Stolt af fjölbreytninni Hinsegin dagar í Reykjavík, sem nú eru orðnir fjögurra daga hátíð, ná hámarki í dag með Gleðigöngu tuga þúsunda í gegnum miðborgina. Hátíðin er skipulögð af samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki til að undirstrika réttindi þeirra, tilveru og sýnileika en er þó fyrir löngu orðin hátíð allra Reykvíkinga, svona rétt eins og sautjándi júní eða Menningarnótt. Fastir pennar 6. ágúst 2011 06:00
Höfum við efni á norrænni velferð? Gerð fjárlaga fyrir næsta ár verður ekki auðveldari en fjárlagagerðin í fyrra. Sennilega þarf að taka enn óvinsælli ákvarðanir en undanfarin ár, þótt mörgum hafi þótt glíman við hallarekstur ríkissjóðs erfið hingað til. Fastir pennar 5. ágúst 2011 06:00
Kolruglaður kjötmarkaður Í grein Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors í Fréttablaðinu í gær, sem víða hefur verið til umfjöllunar, hrekur hann alls konar vitleysu sem haldið er fram um útflutning á sauðfjárafurðum. Fastir pennar 4. ágúst 2011 07:30
Velferð dýra í fyrirrúmi Drög að nýju frumvarpi til laga um velferð dýra, sem Fréttablaðið hefur sagt frá, taka á mörgum gloppum í núverandi löggjöf og margs konar vanrækslu og illri meðferð á dýrum sem því miður viðgengst í samfélagi okkar, sem á þó að heita siðað. Skoðun 18. júlí 2011 06:00
Nördarnir eru framtíðin Formenn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins, þeir Vilmundur Jósefsson og Helgi Magnússon, ásamt Jürgen Thumann, formanni Businesseurope, samtaka atvinnulífsins í Evrópu, skrifuðu grein hér í blaðið í fyrradag þar sem þeir vöktu athygli á skorti á tæknimenntuðu fólki á evrópskum vinnumarkaði. Þeir vitna til nýrrar könnunar á vegum Businesseurope, þar sem fram kemur að skortur á fólki með tækni- og vísindaþekkingu geti orðið einn helzti dragbíturinn á hagvöxt og framfarir í álfunni á komandi árum. Fastir pennar 16. júlí 2011 06:00
Sektum sóðana Samkvæmt nýjum lögum, sem tóku gildi í Svíþjóð fyrir nokkrum dögum, má lögreglan sekta fólk á staðnum fyrir að fleygja rusli. Sá sem fleygir til dæmis bjórdós eða samlokubréfi í almenningsgarði má gera ráð fyrir að punga út 800 sænskum krónum, hátt í fimmtán þúsund íslenzkum, þar og þá. Fastir pennar 15. júlí 2011 06:00
Tímaskekkjur í skipulaginu Eftir annan brunann á sjö árum í endurvinnslustöð Hringrásar við Klettagarða hljóta borgaryfirvöld í Reykjavík að skoða vel hvort ástæða sé til að finna fyrirtækinu nýjan stað. Hringrás stundar mikilvæga starfsemi en hún á ekki heima ofan í íbúðahverfi. Í brunanum aðfaranótt þriðjudags átti það sama við og í brunanum 2004 (og raunar líka þegar kveikt var í dekkjahaug fyrirtækisins á Akureyri 2007) að hagstæð vindátt bjargaði því að ekki fór miklu verr. Baneitraðan reykinn frá brennandi dekkjum hefði getað lagt til norðurs yfir þétta íbúðabyggð, þar með talin dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra, með tilheyrandi raski, heilsu- og eignatjóni. Fastir pennar 14. júlí 2011 06:00
Ástæðulaus ótti Af orðum Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eftir fund hennar með Angelu Merkel, kanzlara Þýzkalands, má ráða að Merkel hafi tekið vel í að Ísland fengi sérlausnir á sviði landbúnaðar- og sjávarútvegsmála í aðildarsamningi við Evrópusambandið. Hún hafi þó ekki verið hrifin af hugmyndum Íslendinga um að viðhalda takmörkunum á fjárfestingum Fastir pennar 13. júlí 2011 06:00
Varnarlínur gegn skynsemi Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er að sumu leyti eins og himnasending fyrir þá sem vilja sem allra minnstar breytingar á íslenzka landbúnaðarkerfinu. Andstæðingar breytinga geta nú sett þær allar í einn pakka merktan ESB og barizt svo gegn þeim á þeim forsendum að við ætlum nú ekki að láta útlendinga segja okkur hvernig eigi að reka íslenzkan landbúnað. Fastir pennar 12. júlí 2011 06:00
