James íþróttamaður ársins hjá Sports Illustrated Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James hefur verið valinn íþróttamaður ársins hjá íþróttablaðinu Sports Illustrated í Bandaríkjunum. Körfubolti 3. desember 2012 18:00
Kobe skorar á Pau Gasol Það gengur ekki vel hjá Pau Gasol, leikmanni Lakers, þessa dagana. Í nótt mátti hann sætta sig við að horfa á lok leiksins gegn Orlando á bekknum. Var það í annað sinn í fimm leikjum sem það gerist. Körfubolti 3. desember 2012 16:15
San Antonio Spurs þarf að greiða 30 milljónir kr. í sekt San Antonio Spurs þarf að greiða um 30 milljónir kr. í sekt eftir að þjálfari liðsins, Gregg Popovich, ákvað að hvíla fjóra lykilmenn í stórleik gegn Miami Heat í NBA deildinni í körfubolta á dögunum. Körfubolti 3. desember 2012 11:00
Howard klúðraði leiknum gegn sínu gamla félagi Dwight Howard mátti sætta sig við að tapa fyrir sínu gamla liði í nótt. Orlando Magic kom þá í heimsókn í Staples Center og lagði LA Lakers af velli. Tapið mátti skrifa á hann að stóru leyti. Körfubolti 3. desember 2012 08:58
Ryan Anderson núna orðaður í skiptum fyrir Pau Gasol Þráðlátur orðrómur um að Los Angeles Lakers vilji skipta Pau Gasol neitar að deyja. Núna er kraftframherjinn og þriggja stiga skyttan Ryan Anderson leikmaður New Orleans Hornets orðaður við Lakers í stað Gasol. Körfubolti 2. desember 2012 22:45
Sóknin sneri aftur í sigri Lakers Los Angeles Lakers vann fínan sigur á Denver Nuggets í NBA-körfuboltanum í nótt. Dwight Howard skoraði 28 stig í 122-103 sigri í Steples Center í nótt. Körfubolti 1. desember 2012 13:40
LeBron James er kóngurinn í NBA LeBron James, leikmaður meistaraliðs Miami Heat, er vinsælasti leikmaður NBA-deildarinnar ef marka má sölutölur á keppnistreyjum frá því í apríl á þessu ári fram til dagsins í dag. James var í fjórða sæti á þessum lista í apríl en vinsældir hans hafa aukist eftir að Miami Heat tryggði sér meistaratitilinn sl. vor og James var lykilmaður í bandaríska landsliðinu sem tryggði sér gullverðlaunin á Ólympíuleikunum í London í sumar. Körfubolti 1. desember 2012 09:00
Tveggja leikja bann fyrir slagsmál | myndband Rajon Rondo, bakvörður Boston Celtics, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að slást við Kris Humphries, leikmann Brooklyn Nets, í leik liðanna í vikunni. Körfubolti 30. nóvember 2012 15:45