Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Haukar Íslandsmeistarar - myndir

    Stemningin í íþróttahúsinu að Ásvöllum í gær var hreint út sagt stórkostleg. Um 2.300 áhorfendur troðfylltu húsið og sköpuðu magnaða stemningu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Björgvin: Þetta var bara geðveikt

    „Þetta er alveg ömurleg tilfinning. Nei, shit hvað þetta er geðveikt. Ég er alveg búinn á því og skil ekki af hverju. Ég spila bara helminginn af leikjunum," sagði Haukamaðurinn Björgvin Hólmgeirsson afar brosmildur eftir að Haukar urðu Íslandsmeistarar í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sigurður: Það vill enginn að Haukar vinni

    „Þetta er mjög svekkjandi og leiðinlegt að koma svona í þennan leik. Mér fannst þeir ekkert frábærir. Það var meira að við vorum lélegir sagði Valsarinn Sigurður „gleðigjafi" Eggertsson eftir leikinn gegn Haukum en Sigurður skoraði fjögur mörk í leiknum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Arnór: Vörnin drullaði á sig

    „Þetta er ömurlegt og alveg sérstaklega ömurlegt að tapa þessari rimmu í oddaleik. Ég tala síðan ekki um þar sem þetta er síðasti leikur margra í liðinu. Ég er að fara, Óskar er að fara, Fannar er kannski að fara og það eru flestir að fara," sagði brúnaþungur Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður Vals eftir tapið gegn Haukum í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gunnar Berg: Í fyrsta skipti sem ég fer að gráta

    Varnarjaxl Haukaliðsins, Gunnar Berg Viktorsson, varð að gera sér það að góðu að fylgjast með oddaleiknum úr stúkunni þar sem hann var dæmdur í leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald undir lok fjórða leiks liðanna.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Rífandi stemning að Ásvöllum

    Það er farið að styttast í úrslitaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik en leikurinn hefst klukkan 14.00 og er leikið í íþróttahúsinu að Ásvöllum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar tekur við Haukum

    Einar Jónsson verður í dag ráðinn þjálfari kvennaliðs Hauka í handbolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron: Þetta mun efla okkur

    Aron Kristjánsson segir erfitt að kyngja því að missa Gunnar Berg Viktorsson í leikbann fyrir oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á morgun.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gunnar Berg í banni á morgun

    Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Freyr: Fannar fékk að skjóta að vild

    Freyr Brynjarsson nýtti öll fjögur skotin sín fyrir Hauka í kvöld en það dugði ekki til þar sem að liðið tapaði fyrir Val í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitli karla í handbolta, 32-30.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fannar: Ég var óhræddur

    Fannar Þór Friðgeirsson átti stórleik er Valur tryggði sér oddaleik í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta.

    Handbolti