Haukar fara til Ungverjalands Í morgun var dregið í 3. umferð EHF-keppninnar í handknattleik og voru Íslandsmeistarar Hauka í pottinum. Handbolti 20. október 2009 11:21
Ólafur: Við vitum alveg hvað við getum „Það er ekki annað hægt en að vera glaður eftir svona leik og svona stemningu í Krikanum. Þetta var bara frábært. Handbolti 15. október 2009 22:45
Pálmar: Vörnin var frábær í kvöld „Þetta var algjör helvítis snilld. Þjálfarinn gerði okkur það ljóst að það væri búið að leggja svo mikið í leikinn og umgjörðina í kringum hann að það væri algjör skandall ef við myndum ekki leggja okkur alla fram og við brugðumst ekki og uppskárum eftir því,“ sagði markvörðurinn Pálmar Pétursson hjá FH sem reyndist sínum gömlu liðsfélögum í Val erfiður í 33-26 sigri FH í N1-deild karla í kvöld. Handbolti 15. október 2009 22:30
Óskar Bjarni: Þeir voru betri á öllum sviðum „Þetta var átakanlegt á að horfa því fyrstu fimmtán mínúturnar voru góðar en svo misstum við þetta frá okkur og lentum bara í einhverjum eltingarleik. Handbolti 15. október 2009 22:15
Einar Andri: Töluðum um að gefa félaginu sigur í afmælisgjöf „Ég er virkilega ánægður og þetta var frábær frammistaða og umgjörðin í kringum leikin var til fyrirmyndar og ekki hægt að bregðast nánast fullum Krikanum í tilefni dagsins. Handbolti 15. október 2009 22:00
Umfjöllun: Frækinn FH-sigur í tilefni dagsins FH vann 33-26 sigur gegn Val í bráðskemmtilegum leik í N1-deild karla í Kaplakrika í kvöld. FH-ingar léku á alls oddi innan vallar sem utan í tilefni af 80 ára afmæli Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Handbolti 15. október 2009 21:00
Andri Berg: Erum bara ekki að gera það sem er lagt fyrir okkur „Það er bara ekki hægt að vinna leik þegar við klúðrum tíu dauðafærum og gerum enn fleiri tæknifeila. Þeir skora þarna einhver sex hraðaupphlaupsmörk á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik og það er algjörlega óásættanlegt. Við bara hættum að nenna þessu. Handbolti 14. október 2009 22:30
Vilhjálmur: Erum bara ánægðir með að vinna leikinn „Þetta small þarna hjá okkur í fyrri hálfleik þegar Roland byrjaði að verja og við fengum helling af ódýrum mörkum úr hraðaupphlaupum. Handbolti 14. október 2009 22:15
Patrekur: Erum með einn besta markvörð landsins „Við lögðum grunninn að sigrinum með góðri vörn og markvörslu á leikkafla í fyrri hálfleik þar sem við fengum í kjölfarið auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Handbolti 14. október 2009 22:00
N1-deild karla: Stjörnusigur í kaflaskiptum leik Stjörnumenn eru komnir á blað í N1-deild karla eftir 28-25 sigur gegn Frömurum í Mýrinni í kvöld. Framarar sitja eftir án stiga eftir tvo leiki. Handbolti 14. október 2009 21:00
Umfjöllun: Enginn meistarabragur á Haukum Það er lítil reisn yfir byrjun Íslandsmeistara Hauka á tímabilinu í ár. Liðið marði Stjörnuna í fyrsta leik og skoraði þar aðeins 17 mörk. Í kvöld gerði liðið síðan jafntefli við Akureyri, 24-24. Handbolti 14. október 2009 19:51
Íturvaxið lið HK ætlar að sjá tólin fyrir jólin Margir leikmenn handknattleiksliðs karla hjá HK eru ekki beint á hátindi líkamlegs atgervis síns eins og lesa mátti í umsögn ofanritaðs eftir leik liðsins gegn FH á dögunum. Handbolti 12. október 2009 14:18
Halldór Jóhann: Virkilega dapur leikur af okkar hálfu „Það er lítið hægt að segja eftir svona leik. Þetta var bara virkilega dapur leikur af okkar hálfu. Varnarleikurinn var lengst af þokkalegur en við erum náttúrulega með einhverja 15-20 tapaða bolta í leiknum og það er náttúrulega skelfilega lélegt,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, fyrirliði Fram, í leikslok eftir 19-25 tap gegn nýliðum Gróttu í Framhúsinu í dag. Handbolti 11. október 2009 18:30
Anton: Sýndum að við eigum fullt erindi í þessa deild „Þetta var frábært að koma í Framhúsið og hirða tvö stig. Okkur var náttúrulega spáð falli en ég held að við höfum alveg sýnt það í þessum leik að við eigum fullt erindi í þessa deild. Handbolti 11. október 2009 18:15
N1-deild karla: Nýliðar Gróttu skelltu Fram Fyrsta umferð N1-deildar karla í handbolta kláraðist í Framhúsinu í dag þar sem nýliðar Gróttu unnu 19-25 sigur gegn Fram. Handbolti 11. október 2009 17:30
