Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - ÍBV 35-21 | Ekkert fær Valskonur stöðvað Valur fór heldur létt með þunnskipað lið ÍBV í Olís-deild kvenna í kvöld er liðin mættust, lokatölur 35-21 toppliði Vals í vil. Handbolti 10. nóvember 2021 19:40
Kíkt í klefann hjá Val: Hvernig á að stöðva Ragnheiði og rjómaterta Seinni bylgjan fékk kíkja inn í búningsklefa Valskvenna þegar þær mættu Framkonum í stórleik 6. umferðar Olís-deildar kvenna á laugardaginn. Handbolti 9. nóvember 2021 15:00
„Hún á bara að kaupa sér lottómiða núna eftir þetta mark“ Marija Jovanovic skoraði sjö mörk í sjö marka sigri ÍBV á Haukum á Ásvöllum í síðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta en það einkum eitt marka hennar sem fékk sérstaka umfjöllun í Seinni bylgjunni í gær. Handbolti 9. nóvember 2021 11:31
Aldrei fundið fyrir pressu þrátt fyrir íþróttasögu fjölskyldunnar Óhætt er að fullyrða að Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, handboltakona í HK, sé af miklum íþróttaættum. Þrátt fyrir það segist hún ekki hafa fundið fyrir pressu að ná frama á íþróttasviðinu, miklu frekar stuðning. Handbolti 9. nóvember 2021 11:00
„Geggjað að koma til baka eftir barnsburð og detta svona vel í gang“ Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir fór fyrir HK þegar liðið vann góðan sigur á Stjörnunni, 34-28, í Olís-deild kvenna á laugardaginn. Hún eignaðist barn í júní en var fljót að koma til baka og hefur sjaldan eða aldrei spilað jafn vel og síðustu leikjum. Handbolti 9. nóvember 2021 09:01
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 24-31 | Eyjakonur skelltu Haukum að Ásvöllum ÍBV vann annan sigur sinn á tímabilinu þegar Eyjakonur heimsóttu Hauka á Ásvelli í dag í Olís deildinni í handbolta. Handbolti 7. nóvember 2021 18:00
„Þetta gerist ekki betra“ Saga Sif Gísladóttir átti frábæra innkomu í mark Vals þegar liðið vann Fram, 24-25, í dag. Hún tók stöðu Söru Sifjar Helgadóttur í hálfleik og varði tíu skot, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig. Handbolti 6. nóvember 2021 18:47
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 24-25 | Valur á toppinn Valur tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna með eins marks sigri á Fram, 24-25, í Safamýrinni í dag. Valskonur eru með fullt hús stiga. Handbolti 6. nóvember 2021 18:44
HK lagði Stjörnuna örugglega að velli HK vann nokkuð öruggan sigur á Stjörnunni í Olís deildinni í handbolta í dag þegar liðin mættust í Kórnum. Handbolti 6. nóvember 2021 15:37
Svava og Sigurlaug hita upp fyrir stórleikinn í Safamýrinni Svava Kristín Grétarsdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir hituðu upp fyrir 6. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í aukaþætti Seinni bylgjunnar. Handbolti 5. nóvember 2021 16:30
Martha Hermannsdóttir: Við erum ekki að spila undir neinni pressu „Þetta var frábært, mér finnst svona KA/Þór liðið vera komið aftur. Við tókum góðan fund eftir síðasta leik þar sem við höfum ekki verið sjálfum okkur líkar, vantaði einhvern veginn gleði og að finna aftur að við erum ekki að spila undir neinni pressu,“ sagði Martha Hermannsdóttir fyrirliði KA/Þórs eftir góðan sigur á móti Haukum í KA heimilinu í kvöld. Handbolti 3. nóvember 2021 20:01
Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er Haukar mættu norður í kvöld, lokatölur 34-26. KA/Þór fer þar með upp í sjö stig á meðan Haukar eru áfram með fimm stig. Handbolti 3. nóvember 2021 19:30
Varð heiðarleikinn HK-ingum að falli? „Hefði viljað sjá hana taka smá leikara“ HK gerði góða ferð norður yfir heiðar og gerði jafntefli, 26-26, við Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna á laugardaginn. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar eru á því að HK-ingar hafi verið snuðaðir um vítakast undir lok leiksins. Handbolti 2. nóvember 2021 23:01
„Það er svo gaman að hún sé komin aftur til baka“ Mariam Eradze og Morgan Marie Þorkelsdóttir komu báðar sterkar inn eftir erfiða viku Valsliðsins Handbolti 2. nóvember 2021 15:31
„Betri heima en á parketinu í Safamýri“ „Á meðan hún stendur sig á parketinu eins og hún gerði í síðasta leik að þá er þetta þess virði. Þú þarft að vinna svolítið fyrir því að fá þessar pásur frá krakkanum,“ grínast Þorgrímur Smári Ólafsson sem er heimavinnandi húsfaðir á meðan að Karen Knútsdóttir blómstrar á toppi Olís-deildarinnar. Handbolti 1. nóvember 2021 08:01
