Sport

Síðasti dansinn hjá Kelce?

Valur Páll Eiríksson skrifar
Taylor Swift og Travis Kelce hafa verið saman fra haustinu 2023.
Taylor Swift og Travis Kelce hafa verið saman fra haustinu 2023. EPA

Er Travis Kelce að spila síðustu leiki sína í NFL-deildinni þessa dagana? Líkurnar á því virðast aukast, samkvæmt fregnum vestanhafs.

Orðrómar um að Kelce leggi skó sína á hilluna frægu hafa sífellt orðið háværari eftir því sem liðið hefur á leiktíðina. Kelce hefur verið einn fremsti innherji NFL-deildarinnar í frábæru og sigursælu Kansas City Chiefs liði.

Kelce veit allt um hversu erfið ákvörðunin er. Fyrir tveimur árum síðan sat hann blaðamannafund er bróðir hans, Jason Kelce, þá 36 ára, hætti eftir 13 ára feril sem varnarmaður með Philadelphia Eagles.

Kelce yngri er nú í sömu sporum. Hann er tveimur árum yngri en Jason, og hefur leikið í 13 ár í deildinni og er 36 ára.

Kelce-bræður halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi Bandaríkjanna, New Heights, og ljóst að hann mun hafa í nógu að snúast þó að takkaskórnir fari á hilluna. Hann segist hafa íhugað að hætta eftir að Philadelphia Eagles komi í veg fyrir að Kansas ynni þriðju Ofurskálina í röð síðasta vetur.

Kansas-liðar hafa átt sína verstu leiktíð í meira en áratug og ljóst að þeir fara ekki í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í ellefu ár eftir að hafa unnið Ofurskálina þrisvar á síðustu sex árum.

Kelce mun giftast unnustu sinni, söngkonunni Taylor Swift, næsta sumar og má vel vera að hann kalli þetta gott.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×