Hamar lét Andre Dabney fara í gær Hamar hefur ákveðið að skipta um bandarískan leikmann en Andre Dabney var látinn fara frá liðinu í gær. Dabney skoraði tíu stig í tapi Hamars á móti Fjölni á föstudagskvöldið og klikkaði þá á 10 af 13 skotum sínum. Hamar er að leita að nýjum kana en næsti leikur liðsins er á móti Keflavík um næstu helgi. Körfubolti 23. janúar 2011 11:30
Grindvíkingar upp í toppsætið Grindvíkingar komust á topp Iceland Express deildar karla með sannfærandi ellefu stiga sigri á Tindastól, 77-66, í Röstinni í Grindavík í gærkvöldi. Körfubolti 21. janúar 2011 06:00
Umfjöllun: Magnús endurnýjaði skotleyfið gegn Stjörnunni Keflavík hafði betur gegn Stjörnunni, 92-102, í 14. umferð Iceland Express deild karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af leik en í þriðja fjórðungi sigu Suðurnesjamenn framúr og höfðu að lokum góðan tíu stiga sigur. Körfubolti 20. janúar 2011 22:40
Góðir útisigrar hjá KR-ingum og Keflvíkingum í körfunni KR og keflavík unnu góða útisigra í Iceland Express deild karla í kvöld. Keflvíkingar unnu tíu stiga sigur á Stjörnumönnum í Garðabæ og KR-ingar unnu 32 stiga sigur á Haukum á Ásvöllum. Liðin eru áfram í 3. og 4. sæti en eru til alls líkleg eftir frábæra byrjun á árinu 2011. Körfubolti 20. janúar 2011 21:38
Sjötti sigur Grindvíkinga í röð kom þeim á toppinn Grindvíkingar komust á topp Iceland Express deildar karla með sannfærandi ellefu stiga sigri á Tindastól, 77-66 í Röstinni í Grindavík. Grindavíkurliðið fór upp fyrir Snæfellinga með þessum sigri en Hólmarar geta endurheimt toppsætið með sigri á Njarðvík á morgun. Körfubolti 20. janúar 2011 20:43
Enn versnar staða Njarðvíkur - stigahæsti Íslendingurinn meiddur Njarðvíkingar sitja í fallsæti í Iceland Express deild karla eftir tap á heimavelli á móti ÍR-ingum um síðustu helgi og nú er komið í ljós að þeir misstu ekki aðeins mikilvæg stig í þessum leik. Körfubolti 19. janúar 2011 17:30
Umfjöllun: Keflvíkingar með öruggan sigur Keflavík unnu í kvöld sigur á Snæfelli í Toyota höllinni í Keflavík, 112-89, þar sem heimamenn áttu harma að hefna. Körfubolti 17. janúar 2011 22:42
Pavel með risa þrefalda tvennu – Snæfell tapaði í Keflavík Þrettándu umferð í Iceland Express deild karla í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Grindavík lagði botnlið KFÍ á Ísafirði 74-64 og er Grindavík með 22 stig í öðru sæti deildarinnar. Íslandsmeistaralið Snæfells tapaði stórleik kvöldsins gegn Keflavík á útivelli og var sigur heimamanna öruggur 112-89. KR vann Hamar á heimavelli 97-87 og þar fór Pavel Ermolinskij á kostum í liði KR með magnaði þrefalda tvennu, 17 stig, 17 fráköst og 16 stoðsendingar. Körfubolti 17. janúar 2011 21:31
Iceland-Express deildin: Njarðvík í fallsæti Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. ÍR, Stjarnan og Tindastóll unnu leiki kvöldsins. Körfubolti 16. janúar 2011 21:11
Magnús Þór Gunnarsson farinn í Keflavík Magnús Þór Gunnarsson hefur ákveðið að hætta að spila með Njarðvík og ganga til við sína gömlu félaga í Keflavíkurliðinu. Magnús Þór kom til Njarðvíkurliðsins á miðju tímabili eftir að hafa byrjað veturinn með danska liðinu Aabyhöj. Þetta kemur fram á heimasíðu Víkurfrétta í kvöld. Körfubolti 11. janúar 2011 21:13
Friðrik og Einar Árni taka við Njarðvíkurliðinu Njarðvíkingarnir Friðrik Ragnarsson og Einar Árni Jóhannsson munu í sameiningu taka við meistaraflokksliði Njarðvíkur í körfuboltanum en Sigurður Ingimundarson hætti sem þjálfari liðsins í gær. Leikmönnum var tilkynnt um nýju þjálfarana á leikmannafundi í kvöld. Körfubolti 11. janúar 2011 18:23
Sigurður Ingimundarson hættur með Njarðvíkurliðið Stjörn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og Sigurður Ingimundarson þjálfari karlaliðs félagsins hafa komist að þeirri sameiginlegu ákvörðun að Sigurður hætti þjálfun liðsins. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Körfubolti 10. janúar 2011 22:35
Grindvíkingar auðveldlega inn í undanúrslitin Grindavík varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta. KR, Haukar og Tindastóll komust áfram eftir sigra í leikjum sínum um helgina og verða því í pottinum með Grindvíkingum. Körfubolti 10. janúar 2011 20:43
Örvar: Hefðum getað tekið þetta með smá heppni „Þetta var bara alvöru bikarleikur. Þetta var góð auglýsing fyrir körfuna, harka og fjör,“ sagði Örvar Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið féll út gegn KR í Powerade-bikarnum í körfubolta. KR vann leikinn 82-74 í DHL-höllinni í dag. Körfubolti 9. janúar 2011 19:09
Hrafn: Nýja árið byrjar mjög vel Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR var ánægður með 19 stiga sigur liðsins á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. KR-ingar höfðu tapað tveimur útileikjum í röð og fjórum fyrstu fimm útileikjum tímabilsins en voru í heimavallargírnum í Garðabænum í kvöld. Körfubolti 6. janúar 2011 22:05
