Stórleikur á Ásvöllum Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld, þegar Haukastúlkur taka á móti Grindvíkingum á Ásvöllum. Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 20 stig úr 11 leikjum, en Grindavík er í öðru sætinu með 18 stig úr 11 leikjum. Eina tap Hauka í vetur var einmitt gegn Grindavík og því má eiga von á hörkuleik, sem hefst klukkan 19:15. Sport 16. janúar 2006 18:31
Stórsigrar suðurnesjaliðanna Tveir leikir voru á dagskrá í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld, Grindavík vann Breiðablik á heimavelli sínum 88-67 og Keflavíkurstúlkur burstuðu KR 93-39 í Keflavík. Sport 11. janúar 2006 21:08
KR mætir Keflavík Í dag var dregið í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í karla- og kvennaflokki. Stórleikurinn í karlaflokki er án efa viðureign KR og Keflavíkur, en leikirnir fara fram dagana 21. og 22. janúar næstkomandi. Sport 10. janúar 2006 13:12
Helena með þrennu í sigri Hauka á ÍS Haukastúlkur unnu sannfærandi sigur á Stúdínum á Ásvöllum í dag 89-50. Kesha Tardy var stigahæst í liði Hauka með 28 stig og 13 fráköst, en Helena Sverrisdóttir náði þrefaldri tvennu með 21 stigi, 15 fráköstum og 10 stoðsendingum. Signý Hermannsdóttir var stigahæst í liði ÍS með 14 stig og hirti 7 fráköst. Sport 18. desember 2005 19:21
Grindavík hafði betur í grannaslagnum Grindavíkurstúlkur unnu nú áðan góðan sigur á grönnum sínum úr Keflavík í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik 89-83. Grindavík komst upp að hlið Hauka á toppi deildarinnar með sigrinum, en Keflavík er í þriðja sætinu. Jerica Watson fór á kostum í liði Grindavíkur í dag, skoraði 39 stig og var besti leikmaður vallarins. Sport 17. desember 2005 15:18
Haukastúlkur með gott tak á Keflavík Haukar urðu í gær Powerade-bikarmeistarar í körfuknattleik kvenna með því að leggja Keflavík 77-63 í skemmtilegum úrslitaleik sem háður var í Kópavogi. Sport 11. desember 2005 08:00
Úrslitaleikur Hauka og Keflavíkur í Digranesi Úrslitaleikurinn í Powerade-bikarkeppni kvenna fer fram klukkan tvö í dag á óvenjulegum stað en leikurinn fer fram í Digranesi þar sem fáir stórleikir í körfubolta hafa farið fram. Það eru Keflavík og Haukar sem mætast en það kemur ekki á óvart þar sem þetta eru sterkustu lið landsins ásamt Grindavík. Sport 10. desember 2005 12:00
Haukar á toppinn með sigri í Grindavík Haukastúlkur unnu góðan sigur á Grindavík í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag 83-72. Mikill hasar var í leiknum og var þjálfara Hauka vísað úr húsi eftir að hafa hnakkrifist við dómara leiksins. Sport 4. desember 2005 18:30
Fyrsti sigur Hauka Haukar unnu sinn fyrsta leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld, þegar liðið sigraði Hamar/Selfoss á útivelli 92-87. Njarðvíkingar eru enn ósigraðir eftir að þeir völtuðu yfir Hött fyrir austan 102-66 og Keflvíkingar halda enn pressu á granna sína með auðveldum sigri gegn Þór 83-61. KR skellti ÍR 84-75 og Grindavík lagði Fjölni 98-83. Loks vann Snæfell granna sína í Skallagrími 75-74 í hörkuleik. Sport 1. desember 2005 21:15
Fyrsta tap Grindvíkinga Nokkrir leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og þá var einn leikur í kvennaflokki, þar sem Haukastúlkur skelltu Íslandsmeisturum Keflavíkur í Hafnarfirði, 66-48. Sport 31. október 2005 06:00
ÍS lagði Breiðablik Einn leikur fór fram í kvennakörfunni í gærkvöldi. ÍS lagði Breiðablik með 68 stigum gegn 59. Jessalyn Deveny fór hamförum í liði Breiðabliks og skoraði 40 stig og hirti 13 fráköst. Sport 25. október 2005 05:16