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 32-26 | Fyrsta tap Hauka en Valskonur enn taplausar Valur vann öruggan sex marka sigur á Haukum, 32-26 í 5. umferð Olís deildar kvenna. Fyrri hálfleikur leiksins var virkilega jafn en í síðari hálfleik tóku Valskonur frumkvæðið. Forskotið reyndist Haukunum um megn. Handbolti 31. október 2021 16:15
Ágúst Þór: Við eigum eftir að verða betri Ágúst Þór Jóhannsson var að vonum sáttur eftir sigur Vals á Haukum á heimavelli í 5. umferð Olís deildar kvenna sem spilaður var fyrr í dag. Handbolti 31. október 2021 16:05
HK sótti stig gegn Íslandsmeisturunum | Stjarnan hafði betur úti í Eyjum HK-ingar sóttu gott stig norður á Akureyri er liðið gerði jafntefli við Íslandsmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna í dag, 26-26. Þá unnu Stjörnukonur góðan tveggja marka útisigur gegn ÍBV, 26-24. Handbolti 30. október 2021 17:00
Stigalausir Mosfellingar stríddu toppliðinu Stigalaust lið Aftureldingar tapaði gegn toppliði Fram í Olís-deild kvenna í kvöld er liðin mættust í Mosfellsbæ. Lokatölur 29-25, en það tók Framara rúmar 50 mínútur að hrista Mosfellinga af sér. Handbolti 28. október 2021 19:31
„Virðingarvert“ hjá Lovísu sem hefur verið lengi í sviðsljósinu „Þessi skór, þeir eru bara einhvers staðar. Það er auðvelt að sækja þá,“ segir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem ræddi um stærsta mál vikunnar í handboltaheiminum, ákvörðun Lovísu Thompson, við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í dag. Handbolti 28. október 2021 15:35
Lovísa í hlé frá handbolta: „Ég er búin að missa gleðina“ „Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir landsliðskonan Lovísa Thompson, leikmaður Vals, sem hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. Handbolti 27. október 2021 16:47
Stefán: Gerðum þá breytingu að spila vörnina eins og við ætluðum að gera Stefán Arnarson var ánægður með hvernig Fram sneri dæminu sér í vil í seinni hálfleik gegn KA/Þór í dag. Handbolti 23. október 2021 18:31
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - KA/Þór 27-25 | Framkonur sterkari á svellinu undir lokin Fram vann góðan sigur á Íslands- og bikarmeisturum KA/Þórs, 27-25, í Safamýrinni í Olís-deild kvenna í dag. Handbolti 23. október 2021 18:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 23-31 | Stjörnuframmistaða Vals í seinni hálfleik Valur tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna með sigri á Stjörnunni, 23-31, í Garðabænum í kvöld. Valskonur hafa unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu á meðan Stjörnukonur eru aðeins með tvö stig eftir fjóra leiki. Handbolti 21. október 2021 20:33
Rakel Dögg: Þarf að rúlla betur yfir leikinn áður en ég kem með gáfuleg svör Rakel Dögg Bragadóttur, þjálfara Stjörnunnar, var orða vant eftir tapið fyrir Val. Stjörnukonur voru yfir í hálfleik, 15-13, en töpuðu seinni hálfleiknum með tíu mörkum, 18-8, og leiknum, 23-31. Handbolti 21. október 2021 20:18
Fyrsti sigur HK kominn í hús HK vann sex marka sigur á ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, lokatölur 27-21. Var þetta fyrsti sigur HK í deildinni. Handbolti 20. október 2021 20:20
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Stjarnan 17-18 | Stjarnan sótti sinn fyrsta sigur Stjarnan fékk sín fyrstu stig í Olís-deild kvenna í handbolta í dag eftir eins marks sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum, 18-17. Handbolti 16. október 2021 18:41
Guðrún Erla talin vera að ganga til liðs við HK HK gæti borist góður liðsstyrkur fyrir komandi átök í Olís-deild kvenna í handbolta. Talið er að miðjumaðurinn Guðrún Erla Bjarnadóttir sé að ganga í raðir félagsins. Handbolti 4. október 2021 20:01
Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - FH 33-16 | Íslandsmeistararnir of stór biti fyrir Fimleikafélagið KA/Þór er komið í úrslit í Coca-Cola bikarnum eftir stórsigur á FH en lokatölur leiksins voru 33-16. Handbolti 30. september 2021 23:08
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 19-22 | Fram í bikarúrslit fimmta árið í röð Fram er komið í fimmta bikarúrslitaleikinn á jafn mörgum árum eftir sigur á Val, 19-22, á Ásvöllum í kvöld. Í úrslitaleiknum á laugardaginn mætir Fram sigurvegaranum úr seinni undanúrslitaleiknum, milli KA/Þórs og FH. Handbolti 30. september 2021 20:45