NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

NBA: Mikil barátta um 8. sætið í Vesturdeildinni

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver og Golden State há mikla baráttu um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þar sem þau eru nú hnífjöfn í áttunda og níunda sæti.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaq gerir gæfumuninn hjá Phoenix

Tracy McGrady, leikmaður Houston Rockets, segir að lið Phoenix Suns hafi hagnast verulega á því að næla í miðherjann Shaquille O´Neal í vetur og enginn hafi hagnast meira á því en framherjinn Amare Stoudemire.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers vann Kyrrahafsriðilinn

Nokkrir stórleikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers tryggði sér sigur í Kyrrahafsriðlinum með sigri á New Orleans 107-104 og vann riðil sinn í fyrsta skipti í fjögur ár. Liðið tryggði sér þar með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Houston - Phoenix í beinni á Stöð 2 Sport í nótt

Síðasta beina útsendingin frá deildarkeppninni í NBA verður á Stöð 2 Sport klukkan hálfeitt í nótt þar sem Houston tekur á móti Phoenix. Hér er á ferðinni harður slagur tveggja liða sem eru að berjast um að ná sem bestri stöðu inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Útlitið dökkt hjá Golden State

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Staða Golden State í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni versnaði til muna þegar liðið tapaði 114-105 fyrir Denver á heimavelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Phoenix vann í San Antonio

Níu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Phoenix vann góðan sigur á San Antonio á útivelli 96-79 í baráttunni í Vesturdeildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Utah skellti New Orleans

Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. New Orleans setti vafasamt met í vetur þegar liðið skoraði aðeins 66 stig á heimavelli í 77-66 tapi fyrir Utah í Vesturdeildarslagnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Ewing, Olajuwon og Riley í heiðurshöllina

Miðherjarnir Patrick Ewing og Hakeem Olajuwon eru á meðal þeirra sem vígðir verða inn í heiðurshöll körfuboltans í september næstkomandi. Fimmfaldur meistaraþjálfarinn Pat Riley var einnig á meðal þeirra sem komust inn að þessu sinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Mikilvægur sigur hjá Dallas

Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann mjög mikilvægan útisigur á Phoenix 105-98 og styrkti stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Boston á sigurbraut

Sex leikir voru háðir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics trjónir á toppi síns riðils en liðið vann Charlotte á útivelli 101-78. Leon Powe skoraði 22 stig fyrir Boston og tók 9 fráköst.

Körfubolti
Fréttamynd

Utah rassskellti San Antonio

Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst LA Lakers vann Dallas og New Orleans Hornets festi tak sitt á efsta Vesturstrandarinnar með sigri á New York Knicks, 118-110, á meðan San Antonio Spurs var rassskellt af Utah Jazz.

Körfubolti
Fréttamynd

Barnalán í Boston

Leikmönnum Boston Celtics hefur gengið allt í haginn innan sem utan vallar í vetur. Liðið er með bestan árangur allra liða í NBA deildinni, en þar fyrir utan hafa nokkrir leikmanna liðsins orðið svo heppnir að verða feður á árinu.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Hughes góður gegn gömlu félögunum

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Chicago vann nokkuð óvæntan útisigur á Cleveland 101-98 þar sem Larry Hughes var fyrrum félögum sínum erfiður og skoraði 25 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Chicago en LeBron James skoraði 33 stig fyrir Cleveland.

Körfubolti
Fréttamynd

Brown er farið að leiðast

Larry Brown segir að sér sé farið að leiðast þófið á skrifstofunni hjá Philadelphia 76ers og segist vilja snúa sér aftur að þjálfun á næsta keppnistímabili. Til greina komi að þjálfa í NBA eða í háskólaboltanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Nýr forseti hjá New York Knicks

Donnie Walsh, fyrrum yfirmaður Indiana Pacers, var í dag ráðinn forseti New York Knicks í NBA deildinni. Hann tekur þar með við starfi Isiah Thomas, en sá síðarnefndi mun halda starfi sínu sem þjálfari liðsins eitthvað lengur.

Körfubolti
Fréttamynd

Gasol væntanlega með Lakers í nótt

Spánverjinn Pau Gasol verður væntanlega í byrjunarliði LA Lakers í kvöld þegar liðið tekur á móti Portland Trailblazers í NBA deildinni. Gasol hefur misst af síðustu níu leikjum liðsins vegna ökklameiðsla og hefur það tapað fjórum þeirra.

Körfubolti
Fréttamynd

Chamberlain á frímerki?

Svo gæti farið að körfuboltagoðsögnin Wilt Chamberlain yrði þess heiðurs aðnjótandi í framtíðinni að fá andlit sitt prentað á frímerki í Bandaríkjunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Tímabilið búið hjá TCU

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU léku í gær sinn síðasta leik á tímabilinu en liðið féll úr leik í WNIT-úrslitakeppninni er liðið tapaði fyrir Colorado í framlengdum leik, 96-90.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Denver í áttunda sætið

Denver vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State á heimavelli sínum 119-112. Sigurinn þýðir að Denver hefur nú stokkið upp fyrir Golden State í áttunda og síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni í NBA.

Körfubolti