NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

NBA: Sigrar hjá Boston og Lakers

Tveir leikir voru í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Meistararnir í Boston Celtics unnu sannfærandi sigur á Detroit Pistons 98-80 og þá hélt Los Angeles Lakers sigurgöngu sinni áfram með 105-92 útisigri gegn Phoenix Suns.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Denver á sigurbraut

Chauncey Billups er að skila sínu hjá Denver Nuggets. Síðan hann kom til liðsins hefur liðið unnið sjö af átta leikjum sínum, nú síðast gegn San Antonio Spurs í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston vann án Garnett

Kevin Garnett tók út leikbann er Boston vann sigur á New York á útivelli í NBA-deildinni í nótt. Alls fóru tíu leikir fram.

Körfubolti
Fréttamynd

Marbury keyptur út hjá Knicks?

Dagblaðið New York Post greinir frá því í dag að leikstjórnandinn Stephon Marbury hafi átt fund með forseta félagsins þar sem lögð hafi verið drög að því að rifta samningi hans við félagið.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA veisla á Stöð 2 Sport í vetur

Stöð 2 Sport mun gera NBA körfuboltanum betri skil en nokkru sinni áður í vetur. Boðið verður upp á fleiri beinar útsendingar bæði frá deildakeppni og úrslitakeppni og þá verður þátturinn NBA Action tekinn til sýninga á ný.

Körfubolti
Fréttamynd

Hinrich frá í þrjá mánuði

Bakvörðurinn Kirk Hinrich hjá Chicago Bulls mun ekki geta leikið með liði sínu næstu þrjá mánuðina. Hinrich var með rifin liðbönd í þumalfingri og hefur gengist undir uppskurð vegna þessa.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers og Atlanta enn taplaus

Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers og Atlanta Hawks fögnuðu bæði sigri í nótt og eru einu taplausu liðin í deildinni með sex sigra.

Körfubolti
Fréttamynd

McDyess látinn fara frá Denver

Framherjinn Antonio McDyess hefur verið leystur undan samningi hjá Denver Nuggets eftir að hann var sendur þangað með Chauncey Billups frá Detroit í skiptum fyrir Allen Iverson á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

LA Lakers vann stórsigur á Houston

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Liðin sem léku til úrslita í sumar, Boston og LA Lakers, unnu bæði sannfærandi sigra á sterkum mótherjum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Tony Parker frá í 2-4 vikur

San Antonio hefur ekki byrjað eins illa í NBA deildinni í meira en tíu ár og ekki vænkaðist hagur liðsins í gær þegar það tapaði fyrir Miami í fyrsta skipti í tólf ár.

Körfubolti
Fréttamynd

Parker er aldrei sáttur

Franski leikstjórnandinn Tony Parker hjá San Antonio Spurs varð í vikunni fyrsti Evrópubúinn til að skora 55 stig í leik í NBA deildinni þegar hann fór fyrir liði sínu í 129-125 sigri á Minnesota í framlengdum leik.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Flautukarfa í framlengingu

Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Framlengja þurfti leik Portland og Houston þar sem Brandon Roy tryggði fyrrnefnda liðinu sigur með þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út.

Körfubolti