Beverley í fjögurra leikja bann Patrick Beverley, leikmaður Milwaukee Bucks, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann af NBA deildinni en hann kastaði bolta í áhorfanda þegar lið hans tapaði gegn Indiana Pacers þann 2. maí. Körfubolti 9. maí 2024 23:16
Eiginkona Jokic í hjartnæmu myndbandi um þann besta Serbneski miðherjinn Nikola Jokic var í gær útnefndur verðmætasti leikmaður (e. MVP) NBA-deildarinnar í körfubolta í þriðja sinn og er kominn í hóp með Larry Bird og Magic Johnson. Körfubolti 9. maí 2024 09:31
Fékk yfirburðarkosningu sem varnarmaður ársins Frakkinn Rudy Gobert jafnaði met í NBA deildinni í körfubolta þegar hann var kjörinn besti varnarmaður deildarinnar í fjórða skiptið á ferlinum. Körfubolti 8. maí 2024 13:01
Litli Jordan vill alls ekki vera líkt við Jordan Fátt er meira talað um þessa dagana í NBA heiminum en ungstirnið Anthony Edwards. Körfubolti 8. maí 2024 11:00
OKC áfram taplaust og Boston byrjar vel Boston Celtics og Oklahoma City Thunder byrjuðu bæði mjög vel í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Körfubolti 8. maí 2024 07:20
Kosinn nýliði ársins með fullu húsi Franski körfuboltamaðurinn Victor Wembanyama hjá San Antonio Spurs var valinn nýliði ársins í NBA-deildinni með fullu húsi stiga. Körfubolti 7. maí 2024 12:00
Riley sagði Butler að halda kjafti og lofaði honum ekki nýjum samningi Pat Riley, forseti Miami Heat, gaf Jimmy Butler engan afslátt á blaðamannafundi í gær, sagði að hann ætti að loka þverrifunni á sér og yrði spila meira ef hann vildi fá nýjan samning hjá félaginu. Körfubolti 7. maí 2024 11:00
Brunson í fámennan klúbb og Knicks veittu fyrsta höggið New York Knicks höfðu betur í fyrsta leik gegn Indiana Pacers í gærkvöld, 121-117, í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Minnesota Timberwolves eru komnir í 2-0 gegn Denver Nuggets eftir 106-80 sigur í undanúrslitum vesturdeildar. Körfubolti 7. maí 2024 07:30
Þjálfari Luka og Kyrie framlengir Jason Kidd hefur skrifað undir margra ára framlengingu á samningi sínum við NBA-liðið Dallas Mavericks. Lærisveinar Kidd mæta Oklahoma City Thunder í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturhluta deildarinnar á miðvikudaginn kemur. Körfubolti 6. maí 2024 20:16
„BLE-bræður eru brjálaðir!“ Strákarnir í Lögmáli leiksins kryfja nýlega verðlaunaafhendingu í NBA-deildinni vestanhafs í þætti kvöldsins. Körfubolti 6. maí 2024 16:31
Mitchell skaut Cleveland í undanúrslit Austursins Cleveland Cavaliers hafði betur í oddaleik gegn Orlando Magic í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Austurhluta NBA-deildarinnar í körfubolta. Donovan Mitchell skoraði 39 stig fyrir Cleveland í leik sem endaði 106-94. Körfubolti 5. maí 2024 23:00
Bara þrjú af tíu líklegustu NBA-liðunum komust í aðra umferð NBA deildin í körfubolta hefur komið mörgum á óvart á þessu tímabili og það sést á því hvaða lið eru enn á lífi eftir fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 5. maí 2024 12:01
NBA meistararnir réðu ekki við hinn magnaða Anthony Edwards Minnesota Timberwolves er komið í 1-0 á móti ríkjandi NBA meisturum Denver Nuggets eftir sigur í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Körfubolti 5. maí 2024 08:31
Darius Morris látinn aðeins þrjátíu og þriggja ára að aldri Körfuknattleiksmaðurinn Darius Aaron Morris er látinn aðeins 33 ára að aldri. Hann lék með liðum á borð við Los Angeles Lakers og Clippers, Memphis Grizzlies, Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets frá árunum 2011. Körfubolti 4. maí 2024 21:15
Kyrie kann að loka einvígum og Dallas sló loksins út Clippers Dallas Mavericks varð í nótt fjórða og síðasta liðið í Vesturdeildinni til að tryggja sér sæti í undanúrslitum í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en við fáum aftur á móti oddaleik í síðasta einvíginu austan megin. Körfubolti 4. maí 2024 09:30
