Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Jarð­hiti jafnar leikinn

Við jöfnum leikinn með jarðhita. Það er stefna ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Á árunum 2025 til 2028 ætlum við að verja milljarði króna í styrki til leitar og nýtingar jarðhita á svæðum þar sem nú er notast við raforku og olíu til húshitunar.

Skoðun
Fréttamynd

„Þá erum við komin út á hálan ís“

Ekki liggur fyrir hvenær möguleg athugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á byrlunarmálinu svokallaða verður tekið fyrir hjá nefndinni en hún fundaði í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar í nefndinni og fyrrum fjölmiðlamaður gagnrýnir áformin harðlega og segir Alþingi ekki eiga að skipta sér af málinu.

Innlent
Fréttamynd

„Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir meira af ófjármögnuðum útgjöldum en hún hafi átt von á. Ríkiskassinn sé ekki tómur en það þurfi að passa afskaplega vel upp á það sem er í honum. Það þurfi að passa að tekjur dugi fyrir útgjöldum og þannig hafi það ekki verið í mörg ár.

Innlent
Fréttamynd

Við erum ekki Rúss­land

Líkt og fram hefur komið í viðtölum við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur nefndinni borist erindi þar sem óskað er eftir því að sett verði á laggirnar rannsóknarnefnd Alþings vegna "byrlunarmálsins" svonefnda. Ekki er óalgengt að borgarar óski eftir því að þingnefndir skoði mál en það er afar fátítt að stofnuð hafi verið sérstök rannsóknarnefnd og hefur það reyndar bara gerst fimm sinnum.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast að missa úr­ræðið sem breytti lífi hennar

Ungmenni með fjölþættan vanda sem hafa fengið fjölbreytta geðheilbrigðisþjónustu hjá Janusi endurhæfingu eru uggandi yfir því að þjónustan færist undir VIRK þegar Janus lokar þann 1. júní. Þau hafa sett af stað undirskriftalista til að skora á stjórnvöld að halda úrræðinu opnu svo fleiri geti sótt hjálpina sem þau hafa notið.

Innlent
Fréttamynd

Gripið verði inn í strax í leik­skóla

Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, og Kolbrún Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, segja það brýnt að gripið sé inn í mál barna með fjölþættan vanda strax í leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

Á­reitið hafði mikil á­hrif

Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu urðu fyrir ítrekuðu áreiti áður en því var lokað fyrir tæpum tveimur árum. Starfsmenn hafi fundið augljós ummerki um að brotist hafi verið inn til þeirra. Utanríkisráðherra segir áreitið stóran hluta þess að sendiráðinu var lokað.

Innlent
Fréttamynd

Mál Breiðholtsskóla á borði mennta­mála­ráð­herra

Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Smári hvað er hann?

Gunnar Smári er um margt aðdáunarverður. Hann er einstaklega vel upplýstur og margfróður og fjölhæfur maður. Á sama tíma og við blasir getuleysi og uppgjöf margra hreyfinga og stjórnmálaflokka til að ná athygli almennings og koma boskap sínum á framfæri, þá birtist þessi Gunnar Smári með viljan einan að vopni og byggir og rekur afar metnaðarfulla sjónvarpsstöð.

Skoðun
Fréttamynd

Byggðajöfnunarmál að fækka sýslu­mönnum

Dómsmálaráðherra segir frumvarp um sameiningu sýslumanna hafa verið afgreitt úr ríkisstjórn í dag. Hún á von á líflegum umræðum á Alþingi. Sýslumannsembættin eru níu í dag en verða eftir daginn í dag eitt.

Innlent
Fréttamynd

For­varnir á ferð

Þegar fólk hugsar um félagsmiðstöðvar sveitarfélaganna dettur því eflaust í hug hefðbundna hluta starfsins, sem felur í sér kvöldopnun í félagsmiðstöðinni þar sem að unglingar hittast með félögum sínum og upplifa líflega dagskrá í öruggu umhverfi.Sé kafað dýpra má glögglega sjá að hið hefðbundna starf skilar miklu í þágu forvarna og er öflugt félagsmiðstöðvastarf lykillinn að því að draga úr áfengisneyslu og annarri vímuefnaneyslu ungmenna. Þar gefst ungmennum færi á að rækta sinn félagsþroska í umhverfi með starfsfólki sem getur gripið inn í niðrandi orðræðu og aðstoðað þau á rétta braut í samskiptum við jafningja.

Skoðun
Fréttamynd

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft

Fyrir ekki svo löngu ræddi ég við hóp ungmenna um ýmislegt sem hafði drifið á daga þeirra. Uppvaxtarárin geta verið alls konar. Í grunninn eru þetta bara litlar manneskjur sem eru að feta sig í lífinu og mæta ýmsum ógnum og áskorunum. Ég varð hins vegar hissa þegar þau sögðu mér: „Við treystum ekki lögreglunni“. Hvernig stendur á því að þessi hópur hafði komist að svona niðurstöðu hafandi hingað til aldrei haft nein sérstök kynni af lögreglunni. Kannski í mjög einfölduðu máli, hvar læra börnin okkar þetta?

Skoðun
Fréttamynd

Dregur um­mælin til baka og biðst af­sökunar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segir gagnrýni vegna ummæla hennar um dómskerfið vera réttmæta í sjálfu sér. Hún biðst afsökunar á ummælum sínum um að hún hefði misst alla trú á réttlæti í dómskerfinu og ítrekar að hún beri traust til íslenskra dómstóla.

Innlent
Fréttamynd

Verður Frelsið full­veldinu að bráð?

Viðreisn hefur ítrekað talað fyrir frelsi og lýst sig sem flokkur sem berst fyrir opnu, frjálsu þjóðfélagi. Flokkurinn hefur þó jafnframt sett Evrópusambandsaðild á oddinn í sínum málflutningi og telur hana nauðsynlega fyrir framtíð Íslands. En hver er raunveruleg merking frelsis í þeirra huga? Getur Ísland verið frjálst og fullvalda innan Evrópusambandsins, eða felst í þeirri stefnu ákveðin mótsögn?

Skoðun
Fréttamynd

Segir um­mæli Ást­hildar Lóu ekki sam­ræmast stöðu hennar

Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, bætist í hóp fjölmargra sem gagnrýna ummæli Ásthildar Lóu Þórsdóttur mennta- og barnamálaráðherra um dómskerfið harðlega. Þá hefur verið bent á frábær kjör sem ráðherra bauðst hjá bankanum í tengslum við húsnæðismál hennar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja vita hvort Jón Gunnars­son hafi brotið siða­reglur þing­manna

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent forsætisnefnd Alþingis erindi um hvort að Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn ef hann þáði boð eiganda Hvals hf. á alþjóðlega ráðstefnu. Jón hefur sagst hafa greitt allan kostnað við ferðina sjálfur þrátt fyrir orð sonar hans um annað á leynilegri upptöku.

Innlent
Fréttamynd

Bak­pokinn sem þyngist að­eins hjá öðrum

Í vikunni skrifaði Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, pistil þar sem hann viðraði áhyggjur sínar yfir nýju stjórnarfrumvarpi sem tryggir öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið.

Skoðun
Fréttamynd

Vill rannsóknar­nefnd Al­þingis vegna byrlunar­málsins

Lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hefur óskað eftir því við formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka byrlunarmálið svokallaða. Slíkar rannsóknarnefndir hafa örsjaldan verið skipaðar.

Innlent