Brady samþykktur en þarf að fylgja ströngum reglum Tom Brady var í gær samþykktur sem nýr hluteigandi í NFL félaginu Las Vegas Raiders. Það mun þó trufla starfið hans sem sjónvarpslýsenda. Sport 16. október 2024 11:02
Fóturinn í tvennt hjá einum besta varnarmanni NFL Detroit Lions vann 47-9 stórsigur á Dallas Cowboys i NFL deildinni um helgina en liðið varð samt fyrir miklu áfalli í leiknum. Sport 15. október 2024 11:01
Sektum rignir á NFL-leikmenn vegna byssufagna NFL-deildin í Bandaríkjunum tekur hart á hvers kyns fagnaðarlátum leikmanna deildarinnar sem tengjast skotvopnum. Fjölmargir leikmenn hafa verið sektaðir vegna þessa síðustu vikurnar. Sport 13. október 2024 11:00
Það besta og versta í NFL-deildinni Lokasóknin tekur vikulega saman allt það flottasta sem og allt það versta sem gerist í hverri umferð NFL-deildarinnar. Sport 11. október 2024 13:32
Hundrað og fimmtíu kíló en fer auðveldlega í heljarstökk Khalen Saunders hjá New Orleans Saints stal senunni í síðustu umferð NFL-deildarinnar. Sport 10. október 2024 12:02
Bannað að kveðja og fjarlægður af öryggisgæslu Robert Saleh var í gær vísað úr starfi yfirþjálfara hjá NFL-liðinu New York Jets. Brottvísunin þykir umdeild vestanhafs og ekki síður hvernig að henni var staðið. Sport 9. október 2024 17:47
Dæmdur í fjögurra leikja bann vegna árásar á ólétta konu Von Miller, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann af forráðamönnum deildarinnar vegna ofbeldis í garð óléttrar kærustu hans. Engin ákæra hefur verið gefin út á hendur leikmanninum. Sport 3. október 2024 11:00
Spilaði fullkominn leik í sigri á Sjóhaukunum Jared Goff, leikstjórnandi Detroit Lions, skráði sig í sögubækurnar í nótt er lið hans lagði Seattle Sehawks, 42-29, í NFL-deildinni. Sport 1. október 2024 11:03
Meistararnir finna alltaf leið til að vinna Kansas City Chiefs er enn með fullt hús í NFL-deildinni þó svo liðið sé allt annað en sannfærandi í sínum leik. Liðið kann þó að vinna leiki og gerir það viku eftir viku. Sport 30. september 2024 09:03
Favre opinberar baráttu við Parkinsons: „Fékk þúsundir heilahristinga“ NFL-goðsögnin Brett Favre greindi frá því í gærkvöld að hann hefði greinst með Parkinson's sjúkdóminn er hann ávarpaði velferðarnefnd á vegum Bandaríkjaþings. Favre hefur áður sagst hafa hlotið þúsundi heilahristinga á ferli sínum í NFL-deildinni. Sport 25. september 2024 07:02
Dagfarsprúði maðurinn aldrei verið eins reiður Allt er í báli og brandi hjá ameríska fótboltaliðinu Jacksonville Jaguars og er eigandi liðsins, Shahid Khan, sagður ævareiður yfir stöðunni. Félagið þurfti að þola eitt stærsta tap í sögu þess í gærkvöld. Sport 24. september 2024 21:46
Óttast um öryggi fjölskyldunnar og neyðist til að flytja Dan Campbell, þjálfari Detroit Lions í NFL-deildinni, er að selja hús sitt í Detroit vegna ótta um öryggi fjölskyldu sinnar. Það er í kjölfar þess að stuðningsmenn liðsins fundu út hvar þjálfarinn á heima. Sport 20. september 2024 13:01
Frá um hríð og fundar með taugalæknum Tua Tagovailoa, leikstjórnandi Miami Dolphins í NFL-deildinni, mun ekki spila með liðinu næstu vikur eftir þriðja heilahristing hans á ferlinum. Fundir með læknum eru næstir á dagskrá. Sport 18. september 2024 16:30
„Pælið í að vera á móti þessum gæja í stórfiskaleik“ Misgóð tilþrif sáust í NFL-deildinni um síðustu helgi. Einhverjir sýndu frábær tilþrif, til að mynda Kyler Murray í liði Arizona Cardinals, en aðrir verri, eins og David Montgomery í liði Detroit Lions. Sport 18. september 2024 16:02
Gat ekki kastað því liðsfélaginn ældi á boltann Furðulegt atvik átti sér stað í leik Green Bay Packers og Indianapolis Colts í NFL-deildinni vestanhafs í gær. Magapest sóknarlínumanns fyrrnefnda liðsins hafði áhrif á leikinn. Sport 16. september 2024 11:32
Madden bölvunin náði í nýtt fórnarlamb í NFL deildinni Besti hlaupari NFL-deildarinnar missti af fyrstu umferðinni um síðustu helgi og nú er ljóst að hann spilar heldur ekki næstu fjóra leiki síns liðs. Sport 15. september 2024 11:02
