Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2015 12:20 Hildur Sigurðardóttir hlaðin verðlaunum. vísir/valli Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, og Hildur Sigurðardóttir, leikstjórnandi Snæfells, voru kjörin bestu leikmenn tímabilsins í Dominos-deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ sem fór fram í Laugardalnum í hádeginu í dag. Pavel var frábær í deildakeppninni þar til hann meiddist, en hann kom aftur inn í úrslitakeppninni og leiddi sitt lið til sigurs gegn Tindastóli í lokaúrslitunum. Hann spilaði í heildina 24 leiki á tímabilinu og skoraði 11,4 stig að meðaltali í leik, tók 9,4 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Annað árið í röð leiddi Hildur Sigurðardóttir Snæfelsstúlkur til Íslandsmeistaratitils, en hún var frábær á tímabilinu. Hildur skoraði 13,5 stig að meðaltali í leikjunum 35 sem hún spilaði á tímabilinu, tók 9,3 fráköst og gaf 5,9 stoðsendingar.Pavel tekur við sínum viðurkenningum.vísir/valliHún var mögnuð í lokaúrslitunum, sérstaklega á lokamínútunum í þriðja leiknum gegn Keflavík þar sem Snæfell tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Hildur lagði skóna á hilluna eftir tímabilið en kveður sem fimmfaldur Íslandsmeistari og besti leikmaður ársins. Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var kjörinn besti þjálfarinn, en hann kom nýliðum Tindastóls í lokaúrslitin þar sem Stólarnir töpuðu gegn KR, 3-1. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var kjörinn bestur í kvennadeildinni, en hann gerði Snæfellsliðið að deildar- og Íslandsmeisturum. Michael Craion var kjörinn besti erlendi leikmaðurinn í Dominos-deild karla og Kristen McCarthy best í Dominos-deild kvenna. Hér að neðan má sjá öll verðlaunin og úrvalsliðin sem einnig voru tilkynnt á lokahófinu í dag.Dominos-deild karla:Besti leikmaður: Pavel Ermolinskij, KRBesti erlendi leikmaðurinn: Michael Craion, KRÞjálfari ársins: Israel Martin, TindastóllVarnarmaður ársins: Darri Hilmarsson, KRBesti ungi leikmaðurinn: Pétur Rúnar Birgisson, TindastóllPrúðasti leikmaðurinn: Darri Hilmarsson KRLið ársins: Grétar Ingi Erlendsson, Þór Þorlákshöfn Darrel Lewis, Tindastóll Helgi Már Magnússon, KR Logi Gunnarsson, Njarðvík Pavel Ermolinskij, KRIngi Þór Steinþórsson.vísir/stefánDominos-deild kvenna:Besti leikmaður: Hildur Sigurðardóttir, SnæfellBesti erlendi leikmaðurinn: Kristen McCarthy, SnæfellÞjálfari ársins: Ingi Þór Steinþórsson, SnæfellVarnarmaður ársins: Gunnhildur Gunnarsdóttir, SnæfellBesti ungi leikmaðurinn: Sara Rún Hinriksdóttir, KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn: Hildur Sigurðardóttir, SnæfellLið ársins: Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík Petrúnella Skúladóttir, Grindavík Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfell Hildur Sigurðardóttir, SnæfellBesti dómarinn í Dominos-deildunum: Sigmundur Már Herbertsson1. deild karla:Besti leikmaður: Ari Gylfason, FSuBesti ungi leikmaðurinn: Erlendur Ágúst Stefánsson, FSuÞjálfari ársins: Viðar Hafsteinsson, HötturLið ársins: Hreinn Gunnar Birgisson, Höttur Fannar Freyr Helgason, ÍA Örn Sigurðarson, Hamar Hlynur Hreinsson, FSu Ari Gylfason, Fsu1. deild kvenna: Besti leikmaður: Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan Besti ungi leikmaðurinn: Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ Þjálfari ársins: Sævaldur Bjarnason, StjarnanLið ársins: Bríet Lilja Sigurðardóttir, Tindastóll Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ Eva María Emilsdóttir, Stjarnan