Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt skilið við flokkinn og gengið til liðs við Miðflokkinn. Frá þessu greindi Helgi í samtali við þáttastjórnendur Bítisins á Bylgunni í morgun. Innlent 20. janúar 2026 08:36
Sandra tekin við af Guðbrandi Sandra Sigurðardóttir tók í gær sæti á Alþingi í stað Guðbrands Einarssonar sem sagði af sér þingmennsku í síðustu viku. Sandra er þannig tekin við sem sjötti þingmaður Suðurkjördæmis og eini þingmaður Viðreisnar í kjördæminu. Forseti Alþingis tilkynnti um breytingarnar við upphaf þingfundar í dag, en líkt og kunnugt er sagði Guðbrandur af sér á föstudaginn í tengslum við tilraun hans til vændiskaupa árið 2012. Innlent 20. janúar 2026 07:33
Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Í borgarstjórn er nú til umræðu tillaga um nýtt uppbyggingarlíkan til að tryggja framboð hagkvæmra íbúða. Markmiðið er skiljanlegt og brýnt. Það er að hraða uppbyggingu félagslegs húsnæðis í borginni. Skoðun 20. janúar 2026 07:30
Deilt um verðhækkanir Veitna Formaður VR gagnrýnir endurteknar hækkanir á gjaldskrá Veitna og segir að um dulbúna skattahækkun sé að ræða. Framkvæmdastýra Veitna vill ekki meina að um fimmtíu prósenta hækkun sé að ræða. Innlent 19. janúar 2026 22:19
Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Samgönguáætlun til næstu fimm ára var á dagskrá þingsins í dag. Stjórnarandstaðan dró meðal annars í efa hversu raunhæf áætlunin er í ljósi efnahagslegs óstöðugleika. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir innviðaráðherra hafa veitt skotleyfi á sjálfan sig þegar hann sagðist ekki bundinn af ákvörðunum fyrri ríkisstjórnar um gerð áætlunarinnar. Innlent 19. janúar 2026 21:56
Hljóp á sig Líf Magneudóttir segist hafa hlaupið á sig þegar hún hélt því fram að ekki hafi verið samþykkt á félagsfundi Vinstri grænna að Vor til vinstri myndi leiða sameiginlegt framboð. Hún styðji tillöguna og áformin en ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti í forvali VG. Innlent 19. janúar 2026 18:58
Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Innviðaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa hrundið af stað átaki til að auka þátttöku almennings í sveitarstjórnarkosningunum sem fram undan eru. Markmiðið er bæði til að fá fleiri til að bjóða sig fram og að fá fleiri til að greiða atkvæði. Innlent 19. janúar 2026 16:48
Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu áðan en hann hjólaði í Flokk fólksins. Innlent 19. janúar 2026 15:57
„Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Varaformaður stjórnar Vinstri grænna í Reykjavík segir dapurlegt að Líf Magneudóttir núverandi oddviti haldi því fram að ekki hafi verið ákveðið á félagsfundi að Vor til vinstri myndi leiða sameiginlegt framboð. Það hafi verið niðurstaða fundarins í gær. Sanna Magdalena Mörtudóttir segir að það hafi verið sinn skilningur. Innlent 19. janúar 2026 14:06
Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Í síðasta þætti af Gott kvöld skellti Sveppi sér í Kringluna með borgarstjóranum Heiðu Björgu Hilmisdóttur til þess eins að athuga hvort almenningur viti hver hún er. Lífið 19. janúar 2026 14:01
Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé Vegagerðin hefur boðið út lagningu bundins slitlags á 7,4 kílómetra kafla Einholtsvegar í Bláskógabyggð í uppsveitum Árnessýslu. Þetta er fyrsta framkvæmdaútboð sem auglýst er í vegagerð frá því í júlí síðastliðið sumar, ef frá er talið lítið útboð í gerð hringtorgs í Garðabæ í september. Innlent 19. janúar 2026 11:34
„Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir fulla einurð þar á bæ með að fara í sameiginlegt framboð með Vori til vinstri. Það hafi komið fram á félagsfundi sem haldinn var í gær. Innlent 19. janúar 2026 11:21
Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Tæplega fjörutíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast óánægð með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fresta Fjarðarheiðargöngum, um tvöfalt fleiri en eru ánægðir. Flestir hafa þó enga skoðun á frestuninni. Innlent 19. janúar 2026 10:47
Krafa um árangur í menntakerfinu Eitt af mikilvægustu verkefnum íslensks samfélags er að tryggja að öll börn fái tækifæri til að stunda menntun og ná árangri í faglegu og öruggu umhverfi. Ég trúi því heilshugar að öll börn geti náð árangri í námi ef við gerum væntingar til þeirra og þau fá verkefni og stuðning við hæfi frá heimili og skóla. Skoðun 19. janúar 2026 08:00
Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Gert er ráð fyrir að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mæli fyrir samgönguáætlun á Alþingi í dag. Um er að ræða fyrstu samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar en hún er fyrir árin 2026 til 2040 og henni fylgir einnig fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2026 til 2030. Innlent 19. janúar 2026 07:30
Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Það kom Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna (VG) í Reykjavík, í opna skjöldu þegar hún heyrði frá fjölmiðlum að Sanna Magdalena Mörtudóttir myndi leiða sameiginlegt framboð VG og Vors til vinstri. Það hafi ekki verið það sem samþykkt var á fundi félags VG í Reykjavík í dag. Stjórnarformaður félagsins segir að viðræður framboðanna hafi byggt á því að Sanna myndi leiða listann, þótt það hafi ekki verið formlega samþykkt. Hann segir að hugmyndir um slíkt hafi verið kynntar félagsmönnum, en það hafi ekki verið samþykkt formlega. Innlent 18. janúar 2026 23:22
Minnir á hvernig Hitler komst til valda Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hún minnti á hvernig Adolf Hitler komst til valda á sínum tíma. Innlent 18. janúar 2026 21:25
VG og Sanna sameina krafta sína Vinstri græn í Reykjavík og Vor til vinstri munu hafa myndað framboðsbandalag fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi mun leiða listann. Innlent 18. janúar 2026 17:40
Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Í umræðu um nýtt frumvarp um lagareldi hefur atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, ítrekað lagt áherslu á að ekki standi til að veita ótímabundin leyfi eða festa nýtingu sameiginlegra auðlinda í sessi til framtíðar. Sú afstaða hefur einnig verið skýr í stefnu Viðreisnar og í stjórnarsáttmálanum. Skoðun 18. janúar 2026 10:30
Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Karólína Helga Símonardóttir var kjörinn oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði í dag og mun því leiða flokkinn í sveitarfélaginu í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún hafði betur gegn Jóni Inga Hákonarsyni, sem hefur leitt listann síðustu átta ár. Innlent 17. janúar 2026 21:08
Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Forsætisráðherra Bretlands segist munu ræða við Bandaríkjastjórn um fyrirhugaða Grænlandstolla. Leiðtogar Evrópu stilla nú saman strengi eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði tolla gegn átta NATO-ríkjum vegna þess að þau sendu mannskap til Grænlands í hernaðaræfingu. Erlent 17. janúar 2026 20:45
Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað tolla á lönd sem styðja Grænland. Hún segist ekki trúa því að tollastríð „færi okkur nær lausn í þessu máli“ en Trump vill leggja undir sig landið. Innlent 17. janúar 2026 18:43
Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Ekki er útilokað að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi toll á Ísland, að mati stjórnmálafræðings, rétt eins og forsetinn hyggst gera við fjölda Evrópuríkja vegna stuðnings þeirra við Grænland. Stjórnmálafræðingurinn segir að aðferðir Trumps séu komnar á svo alvarlegt stig að Evrópulönd geti ekki lengur útilokað innrás Bandaríkjamanna í Grænland. Erlent 17. janúar 2026 18:38
Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Nýr barna- og menntamálaráðherra vonar að einhvers konar síma- eða samfélagsmiðlabann geti tekið gildi í grunnskólum fyrir næsta haust. Til skoðunar er hvort miða eigi við fimmtán eða sextán ára aldur. Innlent 17. janúar 2026 16:13
Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Inga Sæland, mennta- og barnamálaráðherra mun fara með stjórnarmálefni um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustuíbúða fyrir eldra fólk. Ábyrgðin á málaflokknum verður þó enn hjá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Innlent 17. janúar 2026 12:48
Einföldum lífið í úthverfunum Ég er stolt úthverfamamma. Ég er alin upp í Breiðholti en bý í Rimahverfinu í Grafarvogi með manninum mínum og þremur ungum börn. Ég elska að búa í Grafarvogi! Hér eru göngustígar langt frá hraðri bílaumferð, úrval af leikvöllum og útivistarsvæðum, bókasafn með góðri barnadeild og frábærir leik- og grunnskólar. Samt finnst mér úthverfin oft vera útundan þegar kemur að grunnþjónustu, almenningssamgöngum og uppbyggingu. Skoðun 17. janúar 2026 09:32
„Hef hvergi hallað réttu máli“ Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, segist ekki hafa farið með rangt mál þegar hún var spurð hvort borgin væri að kanna lóðarréttarsölu Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda síns í prófkjöri Samfylkingarinnar. Innlent 17. janúar 2026 07:36
Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjálfkjörið var í kjörnefnd Varðar sem sér um uppstillingu á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum. Allir núverandi borgarfulltrúar sem Vísir hefur náð tali af vilja aftur í framboð, ekki náðist í einn. Oddviti segist finna gríðarlegan áhuga fólks á því að fá sæti á lista flokksins. Innlent 17. janúar 2026 07:02
Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Talskona Stígamóta segir afsögn hafa verið eina valkostinn í máli þingmanns flokksins sem hefur nú játað að hafa sóst eftir því að kaupa vændi. Hann sagði af sér þingmennsku eftir að honum var tilkynnt að fjallað yrði um málið. Formaður Viðreisnar segist vonsvikinn vegna málsins. Innlent 16. janúar 2026 22:41