Teitur: Erfitt að lenda á móti KR-ingunum á svona degi Stjörnumenn töpuðu með 19 stigum á heimavelli á móti KR í Iceland Express deild karla í kvöld. Liðið lenti 22 stigum undir í upphafi leiksins, vann sig inn í leikinn aftur en hafði síðan ekki orku í lokasprettinn og missti því KR-inga aftur frá sér sem unnu 95-76. Körfubolti 6. janúar 2011 22:00
KR vann góðan sigur í Garðabænum - öll úrslit kvöldsins Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. Stórleikur kvöldsins var í Garðabæ þar sem Stjarnan tók á móti KR. Körfubolti 6. janúar 2011 21:05
Brock Gillespie sveik Grindvíkinga og kemur ekki til Íslands Brock Gillespie, bandaríski leikstjórnandinn sem var búinn að semja við Grindavík um að spila með liðinu í Iceland Express deild karla, er hættur við að koma til Íslands. Körfubolti 6. janúar 2011 16:15
Ingi Þór: Stefnan að halda toppsætinu Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Snæfells, var í dag valinn besti þjálfari fyrri hluta Iceland Express-deildar karla. Körfubolti 4. janúar 2011 17:15
Pavel: Þurfum að lækka væntingarnar í garð KR Pavel Ermolinskij var í dag kjörinn besti leikmaður fyrri hluta Iceland Express-deildar karla. Keppni í deildinni hefst á ný eftir jólafrí á fimmtudagskvöldið. Körfubolti 4. janúar 2011 16:15
Butler og Pavel best Í dag var tilkynnt hverjir skipuðu lið fyrstu ellefu umferðanna í Iceland Express-deildum karla og kvenna. Körfubolti 4. janúar 2011 12:12
Grindavík nælir í fyrrum NBA-leikmann Karlalið Grindavíkur í Iceland Express-deildinni mun mæta til leiks á nýju ári með nýjan Kana en Jeremy Kelly hefur verið sendur heim. Kelly meiddist í leiknum gegn Keflavík fyrir jól og er ekki búinn að jafna sig. Körfubolti 3. janúar 2011 20:15
Pálmi Freyr: „Það er bara kostur að vera örvhentur“ „Það er bara kostur að vera örvhentur,“ sagði Pálmi Freyr Sigurgeirsson eftir 94-80 sigur Snæfells gegn KR í Iceland Express deild karla. Pálmi var „sjóðheitur“ fyrir utan þriggja stiga línuna en hann setti 7 skot ofaní og var með 70% nýtingu. Pálmi segir að hann hafi mikla trú á Snæfellsliðinu sem gekk í gegnum miklar breytingar í sumar eftir frábært tímabil í fyrra þar sem liðið fagnaði Íslands – og bikarmeistaratitlinum. Körfubolti 17. desember 2010 00:32
Hrafn: „Við þurfum allir að líta í eigin barm“ „Við vorum klárlega ekki sannfærandi á móti svæðisvörninni og það leit út fyrir að það væru þreyttir leikmenn inni á vellinum. Við þurfum allir að líta í eigin barm,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR eftir 94-80 tap liðsins á útivelli gegn Snæfelli í kvöld í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Körfubolti 16. desember 2010 23:53
Ingi Þór: „Þegar maður er búinn að gera í buxurnar þá þarf maður að skipta um buxur“ „Þegar maður er búinn að gera í buxurnar þá þarf maður að skipta um buxur,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Íslandsmeistaraliðs Snæfells í kvöld eftir 94-80 sigur liðsins gegn KR í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Körfubolti 16. desember 2010 23:41
Ármann: Fátt skemmtilegra en að raða niður þristum „Það kemur nú ekki oft fyrir að ég sé stigahæstur,“ sagði Ármann Vilbergsson, skytta úr Grindavík, sem var stigahæstur í liði Grindavíkur í sigri liðsins gegn Keflavík, 79-75, í Röstinni í kvöld. Ármann kom sjóðheitur af bekknum og setti niður fimm þrista í leiknum og hitti úr öllum skotunum. Körfubolti 16. desember 2010 22:46
Gunnar Einars.: Drullufúlt að fara í frí með þetta tap á bakinu „Við komumst með baráttu aftur inn í leikinn en við vorum ekki að hitta neitt af viti. Það gekk lítið upp stóran hluta leiksins og það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta að við sýndum smá karakter og hlutirnir fóru að falla með okkur,“ sagði Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, eftir tap liðsins gegn Grindvík, 79-75 í Röstinni í kvöld. Körfubolti 16. desember 2010 22:34
Umfjöllun: Grindavík lagði Keflavík í hörkuleik Grindvíkingar fögnuðu mikilvægum sigri í nágrannaslag gegn Keflvík, 79-75, í 11. umferð Iceland Express deild karla sem fram fór í Röstinni í kvöld. Körfubolti 16. desember 2010 22:30
Öll úrslit kvöldsins í Iceland Express-deild karla Það fór fram heil umferð í Iceland Express-deild karla í kvöld. Þar bar helst til tíðinda magnaður sigur Snæfells á KR en Vesturbæingar brotnuðu algjörlega í Fjárhúsinu. Körfubolti 16. desember 2010 22:27
Snæfell vann magnaðan sigur á KR Íslandsmeistarar Snæfells unnu magnaðan sigur á KR, 94-80, þegar liðin áttust við í Hólminum í kvöld. KR kastaði frá sér unnum leik. Körfubolti 16. desember 2010 20:50