Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    HK á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni

    HK tryggði sér áframhaldandi sæti í N1 deild karla eftir fjögurra marka sigur á ÍR, 26-22, í Austurbergi í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar. HK hefur þar með fjögurra stiga forskot á Val og fimm stiga forskot á Aftureldingu þegar aðeins ein umferð er eftir.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyringar verða áfram í N1 deildinni

    Akureyringar tryggðu sér áframhaldandi sæti í N1 deild karla í handbolta með fjögurra marka sigri á Aftureldingu, 29-25, í fallslag í næst síðustu umferð deildarkeppninnar en spilað var í Höllinni á Akureyri í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Fram 25-23

    FH tryggði sér annað sætið í N1 deild karla í handbolta í vetur eftir tveggja marka sigur á Fram, 25-23, í Kaplakrika í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar en liðin voru jöfn í öðru til þriðja sæti fyrir leikinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Landslög hafa engin áhrif

    Nemanja Malovic fer ekki af landi brott fyrr en á þriðjudag. Þangað til spilar hann með ÍBV. Forráðamenn Víkings hafa hug á að leita réttar síns.

    Handbolti
    Fréttamynd

    ÍBV með annan fótinn í efstu deild

    Nemanja Malovic, sem er í leyfisleysi á Íslandi, skoraði fjögur mörk fyrir ÍBV í kvöld er liðið vann öruggan sigur, 25-14, á Þrótti í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 13-6 fyrir Eyjamenn. Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur í liði ÍBV með átta mörk.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Florentina orðin Íslendingur

    Handknattleiksmarkvörðurinn Florentina Stanciu hjá ÍBV fékk í dag íslenskan ríkisborgararétt og hún er því orðin lögleg með íslenska landsliðinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi

    Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 23-22

    Afturelding henti Valsmönnum aftur í botnsæti N1-deildar karla er liðið vann frábæran eins marks sigur á nýkrýndum bikarmeisturum ÍR. Afturelding er með stigi meira en Valur þegar tvær umferðir eru eftir.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: HK - FH 29-27

    HK vann frábæran sigur á FH, 29-27, í N1-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Digranesinu. Leikurinn var spennandi alveg til loka og HK-ingar með gríðarlega mikilvægan sigur. Jafnræði var á með liðinum til að byrja með alltaf munaði 1-2 tveimur mörkum á þeim.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Verðum að framfylgja lögum

    Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar með tilboð frá Molde í Noregi

    Einar Jónsson, þjálfari Fram í N1-deild karla, er nú með tilboð í höndunum frá kvennaliði Molde í Noregi. Einar þjálfaði sem kunnugt er kvennalið Fram þar til nýverið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Viljum ekki skerða hlut neins

    Framkvæmdastjóri Rúv segir atvik sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla í handbolta óheppilegt. Framkvæmdastjóri HSÍ segir að reglur hafi verið í gildi á leiknum en að upplýsingagjöf hafi verið ábótavant.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Rúv bannar myndatökur á gólfinu

    Ekki verður boðið upp á neinar hefðbundnar fagnmyndir af gólfinu eftir bikarúrslitaleik Vals og Fram á eftir þar sem Rúv hefur meinað ljósmyndurum að fara inn á völlinn eftir leik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Akureyri

    ÍR marði eins marks sigur á Akureyri í háspennu leik í Breiðholtinu í dag 20-19. ÍR náði þar með fimm stiga forskoti á Akureyri í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni þegar þrjár umferðir eru eftir.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Bjarki Már undir smásjánni hjá Medvedi

    Bjarki Már Elísson, leikmaður HK og landsliðsmaður í handbolta, er undir smásjánni hjá Rússneska stórliðinu Chekhovskiye Medvedi sem mætir einmitt Íslendingaliðinu Kiel í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Þetta kom fram hjá Herði Magnússyni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - HK 30-20

    Haukar eru komnir aftur á sigurbraut í N1 deild karla í handbolta og fögnuðu í kvöld sínum þriðja sigri í röð þegar liðið vann tíu marka heimasigur á HK, 30-20. Haukar eru því áfram með sex stiga forskot á toppnum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 20-19

    FH vann mikilvægan sigur á Aftureldingu 20-19 í Kaplakrika í kvöld en liðin náðu sér hvorugt almennilega á strik í leiknum. Afturelding fékk dauðafæri á lokasekúndum leiksins til að jafna metin en Daníel Freyr Andrésson varði hraðaupphlaup frá Benedikt Reyni Kristinssyni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Reynir Þór látinn fara - Konráð tekur við Aftureldingu

    Reynir Þór Reynisson er hættur sem þjálfari Aftureldingar í n1 deild karla í handbolta en Mosfellingar eru í næstneðsta sæti deildarinnar. Konráð Olavsson hefur verið ráðinn þjálfari Aftureldingar út leiktíðina en Hjörtur Arnarson mun halda àfram sem aðstoðarþjálfari liðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Aftureldingu.

    Handbolti