Jackson mun þjálfa Golden State Golden State Warriors hefur ráðið Mark Jackson sem þjálfara NBA liðsins en hann hefur aldrei þjálfað NBA lið áður. Jackson lék í 17 ár sem leikstjórnandi í deildinni með New York, Clippers, Indiana, Denver, Toronto, Utah og Houston. Á undanförnum árum hefur hann starfað sem körfubolta sérfræðingur í sjónvarpi. Jackson er þriðji á lista yfir stoðsendingahæstu leikmenn NBA deildarinnar frá upphafi en hann var valinn nýliði ársins vorið 1988. Körfubolti 7. júní 2011 11:45
Búið að reka þjálfara Pistons Hinn nýi eigandi Detroit Pistons, Tom Gores, var ekki lengi að láta til sín taka hjá félaginu því aðeins fjórum dögum eftir að hann eignaðist félagið var hann búinn að reka þjálfarann, John Kuester. Körfubolti 6. júní 2011 12:00
Miami komið í bílstjórasætið Miami Heat komst í nótt í 2-1 forystu í einvíginu gegn Dallas Mavericks um NBA-meistaratitilinn. Miami vann þá tveggja stgia sigur, 88-86, i æsispennandi leik sem fram fór í Dallas. Körfubolti 6. júní 2011 09:04
Shaq ætlar ekki að fara út í þjálfun Shaquille O´Neal tilkynnti á Twitter að hann væri hættur í körfubolta en hann er nú farinn að mæta í viðtöl til þess að ræða um ákvörðun sína. Körfubolti 3. júní 2011 18:45
Dallas jafnaði metin í Miami Dallas Mavericks jafnaði í nótt metin í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir tveggja stiga sigur á Miami á útivelli, 95-93, í frábærum leik. Staðan er því 1-1 í rimmu liðanna en næstu þrír leikir liðanna fara fram í Dallas. Körfubolti 3. júní 2011 09:00
Lakers-menn ætla að hengja treyju Shaq upp í Staples Center Shaquille O'Neal lagði óvænt skóna á hilluna í gær en hann setti tilkynninguna sína út í loftið á twitter-síðu sinni. O'Neal sem er orðinn 39 ára gamall reyndi fyrir sér hjá Boston Celtics á þessu tímabili en spilaði lítið vegna sífelldra meiðsla. Körfubolti 2. júní 2011 23:00
Spænska undrabarnið Rubio spilar í NBA-deildinni á næsta tímabili Spænski bakvörðurinn Ricky Rubio er bara tvítugur en það eru samt liðin tvö ár síðan að Minnesota Timberwolves valdi hann í nýliðavali NBA-deildarinnar. Rubio hefur ekki viljað koma til Bandaríkjanna fyrr en nú en hann hefur samþykkt að spila með Timberwolves-liðinu á næsta tímabili. Körfubolti 2. júní 2011 19:00
Pau Gasol vill spila með spænska landsliðinu á EM Pau Gasol, framherji Los Angeles Lakers, er fullur af orku og tilbúinn í slaginn á ný með spænska landsliðinu enda var úrslitakeppnin óvenjustutt hjá Lakers-mönnum í vor. Gasol hefur því ákveðið að bjóða fram krafta sína í spænska landsliðinu sem spilar á EM í Litháen í september. Körfubolti 2. júní 2011 16:00
Shaq leggur skóna á hilluna Hinn 39 ára gamli Shaquille O´Neal tilkynnti í kvöld að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir glæstan feril. Körfubolti 1. júní 2011 20:54
Mike Brown ætlar ekki að láta Lakers spila þríhyrningssóknina Mike Brown, nýráðinn þjálfari Los Angeles Lakers, var kynntur í gær og hann ætlar greinilega í aðra átt með liðið en Phil Jackson sem hefur þjálfað Lakers undanfarin sex ár. Brown tók það fram á blaðamannafundinum að Lakers væri enn liðið hans Kobe Bryant. Körfubolti 1. júní 2011 18:15