Kastaði bolta í áhorfanda eftir tap Patrick Beverley, leikmaður Milwaukee Bucks, missti stjórn á skapi sínu undir lok leiksins gegn Indiana Pacers í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í gær. Hann kastaði bolta í áhorfanda. Körfubolti 3. maí 2024 15:01
Knicks og Pacers hefja nýtt einvígi á mánudag New York Knicks og Indiana Pacers mætast í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Þetta varð ljóst í nótt þegar bæði lið slógu út andstæðinga sína með því að vinna einvígi 4-2. Körfubolti 3. maí 2024 07:31
Eigendur 76ers gefa miða svo Knicks aðdáendur taki ekki aftur yfir Eigendur Philadelphia 76ers keyptu sjálfir og gáfu frá sér 2000 miða á leik liðsins gegn New York Knicks í úrslitakeppni NBA svo aðdáendur gestanna verði ekki eins sjáanlegir og síðasta leik. Körfubolti 2. maí 2024 22:30
Veikur og meiddur Doncic fór á kostum og Boston flaug áfram Boston Celtics slógu Miami Heat út með þægilegum hætti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og eru komnir í undanúrslit austurdeildarinnar. Dallas Mavericks er einum sigri frá því að slá út LA Clippers. Körfubolti 2. maí 2024 07:30
Bucks í sögubækurnar eftir sigurinn á Pacers Milwaukee Bucks komst í sögubækur NBA-deildarinnar í körfubolta þegar liðið hélt einvígi sínu gegn Indiana Pacers í úrslitakeppni deildarinnar á lífi. Körfubolti 1. maí 2024 23:00
Ein af stóru Sólunum gæti fært sig yfir í Stóra eplið Devin Booker, ein af stórstjörnum Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta, virðist vera á leið frá félaginu. Er hann sterklega orðaður við New York Knicks sem virðist til í að gera nærri hvað sem er til að fá Booker í sínar raðir. Körfubolti 1. maí 2024 18:00
Magnaður Maxey bjargaði Sixers frá sumarfríi Ótrúlegar hetjudáðir Tyreses Maxey komu í veg fyrir að Philadelphia 76ers færi í snemmbúið sumarfrí. Hann skoraði sjö stig á síðustu 29 sekúndum leiksins gegn New York Knicks í nótt. Körfubolti 1. maí 2024 09:32
LeBron gæti fengið sig lausan frá Lakers og verið án félags í sumar Það rignir inn fréttum af Los Angeles Lakers eftir að liðið féll úr leik gegn Denver Nuggets í 8-liða úrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 1. maí 2024 07:01
Lakers lætur Ham líklega fara Það virðist sem Los Angeles Lakers mæti til leiks með nýjan þjálfara þegar næsta tímabil í NBA-deildinni í körfubolta hefst. Körfubolti 30. apríl 2024 17:55
LeBron James gæti hafa spilað kveðjuleik sinn LeBron James skoraði 30 stig og átti 11 stoðsendingar fyrir LA Lakers í gærkvöld en það dugði ekki til í leik sem reyndist síðasti leikur liðsins á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 30. apríl 2024 07:31
„Gæinn væri Alpha hundur í öllum liðum“ Lögmál leiksins er á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta er nú í fullum gangi og það er því um nóg að tala í þætti kvöldsins. Körfubolti 29. apríl 2024 16:01
Fyrstir áfram en þjálfarinn meiddist alvarlega þegar leikmaður hans lenti á honum Minnesota Timberwolves urðu í gærkvöld fyrstir til þess að tryggja sig áfram í undanúrslit vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta en það gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Risaframmistaða Devin Booker dugði Phoenix Suns ekki. Körfubolti 29. apríl 2024 07:31
Brunson skaut Philadelphia í kaf New York Knicks lagði Philadelphia 76ers í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Jalen Brunson var hreint út sagt ótrúlegur í fimm stiga sigri Knicks, lokatölur 97-92. Sigurinn þýðir að Knicks er aðeins einum sigri frá sæti í undanúrslitum. Körfubolti 28. apríl 2024 21:00
LeBron og Davis köstuðu líflínu til Lakers Los Angeles Lakers forðaðist sumarfrí með sigri á Denver Nuggets, 119-108, í fjórða leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Körfubolti 28. apríl 2024 09:23
Bucks líklega án beggja ofurstjarna sinna í leik fjögur Damian Lillard, önnur af stórstjörnum Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta, er tæpur fyrir fjórða leik Bucks og Indiana Pacers í úrslitakeppni deildarinnar. Staðan í einvíginu er 2-1 Pacers í vil. Körfubolti 27. apríl 2024 23:01