Ekki tefja nýtt fangelsi Ófremdarástandið í fangelsismálum er að verða óbærilegt. Öll fangelsi landsins eru yfirfull og yfir 300 manns á boðunarlista Fangelsismálastofnunar, þ.e. búnir að fá fangelsisdóm en komast ekki í afplánun. Fastir pennar 9. júlí 2011 09:00
Skref í átt að sæmilegri sátt Mikilvægt skref er stigið í átt til sáttar um hvar má virkja á landinu og hvar ekki með skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Verkefnisstjórnin skilaði af sér í fyrradag og hefur raðað í forgangsröð 66 virkjunarmöguleikum af alls 84 sem voru til umfjöllunar. Um afganginn skorti vísindaleg gögn, þannig að þeir virkjunarkostir verða metnir síðar. Fastir pennar 8. júlí 2011 07:15
Ógagnleg upphlaup Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur farið fram á skyndifund í utanríkismálanefnd Alþingis til að ræða ummæli Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra við upphaf formlegra aðildarviðræðna við Evrópusambandið í Brussel. Össur sagðist þar ekki telja að Ísland þyrfti undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þetta telur Sigmundur Davíð ekki samrýmast samningsviðmiðum um sjávarútvegsmál í áliti meirihluta utanríkismálanefndar um aðildarumsókn Íslands. Fastir pennar 7. júlí 2011 07:30
„Mjög sláandi“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að ríkistjórnin væri tæplega hálfnuð með áform sín um að fækka ríkisstofnunum um 30 til 40 prósent. Þegar hefur þeim fækkað um 30, sem samsvarar um 15 prósentum, en ríkisstofnanirnar voru 200. Fyrir lok næsta árs á að vera búið að fækka þeim um 30-50 í viðbót. Fastir pennar 6. júlí 2011 08:00
Hagsmunir fórnarlambanna Tillaga Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, um að skoðað verði hvort ástæða sé til að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verði látin sjá um að rannsaka alvarleg kynferðisbrot um allt land, hefur vakið hörð viðbrögð hjá lögreglumönnum víða á landsbyggðinni. Fastir pennar 5. júlí 2011 07:00
Ráðherrann og fyrirspyrjandinn Fyrirspurnir alþingismanna til ráðherra eru mikilvægur þáttur í aðhaldi þingsins með framkvæmdarvaldinu. Þessi réttur þingmanna er þó stundum misnotaður; stundum liggja svörin þegar fyrir og stundum spyrja þeir spurninga sem leiða af sér mikla vinnu fyrir ráðuneytin án þess að við blasi að upplýsingarnar skipti miklu máli. Fastir pennar 2. júlí 2011 07:00
Gervihnattapólitík Þeir sem vilja flýta vegaframkvæmdum og fjármagna þær með veggjöldum virðast ekki hafa hugsað málið til enda. Fastir pennar 1. júlí 2011 07:00
Hvað er áróður? Deilan um auglýsingar alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna IFAW og Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja í Leifsstöð er áhugaverð. Í auglýsingunum voru ferðamenn hvattir til að skoða hvali fremur en að leggja sér þá til munns. Fólk var hvatt til að yfirgefa ekki Ísland með óbragð í munni. Fastir pennar 30. júní 2011 07:00
Vandinn í raun Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður Heimssýnar, spurði í grein hér í blaðinu í gær: "Hver er í raun vandi Grikkja?“ Greininni lauk hann reyndar án þess að svara spurningunni, en helzt var á honum að skilja að vandinn væri í því fólginn að hið vonda Evrópusamband skipaði nú Grikkjum að skera niður ríkisútgjöld og einkavæða ríkisfyrirtæki. Fastir pennar 29. júní 2011 06:00
Skylda að ná góðum samningi Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust. Fastir pennar 28. júní 2011 07:00
Kjötkatli lokað Alþingismenn tóku rétta ákvörðun þegar þeir urðu sammála um að hætta að úthluta sjálfir alls konar smástyrkjum til góðra mála, eins og venjan hefur verið lengi. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær hefur fjárlaganefnd nú ákveðið að færa þessa úthlutun frá þinginu og í hendur sjóða, sveitarfélaga og ráðuneyta. Fastir pennar 24. júní 2011 09:00