Dirk Nowitzki sleit sin í fingri í nótt - hefur ekki áhyggjur Dirk Nowitzki, lykilmaður Dallas Mavericks, varð ekki aðeins að sætta sig við tap í fyrsta úrslitaleiknum á móti Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í nótt því hann varð líka fyrir því óláni að slíta sin í fingri í leiknum. Nowitzki meiddist reyndar ekki á skothendinni en þarf að spila með spelku á fingrinum það sem eftir lifir lokaúrslitanna. Körfubolti 1. júní 2011 13:30
Terry ætlar að taka af sér bikar-tattúið ef Dallas tapar Jason Terry vakti athygli í síðustu viku þegar upp komst að hann væri búinn að láta tattúera NBA-bikarinn á upphandleginn á sér en Terry hefur aldrei náð því að vera NBA-meistari. Terry og félagar í Dallas Mavericks eru komnir alla leið í úrslitaeinvígið á móti Miami Heat og er fyrsti leikur einvígisins í Miami í kvöld. Körfubolti 31. maí 2011 20:30
Kidd elsti bakvörðurinn til að byrja í lokaúrslitum NBA Úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld þegar Dallas Mavericks sækir lið Miami Heat heim. Jason Kidd, leikstjórnandi, Dallas-liðsins er kominn í lokaúrslitin í þriðja sinn á ferlinum og hann mun setja met á fyrstu sekúndu leiksins í kvöld sem verður í beinni á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt. Körfubolti 31. maí 2011 19:00
Dwyane Wade fékk frí frá æfingu Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat, fékk hvíld frá æfingu í gær til að jafna sig á smávægilegum meiðslum á öxl. Körfubolti 29. maí 2011 23:30
NBA: Fær LeBron að dekka Dirk í úrslitunum? Það styttist nú óðum í að lokaúrslit NBA-deildarinnar hefjist þar sem mætast Miami Heat og Dallas Mavericks. Margir líta á þetta sem einvígi á milli hinna frábæru leikmanna LeBron James og Dirk Nowitzki sem eiga báðir eftir að kynnast því á farsælum ferli að verða NBA-meistari. Körfubolti 29. maí 2011 12:00
LeBron James: Ég er ekki betri en Jordan Scottie Pippen talaði um það í úrvarpsviðtali á ESPN á föstudaginn að LeBron James gæti hugsanlega verið besti körfuboltamaður sögunnar og þar með betri en Michael Jordan. Körfubolti 29. maí 2011 09:00
Pippen: LeBron gæti orðið betri en Michael Jordan Scottie Pippen hristi vel upp í netheimum í Bandaríkjunum eftir að hafa komið með athyglisverða yfirlýsingu í útvarpsviðtali hjá ESPN í gær. Pippen var þá að bera saman þá LeBron James og Michael Jordan. Körfubolti 28. maí 2011 11:15
Kevin McHale tekur við Houston-liðinu Kevin McHale hefur samið við NBA-liðið Houston Rockets um að verða næsti þjálfari liðsins en hann gerði þriggja ára samning með möguleika á framlengingu um eitt ár. McHale tekur við af Rick Adelman sem hefur þjálfað Rockets-liðið síðan 2007. Körfubolti 28. maí 2011 11:00
LeBron James: Mánuður eftir af hatrinu LeBron James fór á kostum í úrslitum Austudeildarinnar þar sem Miami Heat vann 4-1 sigur á Chicago Bulls og tryggði sér sæti í lokaúrslitunum á móti Dallas. Miami-liðið er nú aðeins fjórum sigrum frá meistaratitlinum sem þeir lofuðu stuðningsmönnum sínum í júlí síðastliðnum. Körfubolti 27. maí 2011 09:15
NBA: Miami komið í lokaúrslitin á móti Dallas Miami Heat vann fjórða leikinn í röð á móti Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og tryggði sér þar með sæti í lokaúrslitunum á móti Dallas Mavericks. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2006 sem bæði þessi lið komast alla leið í úrslitin. Körfubolti 27. maí 2011 09:00