Óttast um Tua eftir enn eitt hryllilega höfuðhöggið: „Ég bið fyrir honum“ Það virðist ekki ætla af Tua Tagovailoa, leikstjórnanda Miami Dolphins í NFL-deildinni, að ganga. Hann virðist hafa fengið sinn þriðja heilahristing á ferlinum í leik liðsins í nótt og óttast margur að ferill hans sé á enda. Sport 13. september 2024 08:45
Viðurkennir mistök en segir lögregluna hafa „lamið hundinn úr sér“ Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni, viðurkennir að hann hefði getað gert hlutina öðruvísi þegar lögreglan stöðvaði hann á leið hans á leikvang Höfrunganna. Hill gagnrýnir þó framgang lögreglumannanna sem grýttu honum í jörðina áður en þeir handjárnuðu hann og settu hné sitt í bakið á honum. Sport 12. september 2024 23:02
Laug til um hakkara en bar sjálfur ábyrgð á unaðsstunum Shannon Sharpe, fjölmiðlamaður og fyrrverandi NFL-leikmaður, hefur viðurkennt að bein útsending hans á Instagram Live, þar sem heyra mátti karl og konu stynja ítrekað, hafi ekki verið á ábyrgð hakkara. Hann hafi sjálfur óvart kveikt á útsendingunni. Lífið 12. september 2024 16:13
Watson sakaður um kynferðisbrot á nýjan leik Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns í NFL-deildinni, hefur verið ásakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik. NFL-deildin hefur gefið út að hún sé með málið til skoðunar. Sport 10. september 2024 23:31
Keypti skyrtu rétt fyrir útsendingu: „Er í veseni með brjóstin“ Fyrrum sóknarlínumaðurinn Jason Kelce þreytti frumraun sína í umfjöllun um NFL-deildina á ESPN vestanhafs í gærkvöld en það var ekki áfallalaust. Hann gleymdi jakkafötunum sínum heima. Sport 10. september 2024 15:00
Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Myndskeið af handtöku Tyreeks Hill, útherja Miami Dolphins í NFL-deildinni, úr líkamsmyndavél lögreglumanna sem framkvæmdu handtökuna hefur verið gefið út. Hegðun lögreglumannana þykir hneykslanleg og hefur Hill gagnrýnt viðkomandi. Sport 10. september 2024 09:55
Kærastar Ólympíumeistaranna í stuði Simone Biles og Sophia Smith eru báðar nýkomnar heim af Ólympíuleikunum í París með gullverðlaun um hálsinn og góð frammistaða þeirra hafði greinilega mjög góð áhrif á kærasta þeirra. Sport 9. september 2024 12:02
Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. Sport 9. september 2024 09:31
Fær milljón á klukkutíma í laun með besta samningi sögunnar Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowboys, skrifaði loks undir nýjan samning við félagið sem gerir hann að launahæsta leikmanni í sögu NFL-deildarinnar. Sport 8. september 2024 19:31
Kendrick sér um hálfleikstónleika Ofurskálarinnar Bandaríski rapparinn Kendrick Lamar mun mun troða upp í hálfleik Ofurskálar NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta á næsta ári. Lífið 8. september 2024 16:04
Tyreek Hill slengt handjárnuðum í jörðina á leikdegi Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni, vonar að fall sé fararheill en hann var handtekinn á leið sinni á heimavöll Dolphins í dag. Höfrungarnir leika fyrsta leik sinn á leiktíðinni síðar í dag, allt í beinni á Stöð 2 Sport. Sport 8. september 2024 15:25
Nýi maðurinn allt í öllu þegar Ernirnir sóttu sigur í Brasilíu Eins og þekkt er orðið spilar NFL-deildin alltaf þónokkra leiki utan Bandaríkjanna ár hvert. Að þessu sinni fór leikur Philadelphia Eagles og Green Bay Packers í São Paulo í Brasilíu. Þar stal Saquon Rasul Quevis Barkley senunni með þremur snertimörkum fyrir Ernina frá Fíladelfíu. Sport 7. september 2024 12:01
Ofurstuðningsmaður Chiefs rændi ellefu banka Einn þekktasti stuðningsmaður NFL-meistara Kansas City Chiefs er á leið í steininn og verður þar lengi. Sport 6. september 2024 12:31
Voru einni stórri tá frá því að vinna meistarana Tímabilið í NFL-deildinni hófst í nótt er meistarar Kansas City Chiefs tóku á móti Baltimore Ravens. Meistararnir höfðu betur, 27-20, í hörkuleik. Sport 6. september 2024 10:31