Boðið upp á tvíhöfða í Framhúsinu í dag Tveir handboltaleikir fara fram í Framhúsinu í Safamýri í dag þar sem Fram mætir Stjörnunni í N1-deild kvenna og Fram tekur á móti Gróttu í N1-deild karla. Handbolti 11. október 2009 09:00
Aron: Þetta eru gífurlega góð úrslit fyrir okkur „Þetta var bara virkilega flottur leikur hjá okkur gegn gríðarlega sterku pólsku liði á erfiðum útivelli. Þetta voru gífurlega góð úrslit fyrir okkur byggir upp hörkuleik á Ásvöllum um næstu helgi,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir 30-28 tap gegn Wisla Plock í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar í handbolta. Handbolti 10. október 2009 18:48
Gunnar Magnússon: Við áttum stigið skilið „Ég er virkilega ánægður með að ná stigi hér í fyrstu umferð gegn mjög sterku liði FH. Ég er ánægður með strákana," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, eftir 28-28 jafntefli liðsins gegn FH í kvöld. Handbolti 8. október 2009 21:53
Ólafur Guðmunds.: Svekkjandi því við stefnum hátt „Það var smá jákvætt í þessu en líka neikvæðir punktar. Við vorum ekki að spila eins vel og við getum og því fór sem fór," sagði niðurlút skytta FH-inga, Ólafur Guðmundsson, eftir jafnteflisleikinn gegn HK í Digranesi í kvöld. Handbolti 8. október 2009 21:46
Umfjöllun: Íturvaxið lið HK nældi í óvænt stig Það voru ekki margir sem áttu von á miklu frá HK-liðinu í kvöld gegn FH. HK með mikið breytt lið en FH að tefla fram gríðarsterku liði sem er spáð góðu gengi í vetur. Handbolti 8. október 2009 20:50
Rúnar: Bubbi vann okkur Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals hafi skilið á milli liðanna í kvöld. Valur vann fjögurra marka sigur, 23-19. Handbolti 8. október 2009 20:46
Hlynur: Varla hægt að byrja betur Hlynur Morthens var án nokkurs vafa maður leiksins er Valur vann góðan sigur á Akureyri, 23-19, í N1-deild karla í kvöld. Handbolti 8. október 2009 20:40
Heimir: Tek þetta að stórum hluta á mig Heimir Örn Árnason mætti í kvöld á sinn gamla heimavöll en þurfti að sætta sig við tap er Valur vann sigur á Akureyri, 23-19. Handbolti 8. október 2009 20:26
Umfjöllun: Markvarsla Hlyns skóp sigur Vals Valur vann í kvöld sigur á Akureyri, 23-19, í fyrstu umferð N1-deildar karla. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni. Handbolti 8. október 2009 19:09
Tveir leikir í N1-deild karla í kvöld Handboltinn heldur áfram að rúlla í kvöld en þá fara fram tveir leikir í N1-deild karla. Handbolti 8. október 2009 18:30
Jónatan ekki með Akureyri í kvöld Akureyringar verða án miðjumannsins knáa og hressa, Jónatans Magnússonar, í kvöld er þeir sækja Val heim í N1-deild karla. Handbolti 8. október 2009 14:15
Vilhjálmur: Hlýtur af hafa verið hryllingur að horfa á þetta „Það var svekkjandi að tapa þessu en við vorum að fá á okkur ódýrar tvær mínútur sem reyndust dýrar. Það var algjör óþarfi af okkar hálfu," sagði ósáttur Vilhjálmur Halldórsson Stjörnumaður en hann átti afar dapran leik eins og flestir leikmenn Hauka og Stjörnunnar í kvöld. Handbolti 7. október 2009 22:41
Birkir Ívar: Ekki Kiel-vörnin fyrir framan mig Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson átti hreint út sagt ótrúlegan leik í marki Hauka gegn Stjörnunni í kvöld. Hann varði 27 skot í leiknum en fékk aðeins á sig 16 mörk. Er óhætt að segja að frammistaða hans hafi gert gæfumuninn fyrir Hauka sem mörðu eins marks sigur. Handbolti 7. október 2009 22:36
Patrekur: Haukarnir fengu meistarabónus frá dómurunum „Varnarleikurinn var fínn og markvarslan í fínu lagi. Haukarnir refsuðu okkur oft grimmilega en mér fannst sóknarleikurinn ágætur. Við vorum að koma skotum á markið en Birkir varði allt," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, eftir eins marks tap gegn Haukum, 16-17. Handbolti 7. október 2009 22:23
Aron Kristjánsson: Jaðraði við að vera pínlegt „Bæði sóknarleikurinn og hraðaupphlaupin hjá okkur voru hræðileg. Okkar reyndustu menn gerðu hvern feilinn á fætur öðrum bæði í skotum og sendingum. Þetta jaðraði við að vera pínlegt á köflum," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir hinn ömurlega handboltaleik á milli Stjörnunnar og Hauka í kvöld. Handbolti 7. október 2009 22:13
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti