

Subway-deild kvenna
Leikirnir

„Gaman að vera ekki aumingi“
Nýliðar Aþenu lönduðu öðrum sigri vetrarins í kvöld þegar liðið lagði Val, 70-64, en fyrir leikinn hafði Aþena tapað fjórum leikjum í röð.

Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel
Aþena vann góðan sex stiga sigur á Val þegar liðin mættust í Bónus-deild kvenna í kvöld. Þetta er annar sigur Aþenu á tímabilinu.

„Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“
Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur.

Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann
Grindavík tók á móti Tindastól í Bónus deild kvenna í smáranum í dag. Grindavík vonaðist til þess að byggja ofan á góð úrslit í síðustu umferðum á meðan Tindastóll vonaðist til þess að komast aftur á sigurbraut.

Suðurnesjaliðin með góða sigra
Njarðvík og Keflavík unnu bæði góða sigra í Bónus-deild kvenna í dag. Liðin eru í humátt á eftir Haukum í toppbaráttu deildarinnar.

Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu
Topplið Hauka vann góðan endurkomusigur á Þór frá Akureyri þegar liðin mættust í Bónus-deild kvenna í dag.

Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni
Njarðvík bar sigur úr býtum gegn Stjörnunni í Bónus deild kvenna í dag þrátt fyrir mörg áhlaup Stjörnuliðsins.

„Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“
Ein besta körfuboltakonan landsins hefur sett hring utan um leik í bikarkeppninni í dagatalið. Sara Rún stefnir á endurkomu gegn Njarðvík í desember.

Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta, hafnar því alfarið að hann hafi verið að elta eða áreita Alexis Morris, leikmann Grindavíkur, í Smáranum á þriðjudag eins og Morris hefur sjálf haldið fram.

Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“
Körfuboltakonan Alexis Morris segist aldrei hafa lent í því áður að þjálfari vanvirði hana með blótsyrðum, eins og Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur gerði við lok leiks í Bónus-deildinni á þriðjudag. Hún kveðst hafa verið óörugg þegar Friðrik hafi elt hana inn í sal eftir leik.

Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“
Það var hiti í fólki eftir dramatískan endi á leik Grindavíkur og Keflavíkur í Bónus-deild kvenna í körfubolta, og þjálfari Keflvíkinga kallaði „fuck off!“ að leikmanni Grindavíkur.

Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól
Þór Akureyri lagði Tindastól með sjö stiga mun í Bónus-deild kvenna í körfubolta, lokatölur 102-95.

Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta
Tinna Guðrún Alexandersdóttir, leikmaður Hauka, var ein af ástæðum þess að leikur Vals og Hauka í Bónus deild kvenna í körfuknattleik varð ekki spennandi nema í fyrsta leikhluta. Leikurinn endaði 69-84 fyrir Hauka sem eru einar á toppi deildarinnar.

Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda
Haukar unnu sannfærandi sigur á Valskonum í Bónus deild kvenna fyrr í kvöld. Varnarleikur gestanna kæfðu nánast allar sóknaraðgerðir heimakvenna sem töpuðu alltaf meiri og meiri vilja eftir því sem leið á leikinn. Lokatölur 69-84 og Haukar verða einar á toppnum í landsleikjahléinu.

Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust
Alexis Morris, leikmaður Grindavíkur, var hetja liðsins þegar Grindavík lagði Keflavík í háspennuleik í Smáranum í kvöld. Morris Skoraði 34 stig og seinustu tvö stigin frá henni tryggðu sigurinn fyrir heimakonur í leiknum sem endaði 68-67.

Dinkins sökkti Aþenu
Brittany Dinkins var stigahæst þegar Njarðvík lagði nýliða Aþenu í Bónus-deild kvenna í körfubolta, lokatölur í Njarðvík 70-63.

Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn
Sameiginlegt lið Hamars frá Hveragerði og Þórs frá Þorlákshöfn, Hamar/Þór, gerði sér lítið fyrir og sóttu sigur í Garðabæinn þegar liðið lagði Stjörnuna með tveggja stiga mun í Bónus-deild kvenna í körfubolta, lokatölur í Garðabæ 82-84.

Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík
Grindavík vann frábæran sigur á Keflavík háspennuleik í Smáranum í kvöld í Bónus deild kvenna. Munurinn ekki nema eitt stig og réðst á lokasekúndunum. Lokastaðan 68-67 og Grindavík jafnaði Keflavík að stigum í deildinni.

Baráttan um Besta sætið: „Heyrðu Kjartan, farðu ekki að grenja maður“
Vísir frumsýnir í dag vetrarauglýsingu Stöðvar 2 Sports en þar koma við sögu flestar stjörnur stöðvarinnar.

„Við þurftum aðeins bara að ná andanum“
Njarðvíkingar unnu öruggan 57-79 á toppliði Hauka í Bónus-deild kvenna í kvöld. Leikurinn fór þó brösulega af stað fyrir gestina en eftir leikhlé sem Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur tók, breyttist allt.

Keflavíkurkonur hefndu fyrir Meistarakeppnina
Keflavíkurkonur eru að komast í gang eftir basl í byrjun tímabilsins og þær fögnuðu sínum þriðja sigri í röð í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 57-79 | Botnlið Njarðvíkur vann topplið Hauka
Taplausir Haukar tóku á móti Njarðvík í Ólafssal í Bónus-deild kvenna í kvöld en Njarðvíkingar höfðu aðeins landað einum sigri í þremur leikjum fyrir leik kvöldsins.

Grindavík lagði nýliða Hamars/Þórs með 46 stigum
Það verður seint sagt að leikur Hamars/Þórs og Grindavíkur í 4. umferð Bónus-deildar kvenna í körfubolta fari í sögubækurnar fyrir spennustig. Gestirnir í Grindavík unnu 46 stiga sigur, lokatölur 51-97.

Brynjar Karl: Ég fer í viku frí og leikmennirnir skoða glósurnar
Aþena tapaði gegn Stjörnunni 81-87. Þetta var þriðji tapleikur Aþenu í röð. Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var ekki ánægður með hugarfarið í liðinu sem að hans mati fór með leikinn.

Uppgjörið: Aþena - Stjarnan 81-87 | Stjarnan aftur á sigurbraut
Stjarnan vann sex stiga sigur gegn Aþenu í Unbroken-höllinni. Leikurinn var jafn og spennandi en gestirnir settu stór skot ofan í og unnu að lokum 81-87. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

Uppgjörið: Tindastóll - Valur 65-86 | Keyrðu yfir heimakonur í síðasta fjórðung
Það var Valur sem lagði Tindastól á Sauðárkróki þegar liðin mættust í Bónus-deild kvenna, lokatölur 65-86 og gestirnir frá Hlíðarenda fóru glaðir frá Króknum í kvöld. Fyrir leik kvöldsins hafði Tindastóll unnið tvo af þremur leikjum á meðan Valur hafði unnið aðeins einn. Því var búist við hörkuleik.

„Hún er hjartað og lungað í liðinu“
Maddie Sutton, leikmaður Þórs frá Akureyri, hefur heillað Pálínu Gunnlaugsdóttur, sérfræðing Körfuboltakvölds, upp úr skónum það sem af er hausti.

Fyrirliði Hauka sleit krossband
Haukakonur eru á toppnum í Bónus deild kvenna í körfubolta með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjum sínum en liðið varð engu að síður fyrir áfalli í síðasta leik.

Helena segir að Þóra sé að uppskera: Þarf þessa ábyrgð
Þóra Kristín Jónsdóttir og félagar í Haukum eru einar á toppnum í Bónus deild kvenna í körfubolta eftir þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum.

Hamar/Þór hafði betur í nýliðaslagnum
Hamar/Þór hafði betur í nýliðaslag Bónus-deildar kvenna í körfubolta þegar liðið sótti Aþenu heim í kvöld, lokatölur 85-97 .