Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Nick Bradford kemur til Íslands í kvöld

    Njarðvíkingar vonast til þess að ganga frá samningi við Bandaríkjamaninn Nick Bradford þegar hann lendir á Íslandi í kvöld. Bradford er á leiðinni frá Finnlandi eftir að hafa verið rekinn frá Kataja á dögunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    118 kílóa miðherji á leið á Krókinn

    Tindastólsmenn eru búnir að finna eftirmann Amani Bin Daanish fyrir seinni hluta Iceland Express deildarinnar. Sá kappi er ekki að minni gerðinni en hinn 206 sm og 118 kíló Kenney Boyd hefur samið við Tindastól um að klára tímabilið í Skagafirðinum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Arnar hættur sem þjálfari ÍR-liðsins

    Jón Arnar Ingvarsson hefur óskað eftir því við körfuknattleiksdeild ÍR að láta af störfum sem þjálfari karlaliðsins í Iceland Express deildinni en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild ÍR.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingi Þór: Johnson var munurinn á liðunum

    „Tommy Johnson var sjóðheitur í kvöld og mér fannst hann vera munurinn á liðunum," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir að hans lið beið lægri hlut fyrir KR í Iceland Express-deildinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-ingar unnu Snæfellinga og fóru á toppinn

    KR-ingar fara með bros á vör upp í flugvélina til Kína eftir sex stiga sigur á Snæfelli, 97-91, í fyrsta leik ellefu umferðar Iceland Express deildar karla í DHL-Höllinni í kvöld. KR komst í efsta sæti deildarinnar með þessum sigri sem var öruggari en lokatölur gefa til kynna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Landsliðsmennirnir lögðu stjörnurnar

    Fyrrum landsliðsmenn í körfubolta lentu í litlum vandræðum með lið landsþekktra einstaklinga í skemmtileik sem fór fram fyrir stjörnuleik karla í dag. Landsliðið vann 12 stiga sigur, 39-27, en leikurinn var augljóslega í styttri kantinum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Komast Stjörnumenn á toppinn í karlakörfunni í kvöld?

    Stjörnumenn geta komist á topp Iceland Express deildar karla vinni þeir Hamar í kvöld en þá fara þrír síðustu leikirnir fram í tíundu umferðinni. Stjarnan næði með sigri Njarðvík og KR að stigum en væru betri innbyrðis þar sem Garðbæingar hafa unnið báða leiki sína á móti toppliðunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Unnu með 34 stigum þegar Fannar var inn á

    KR-ingar sóttu tvö stig til Keflavíkur í gær þar sem þeir unnu fimmtán stiga sigur, 100-85. "Gömlu Keflvíkingarnir" Tommy Johnson og Fannar Ólafsson áttu báðir frábært kvöld en þeir skoruðu saman 52 stig í leiknum og hittu úr 19 af 25 skotum sínum sem gerir magnaða 76 prósent skotnýtingu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hvernig koma kanalausir Keflvíkingar til baka á móti KR?

    Keflvíkingar fengu slæman skell á móti nágrönnum sínum í Njarðvík í síðasta leik sínum í Iceland Express deild karla og ráku í kjölfarið kanann sinn Rashon Clark. Keflvíkingar fá tækifæri til að endurvekja stoltið þegar þeir taka á móti Íslandsmeisturum KR í Toyota-höllinni í Keflavík klukkan 19.15 í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflvíkingar búnir að reka kanann sinn í körfunni

    Keflvíkingar sögðu í gær upp samningi sínum við Bandaríkjamanninn Rahshon Clark og mun lið þeirra spila án Bandaríkjamanns í næsta leik sem verður á móti KR í Toyota-höllinni á fimmtudaginn. Rahshon Clark var með 18,9 stig og 10,8 fráköst að meðaltali í leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hlynur með bestu frammistöðuna í 9. umferð

    Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson var með hæst framlag allra leikmanna Iceland Express deildar karla í 9. umferð sem lauk í gær. Hlynur fékk 35 í framlagseinkunn fyrir leik Snæfells í Grindavík en það dugði þó ekki Hólmurum sem töpuðu með einu stigi, 94-95, eftir framlengdan leik.

    Körfubolti