Terry lét húðflúra bikarinn á sig fyrir tímabilið Jason Terry, bakvörður Dallas Mavericks, var svo öruggur um að Dallas kæmist í úrslit NBA-deildarinnar í ár að hann lét húðflúra á sig bikarinn fyrir tímabilið. Körfubolti 26. maí 2011 20:30
Ekkert hlustað á Kobe þegar Mike Brown var ráðinn Bandarískir fjölmiðlamenn eru að hneykslast á því í dag að forráðamenn Los Angeles Lakers hafi ekkert talað við Kobe Bryant, aðalstjörnu liðsins, áður en þeir réðu Mike Brown, fyrrum þjálfara Cleveland, sem eftirmann Phil Jackson. Brown var ráðinn þjálfari Lakers í nótt og Bryant fékk í framhaldinu sms-skilaboð um að hann væri kominn með nýjan þjálfara. Körfubolti 26. maí 2011 09:15
NBA: Dallas í úrslitin eftir þriðja sigurinn í röð á Oklahoma City Dallas Mavericks tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 100-96 heimasigur á Oklahoma City Thunder en Dallas vann einvígið þar með 4-1 efrir að hafa unnið þrjá síðustu leikina. Dallas hefur unnið 10 af síðustu 11 leikjum sínum í úrslitakeppninni og er komið í úrslitin í fyrsta sinn síðan 2006. Körfubolti 26. maí 2011 09:00
Brown efstur á óskalista Lakers Fyrrum þjálfari Cleveland Cavaliers, Mike Brown, er sagður vera efstur á óskalista LA Lakers yfir arftaka Phil Jackson sem þjálfari félagsins. Körfubolti 25. maí 2011 19:45
NBA: Miami komið í 3-1 eftir sigur á Chicago í framlengingu Miami Heat er einum sigri frá því að komast í lokaúrslitin í NBA-deildinni í körfubolta eftir 101-93 heimasigur á Chicago Bulls í framlengdum fjórða leik liðanna í nótt. Miami-liðið er þar með búið að vinna þrjá leiki í röð í einvíginu eftir skellinn í fyrsta leik. Næsti leikur er í Chicago. Körfubolti 25. maí 2011 09:00
Ginobili spilaði handleggsbrotinn á móti Memphis Grizzlies San Antonio Spurs datt óvænt út fyrir fyrir Memphis Grizzlies í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en Spurs-liðið var með besta árangurinn í deildarkeppninni af öllum liðum Vesturdeildarinnar. Körfubolti 24. maí 2011 18:15
NBA: Dirk með 40 stig og Dallas komið í 3-1 eftir sigur í framlengingu Dallas Mavericks átti magnaða endurkomu í 112-105 sigri á Oklahoma City Thunder í Oklahoma City eftir framlengdan leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Dallas var 15 stigum undir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum en tókst að tryggja sér framlengingu sem liðið vann 11-4. Körfubolti 24. maí 2011 09:00
NBA: Bosh í stuði þegar Miami komst í 2-1 á móti Chicago Miami Heat hélt sigurgöngu sinni áfram á heimavelli í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar liðið vann 98-85 sigur á Chicago Bulls í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami er komið í 2-1 og vantar tvo sigra til viðbótar til þess að komast í lokaúrslitin. Körfubolti 23. maí 2011 09:00
NBA: Dallas komið með forystu gegn Oklahoma Dallas Mavericks svo gott sem gerði út um leikinn gegn Oklahoma í nótt í fyrri hálfleik. Dallas náði 35-12 forskoti og það bil náði Oklahoma aldrei að brúa þrátt fyrir góðan endasprett. Lokatölur 87-93. Körfubolti 22. maí 2011 11:00
Setti stjörnuleikmann sinn í skammarkrókinn Russell Westbrook, er leikstjórnandi og annar stjörnuleikmanna NBA-liðsins Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta. Hann fékk þó óvenjulítið að vera í nótt þegar liðið jafnaði einvígi sitt í 1-1 á móti Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildarinnar. Körfubolti 20. maí 2011 19:30