NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

NBA: Lakers í lykilstöðu og Orlando enn á lífi

Ökklinn á Kobe Bryant virtist vera í fínu lagi í nótt er Kobe leiddi Lakers til lykilsigurs gegn New Orleans. Lakers komst fyrir vikið yfir í einvíginu og vantar einn sigur í viðbót til þess að komast áfram í næstu umferð.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe er tognaður á ökkla

Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers, er tognaður á vinstri ökkla sem er mikið áhyggjuefni fyrir meistarana. Engu að síður stefnir Kobe að því að spila næstu leiki með liðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Philadelphia bjargaði andlitinu

Philadelphia 76ers náði að vinna Miami Heat í fjórða leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í dag, 86-82. Miami hefur 3-1 forystu í einvíginu.

Körfubolti
Fréttamynd

Sundsvall jafnaði metin

Sundsvall Dragons jafnaði í dag metin í rimmunni gegn Norrköping Dolphins um sænska meistarartitilinn í körfubolta í 1-1. Sundsvall vann þá nauman sigur á útivelli, 94-93.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Boston í lykilstöðu - Lakers settist í bílstjórasætið

Boston Celtics kom sér heldur betur í góða stöðu gegn New York Knicks í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA, en þeir grænklæddu unnu sannfærandi sigur, 113 -96, í Madison Square Garden og leiða einvígið 3-0. Fjóra sigra þarf til að komast í næstu umferð og því vantar Boston aðeins einn sigur til viðbótar.

Körfubolti
Fréttamynd

Stuðningsmenn Portland grýttu Cuban

Hinn skrautlegi eigandi Dallas Mavericks, Mark Cuban, fékk það óþvegið frá stuðningsmönnum Portland Trailblazers í nótt. Eftir að hafa staðið í orðaskiptum við þá var Cuban grýttur.

Körfubolti
Fréttamynd

Ming vill ekki fara frá Houston

Það er talsverð óvissa um framtíð Kínverjans stóra, Yao Ming, en samningur hans við Houston Rockets rennur út í sumar. Sjálfur segist hann vilja vera áfram hjá félaginu. Ming hefur verið mikið meiddur í vetur og tók ekki þátt nema í fimm leikjum með Rockets.

Körfubolti
Fréttamynd

Tilþrifin sem kveiktu í Miami-liðinu í nótt - myndband

Dwyane Wade og LeBron James voru saman með 56 stig og 25 fráköst í 100-94 sigri Miami Heat á Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en það voru flestir á því að troðsla Wade eftir skrautlega stoðsendingu frá James hafi kveikt í liðinu þegar þeir voru 68-62 undir í þriðja leikhlutanum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann Dallas

NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann DallasChicago Bulls og Miami Heat stigu stórt skref í átt að annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar þau komust bæði í 3-0 í einvígum sínum. Portland Trail Blazers tókst hinsvegar að minnka muninn í 2-1 á móti Dallas Mavericks.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers og San Antonio jöfnuðu metin - Denver í vandræðum

Meistaralið LA Lakers lagði New Orleans Hornets 87-78 í gær í úrslitakeppni Vesturdeildar NBA deildarinnar í körfubolta og er staðan í einvíginu 1-1. Þrír leikir fóru fram í gær og náði San Antonio Spurs að jafna metin gegn Memphis Grizzlies með 93-87 sigri á heimavelli. Oklahoma er 2-0 yfir gegn Denver Nuggets eftir 106-89 sigur liðsins í gær.

Sport
Fréttamynd

NBA í nótt: Allen tryggði Boston sigur

Ray Allen var hetja Boston þegar að hann tryggði sínum mönnum sigur á New York eftir æsispennandi leik í NBA-deildinni í nótt. Boston er því komið í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Hornets vann Lakers óvænt í Staples Center

New Orleans Hornets byrjar úrslitakeppnina í NBA-deildinni af miklum krafti, en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistarana í L.A. Lakers, 109-100, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni og hafa því tekið forystu í einvíginu 1-0. Til að koma sér í næstu umferð í keppninni þarf að vinna fjóra leiki.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Memphis kom á óvart og vann San Antonio

Memphis Grizzlies kom verulega á óvart í kvöld þegar liði lagði San Antonio Spurs, 101-98, á útivelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeild NBA deildarinnar í körfuknattleik.

Sport
Fréttamynd

Kidd og Nowitzki sáu um landa sigrinum gegn Portland

Jason Kidd og Dirk Nowitzki eru án efa mjög einbeittir þegar úrslitakeppnin í NBA deildinni er að byrja en þeir hafa á löngum ferli sínum aldrei náð að landa meistaratitli. Liðsfélagarnir vita að tíminn er að hlaupa frá þeim og þeir fá ekki mörg tækifæri til viðbótar. Kidd og Nowitzki voru allt í öllu í 89-81 sigri liðsins í gær gegn Portland í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeildinni. Kidd skoraði alls 24 stig, flest í fyrri hálfleik, og Nowitzki skoraði 18 af alls 28 stigum sínum í fjórða leikhluta.

Sport
Fréttamynd

Howard skoraði 46 stig en það dugði ekki til gegn Atlanta

Larry Drew þjálfari Atlanta Hawks tók áhættu sem borgaði sig vel í gær þegar liðið sótti Orlando Magic heim í úrslitakeppninni. Drew leyfði Dwight Howard miðherja Orlando að leika lausum hala í sóknarleiknum enda skoraði hann 46 stig en Atlanta gætti þess vel að þriggja stiga skyttur Orlando fengju engin frí skot – og það gafst vel enda sigraði Atlanta 103-93. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti Austurdeildar og verður næsti leikur einnig í Orlando en fjóra sigra þarf til þess að komast í undanúrslit.

Sport