Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Keflavíkurstúlkur unnu deildina

    Keflavíkurstúlkur tryggðu sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í körfubolta þó svo tveim umferðum sé enn ólokið í deildinni. Reyndar á Keflavík eftir að spila fjóra leiki.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    McCallum tryggði KR sjötta sigurinn í röð - úrslit kvöldsins

    KR-konur héldu sigurgöngu sinni á fram í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið vann eins stigs sigur á Val, 62-61, í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda. Haukar unnu á sama tíma endurkomusigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni og nú munar aðeins tveimur stigum á Val og Haukum í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ná Haukakonur aftur Suðurnesjaþrennunni?

    Heil umferð fer fram í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld og þar gætu línur skýrst út um alla töflu. Keflavík og Snæfell berjast um deildarmeistaratitilinn, KR og Valur berjast um 3. sætið, Haukakonur lifa í voninni um sæti í úrslitakeppninni og Fjölnir þarf að vinna til að setja spennu í fallbaráttuna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bikarmeistararnir mæta á Ásvelli

    Dominos-deild kvenna fer aftur af stað í kvöld eftir smá hlé vegna bikarúrslitanna og verður þá heil umferð spiluð. Þetta er 22. umferðin af 28 í deildinni. Nýkrýndir bikarmeistarar Keflavíkur heimsækja Hauka í Schenkerhöllina á Ásvöllum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bikarkóngarnir tveir

    Stjarnan og Keflavík tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í körfubolta í Laugardalshöllinni um helgina en þjálfarar liðanna eru tveir sigursælustu menn í bikarúrslitunum, Teitur Örlygsson og Sigurður Ingimundarson.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Birna spilar sinn tíunda bikarúrslitaleik í dag

    Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, spilar tímamóta bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag þegar Keflavíkurkonur mæta Val í úrslitaleik Poweradebikars kvenna í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 13.30.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tveir risaleikir í Höllinni í dag

    Fréttablaðið fékk Inga Þór Steinþórsson, þjálfara beggja Snæfellsliðanna, til þess að spá í úrslitaleiki Powerade-bikarsins sem fram fara í Laugardalshöllinni í dag. Hann spáir Keflavík og Grindavík sigri í leikjunum og flestir aðrir spámenn Fréttablaðsin eru sammála.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Færri dómarar í bikarúrslitaleiknum í ár

    Grindavík og Stjarnan mætast á morgun í bikarúrslitaleik karla í körfubolta í Laugardalshöllinni og dómaranefnd KKÍ hefur raðað niður dómurum á leikinn sem og á kvennaleikinn sem er á milli Keflavíkur og Vals.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Er hún með svona lélegan umboðsmann?

    KR-ingar duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeir fengu til sín bandarísku körfuboltakonuna Shannon McCallum. Shannon McCallum skoraði 45 stig um helgina í átta stiga sigri KR á Snæfelli, 72-64, í Hólminum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Shannon með 147 stig á 139 mínútum - myndir

    Shannon McCallum hefur heldur betur stimplað sig inn í íslenska körfuboltann síðan að hún gekk til liðs við kvennalið KR á dögunum. McCallum var aðeins tveimur stigum frá því í kvöld að brjóta 40 stiga múrinn í þriðja leiknum í röð. KR vann þá Hauka 73-54 og svo gott sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Valskonur unnu topplið Keflavíkur

    Valskonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar þær skelltu sér til Keflavíkur og unnu 19 stiga sigur á toppliði Keflavíkur, 97-78. Þetta var aðeins annað tap Keflavíkurliðsins á deild og bikar á tímabilinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ólöf Helga glímir við taugaskemmdir í skothendinni - ferillinn í hættu

    Ólöf Helga Pálsdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Njarðvíkur á síðasta tímabili og núverandi leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild kvenna hefur nánast ekkert getað spilað með Grindavíkurliðinu á þessu tímabili. Víkurfréttir segja frá því í dag að það sér óvíst hvort Ólöf Helga leiki hreinlega aftur körfubolta en hún er 27 ára gömul.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavíkurkonur í Höllina í tuttugasta sinn

    Það verða Keflavík og Valur sem spila til úrslita í Powerade-bikar kvenna í körfubolta í Laugardalshöllinni 16. febrúar næstkomandi en það kom í ljós þegar Keflavíkurkonur unnu 73-70 sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í dag. Valskonur komust í úrslitaleikinn með sigri á Hamar í Hveragerði í gær.

    Körfubolti