Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Höfum engu að tapa

    Lokaúrslitin í umspilskeppni N1-deildar karla hefjast í Vodafone-höllinni í kvöld en þá mætast Valur og Stjarnan. Það lið sem vinnur fyrst tvo leiki spilar í N1-deild karla á næstu leiktíð.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Víkingur 27-19

    Stjarnan vann Víking, 27-19, í oddaleik í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í N1-deild karla í handknattleik. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og gáfu aldrei neitt eftir. Liðið byrjaði leikinn á því að komast í 5-0 og það forskot fór aldrei.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan knúði fram oddaleik

    Valur er komið áfram í úrslitaleik umspilskeppni N1-deildar karla en Stjörnumenn náðu að knýja fram oddaleik gegn Víkingi í sinni rimmu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Daníel Freyr bestur

    Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, var kjörinn besti leikmaður umferða 15-21 á hófi sem Handknattleikssamband Íslands stóð fyrir í hádeginu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Víkingur og Valur í góðum málum

    Stjarnan skoraði aðeins fimm mörk í fyrri hálfleik þegar að liðið tapaði fyrir Víkingi á heimavelli, 19-16, er umspilskeppni N1-deildar karla hófst í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Mál Einars skýrast líklega í dag

    Norska handknattleiksfélagið Molde birti frétt á Facebook-síðu sinni í gær um að Einar Jónsson væri búinn að skrifa undir samning við félagið. Sú frétt reyndist ekki vera rétt. Það er samt ekki enn búið að fjarlægja fréttina.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sárnaði umræðan

    Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson hefur verið gagnrýndur fyrir að gefa ekki kost á sér í heimsmeistaramótið í handknattleik sem fram fór í janúar. Mörgum þótti það skrýtið að Alexander gæti spilað með félagsliði sínu en ekki landsliðinu og umræðan fór ekki fram hjá leikmanninum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gæti reynst fordæmisgefandi

    Kári Kristján Kristjánsson segist hafa spilað með íslenska landsliðinu í góðri trú eftir að hafa fengið leikheimild hjá læknum Wetzlar. Landsliðsþjálfarinn lýsir mikilli óánægju með vinnubrögð forráðamanna Wetzlar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fyrirliðinn með fullt hús

    Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti frábæran leik í sigrinum í Slóveníu á miðvikudagskvöldið og kórónaði síðan flotta frammistöðu með því að skora sigurmarkið á lokamínútunni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Óvissa með Róbert

    Ísland mætir Slóveníu klukkan 16.00 á morgun í Laugardalshöll í mikilvægum leik. Með sigri tryggir Ísland sér sæti á EM í Danmörku á næsta ári en Slóvenar mega helst ekki við því að tapa ætli þeir sér að komast upp úr riðlinum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Kári Kristján spilar í Maribor

    Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson fór í aðgerð vegna góðkynja æxlis í baki fyrir rúmum mánuði síðan. Hann er búinn að jafna sig og mun spila leikinn mikilvæga gegn Slóvenum í undankeppni EM í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gunnar Andrésson tekur við Gróttuliðinu

    Gunnar Andrésson hefur gengið frá þriggja ára samningi um að taka við liði Gróttu af Ágústi Jóhannssyni sem er á leiðinni til Danmerkur á næsta tímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gróttu. Það er ekki enn ljóst í hvaða deild Grótta spilar því liðið er á leiðinni í umspil um laust sæti í N1 deild karla.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HSÍ búið að raða upp leikjum í úrslitakeppnunum þremur

    Handknattleikssamband Íslands hefur nú gefið út hvenær leikirnir í úrslitakeppni N1 deild karla og kvenna fara fram sem og leikirnir í umspili um sæti í N1 deild karla. Úrslitakeppni kvenna hefst fimmtudaginn 4. apríl, úrslitakeppni N1 deildar karla hefst laugardaginn 13. apríl og umspilið hefst þriðjudaginn 9. apríl.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 25-21 | Mosfellingar fallnir

    Valur vann Aftureldingu í lokaumferð N1-deild karla, 25-21, og heldur sæti sínu í deildinni í bili í það minnsta en Afturelding er fallin. Frábær leikur sem bauð uppá allt en Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Vals, var frábær í fyrri hálfleik og skoraði alls sjö mörk í leiknum. Jóhann Jóhannsson var stórkostlegur fyrir gestina og gerði níu mörk.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Oddur fer til Emsdetten í sumar

    Akureyringar urðu fyrir blóðtöku í handboltanum í kvöld er það fékkst staðfest að hornamaðurinn Oddur Gretarsson væri búinn að semja við þýska félagið Emsdetten.

    Handbolti
    Fréttamynd

    "Hefðir eru hefðir"

    Algengt er að ungir handboltaiðkendur séu vígðir inn í meistaraflokka félaga sinna með rassskellingum. Nýr liðsmaður Fjölnis fékk að kynnast meistaraflokknum með flötum lófum liðsfélaga sinna á dögunum.

    Handbolti