Erna Hákonardóttir, Njarðvík Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, og Hildur Sigurðardóttir, leikstjórnandi Snæfells, voru kjörin bestu leikmenn tímabilsins í Dominos-deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ sem fór fram í Laugardalnum í hádeginu í dag. Pavel var frábær í deildakeppninni þar til hann meiddist, en hann kom aftur inn í úrslitakeppninni og leiddi sitt lið til sigurs gegn Tindastóli í lokaúrslitunum. Hann spilaði í heildina 24 leiki á tímabilinu og skoraði 11,4 stig að meðaltali í leik, tók 9,4 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Annað árið í röð leiddi Hildur Sigurðardóttir Snæfelsstúlkur til Íslandsmeistaratitils, en hún var frábær á tímabilinu. Hildur skoraði 13,5 stig að meðaltali í leikjunum 35 sem hún spilaði á tímabilinu, tók 9,3 fráköst og gaf 5,9 stoðsendingar.Pavel tekur við sínum viðurkenningum.vísir/valliHún var mögnuð í lokaúrslitunum, sérstaklega á lokamínútunum í þriðja leiknum gegn Keflavík þar sem Snæfell tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Hildur lagði skóna á hilluna eftir tímabilið en kveður sem fimmfaldur Íslandsmeistari og besti leikmaður ársins. Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var kjörinn besti þjálfarinn, en hann kom nýliðum Tindastóls í lokaúrslitin þar sem Stólarnir töpuðu gegn KR, 3-1. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var kjörinn bestur í kvennadeildinni, en hann gerði Snæfellsliðið að deildar- og Íslandsmeisturum. Michael Craion var kjörinn besti erlendi leikmaðurinn í Dominos-deild karla og Kristen McCarthy best í Dominos-deild kvenna. Hér að neðan má sjá öll verðlaunin og úrvalsliðin sem einnig voru tilkynnt á lokahófinu í dag.Dominos-deild karla:Besti leikmaður: Pavel Ermolinskij, KRBesti erlendi leikmaðurinn: Michael Craion, KRÞjálfari ársins: Israel Martin, TindastóllVarnarmaður ársins: Darri Hilmarsson, KRBesti ungi leikmaðurinn: Pétur Rúnar Birgisson, TindastóllPrúðasti leikmaðurinn: Darri Hilmarsson KRLið ársins: Grétar Ingi Erlendsson, Þór Þorlákshöfn Darrel Lewis, Tindastóll Helgi Már Magnússon, KR Logi Gunnarsson, Njarðvík Pavel Ermolinskij, KRIngi Þór Steinþórsson.vísir/stefánDominos-deild kvenna:Besti leikmaður: Hildur Sigurðardóttir, SnæfellBesti erlendi leikmaðurinn: Kristen McCarthy, SnæfellÞjálfari ársins: Ingi Þór Steinþórsson, SnæfellVarnarmaður ársins: Gunnhildur Gunnarsdóttir, SnæfellBesti ungi leikmaðurinn: Sara Rún Hinriksdóttir, KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn: Hildur Sigurðardóttir, SnæfellLið ársins: Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík Petrúnella Skúladóttir, Grindavík Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfell Hildur Sigurðardóttir, SnæfellBesti dómarinn í Dominos-deildunum: Sigmundur Már Herbertsson1. deild karla:Besti leikmaður: Ari Gylfason, FSuBesti ungi leikmaðurinn: Erlendur Ágúst Stefánsson, FSuÞjálfari ársins: Viðar Hafsteinsson, HötturLið ársins: Hreinn Gunnar Birgisson, Höttur Fannar Freyr Helgason, ÍA Örn Sigurðarson, Hamar Hlynur Hreinsson, FSu Ari Gylfason, Fsu1. deild kvenna: Besti leikmaður: Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan Besti ungi leikmaðurinn: Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ Þjálfari ársins: Sævaldur Bjarnason, StjarnanLið ársins: Bríet Lilja Sigurðardóttir, Tindastóll Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ Eva María Emilsdóttir, Stjarnan Erna Hákonardóttir, Njarðvík Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Sjá meira