Af hverju leynd? Fréttir Fréttablaðsins af stundvísi flugfélaga hafa vakið talsverða athygli og viðbrögð. Blaðið sagði frá því í fyrradag að yfir sumarmánuðina, þegar ferðalög landsmanna eru í hámarki, var í fyrra einungis rúmlega þriðjungur flugferða Iceland Express um Keflavíkurflugvöll á áætlun og tæplega 74 prósent ferða Icelandair. Hins vegar var norræna flugfélagið SAS á áætlun í rúmlega 93 prósentum tilvika. Fastir pennar 23. júní 2011 06:00
Sáttaleiðin Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur nú sagt sitt álit á hugmyndum ríkisstjórnarinnar um róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það er mjög samhljóða skýrslu innlendra hagfræðinga, sem sjávarútvegsráðherra fékk til að rýna frumvarp sitt til breytinga á fiskveiðistjórnunarlögunum. Fastir pennar 22. júní 2011 06:00
Gerum við okkar bezta? Í tilefni af alþjóðadegi flóttamanna í gær birti Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) skýrslu um stöðu flóttamanna á heimsvísu. Þar eru ýmsar sláandi upplýsingar. Þegar Flóttamannahjálpin var stofnuð fyrir 60 árum fór hún með mál um 2,1 milljónar flóttamanna, sem hafði hrakizt frá heimilum sínum vegna ófriðarins í Evrópu. Nú er hins vegar talið að flóttamenn séu tæplega 44 milljónir. Fastir pennar 21. júní 2011 06:00
Að dreifa eymdinni sem jafnast Eftir að hópur hagfræðinga gaf frumvarpi sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnuninni falleinkunn er viðkvæðið í stjórnarliðinu, einkum hjá þingmönnum og ráðherrum Vinstri grænna, að málið snúist um „fleira en hagfræði“. Með því er í raun verið að segja að ekki eigi að reka sjávarútveg á Íslandi með hagkvæmasta mögulega hætti. Fastir pennar 20. júní 2011 07:00
Ekki steinn yfir steini Skýrsla hóps hagfræðinga, sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra valdi sjálfur til að greina áhrif frumvarps síns um breytingar á fiskveiðistjórnuninni á hag sjávarútvegsins, er samfelldur áfellisdómur yfir málinu. Hagfræðingahópurinn tekur undir nánast öll atriði í þeirri gagnrýni sem þegar hefur komið fram á frumvarpið – og gott betur. Hann rífur málatilbúnað sjávarútvegsráðherrans niður þannig að þar stendur ekki steinn yfir steini. Fastir pennar 18. júní 2011 06:00
Góðar fréttir af unglingunum Áhyggjur af því að siðgæði næstu kynslóðar fari hrakandi eru líklega jafngamlar siðmenningunni. Þeim eldri finnst oft innprentun góðra siða, gilda og aga hafa tekizt illa hjá þeim yngri. Samt skrimtir mannkynið og má jafnvel halda því fram að margt hafi skánað í aldanna rás. Fastir pennar 15. júní 2011 07:00
Auðmýkt er eina leiðin Skýrsla rannsóknarnefndar kirkjuþings er vandað plagg. Hún staðfestir það sem margir töldu í raun liggja fyrir; að ýmsir starfsmenn og stofnanir kirkjunnar gerðu mistök þegar ásakanir komu fram um kynferðisbrot á hendur Ólafi Skúlasyni, þáverandi biskupi Íslands, árið 1996. Alls eru tilgreindir í skýrslunni 23 núlifandi einstaklingar, sem taldir eru hafa gert mistök í málinu. Þeirra á meðal eru ýmsir sem enn starfa á vettvangi kirkjunnar, þar með talinn biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson. Fastir pennar 14. júní 2011 00:01
Hvern dæmir sagan? Málareksturinn gegn Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdómi ber mörg einkenni pólitískra réttarhalda. Fastir pennar 10. júní 2011 00:01
Hvað er íslenzki sjávarklasinn? Kortlagning íslenzka sjávarklasans, sem kynnt var í fyrradag, er þarft verkefni og líklegt til að bæði breyta og skerpa sýn okkar á sjávartengda atvinnustarfsemi á Íslandi. Yfirlýst markmið verkefnisins, sem Háskóli Íslands og ýmis fyrirtæki standa að, er að „kortleggja alla starfsemi í sjávarklasanum, efla vitund, áhuga og samstarf og móta stefnu um sjávarklasann á Íslandi“. Fastir pennar 26. maí 2011 08:00