Listræn súkkulaðiupplifun og girnilegt smakk Vöruhönnuðurinn Theodóra Alfreðsdóttir er hugfangin af súkkulaði og rannsakar ólíkar hliðar þess á sýningunni Samruni á HönnunarMars. Sýningin er unnin í samstarfi við súkkulaðigerðina Omnom. Tíska og hönnun 23. apríl 2024 14:00
Menningarlífið iðar og HönnunarMars hefst á morgun HönnunarMars hefst með glimmeri, pompi og prakt á morgun við hátíðlega athöfn í Hafnarhúsinu klukkan 17:00. Menningarunnendur geta sótt fjöldann allan af viðburðum á næstu dögum og stendur hátíðin fram á sunnudag. Tíska og hönnun 23. apríl 2024 13:00
Hefur hannað fyrir Miley Cyrus og Erykah Badu Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí hefur vakið mikla athygli víðs vegar um heiminn fyrir einstakar peysur sínar en hennar einkenni er að gefa gölluðum flíkum nýtt og flottara líf. Mynd af peysu Ýrar fór sem eldur um sinu um Internetið fyrir nokkrum árum og leiddi það meðal annars af sér viðskipti við Miley Cyrus og Erykah Badu og viðtal við Vogue. Blaðamaður ræddi við Ýr eða Ýrúrarí en hún verður með sýningu á HönnunarMars í ár. Tíska og hönnun 23. apríl 2024 07:00
Íslensk skartgripahönnun á besta stað í New York „Okkur þykir þetta vera mikill heiður og það er mjög spennandi fyrir lítið íslenskt fyrirtæki að fá svona tækifæri,“ segir gullsmiðurinn Rós Kristjánsdóttir. Hún á skartgripafyrirtækið Hik&Rós ásamt Helga Kristinssyni gullsmíðameistara en þau voru nýlega að byrja að selja hönnun sína í glæsilega verslun á besta stað í New York borg. Tíska og hönnun 22. apríl 2024 17:01
Starfaði fyrir pólska herinn og sýnir nú skartgripi á Garðatorgi Menningarlífið iðar á Garðatorgi um þessar mundir en Hönnunarsafn Íslands, sem er staðsett þar, stendur fyrir opnun og uppskeruhátíð á morgun klukkan 18:00. Tíska og hönnun 22. apríl 2024 16:01
Kemur beint frá París með vistvæna tískustrauma „Markmið mitt er að geta fært reynsluna mína inn í framtíðina með von um betri og sjálfbærari leiðir til að búa til klæðnað,“ segir fata-og textílhönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg. Hún hefur verið að gera öfluga hluti í tískuheiminum úti og segist með námi sínu og reynslu hafa aflað sér framúrskarandi tæknilegrar og skapandi þekkingar. Tíska og hönnun 22. apríl 2024 12:31
Ragga Gísla útskýrir gjörninginn Ragga Gísla verður með alveg einstakan gjörning á Hönnunarmars. Og Hönnunarmars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 24. til 28. apríl. Lífið 22. apríl 2024 10:30
„Frá naglalakki hjá ömmu í iðnaðarmann í skítugum fötum“ Stílistinn, hönnuðurinn og lífskúnstnerinn Alexander Freyr Sindrason hefur gríðarlegan áhuga á tísku og hefur meðal annars hannað fatnað á poppstjörnuna Patrik Atla eða PBT. Hann elskar hvernig tískan getur brotið upp á hversdagsleikann og gert lífið skemmtilegra en Alexander er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 20. apríl 2024 11:30
Nýtt merki Þróttar komið á búninginn Þrátt fyrir að enn eigi eftir að kjósa um tillögu að nýju merki Þróttar í Reykjavík er búið að prenta það á búninga liðsins. Kvennalið félagsins hefur leik í Bestu deild kvenna á mánudagskvöld. Íslenski boltinn 19. apríl 2024 14:54
Arkitekt dýrasta húss Íslandssögunnar selur í Fossvogi Við Giljaland 3 í Fossvogsdal má finna glæsilegt 235 fermetra raðhús sem var byggt árið 1969. Húsið er í eigu Sigurðar Halldórssonar arkitekts, einn af eigendum arkitektastofunnar Glámu-Kím, sem hannaði dýrasta hús Íslandssögunnar sem stendur við Mávanes í Garðabæ, og Elísabetar Konráðsdóttur hjúkrunarfræðings. Lífið 19. apríl 2024 14:24
Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár „Ein besta fermingargjöfin sem völ er á að mínu mati er hlý og vönduð sæng,“ segir Anna Bára Ólafsdóttir, eigandi Dúns og fiðurs, sem er staðsett á Laugavegi 86 í Reykjavík. Lífið samstarf 19. apríl 2024 12:33
Curry reyndi að fá Clark til Under Armour en Nike hafði betur Körfuboltakonan Caitlin Clark mun skrifa undir nýjan risa skósamning við Nike. Hún fær sinn eigin einkennisskó hjá Nike. Körfubolti 18. apríl 2024 15:00
Myndavél frá afa algjör fjársjóður Markaðsstjórinn og tískuskvísan Maja Mist er mikið töskukona og hefur fjárfest í nokkrum hátískutöskum í gegnum tíðina. Hún opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis í fasta liðnum Hvað er í töskunni? Tíska og hönnun 18. apríl 2024 11:30
Þróttarar kjósa um nýtt merki Á auka aðalfundi Þróttar í Reykjavík á mánudaginn verður kosið um breytingu á merki og búningi félagsins. Íslenski boltinn 17. apríl 2024 16:16
Laufey í Vogue ásamt Rihönnu Tónlistarkonan Laufey fer mikinn í nýjasta myndaröð kínverska Vogue þar sem kollegi hennar Rihanna prýðir forsíðuna. Ljósmyndarinn Arseny Jabiev tók myndirnar af Laufey sem tónlistarkonan deildi á Instagram í gærkvöldi. Lífið 17. apríl 2024 10:08
Steldu stíl nýja ráðherrans Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra Vinstri grænna í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Hún mætti skelegg til leiks og setti tóninn með djörfum fatastíl á fyrsta degi sem ráðherra. Vísir rýndi nánar í fatastíl þingmannsins úr Norðausturkjördæmi. Lífið 16. apríl 2024 17:36
ILVA tilnefnt til hönnunarverðlauna Bo Bedre Danska hönnunartímaritið BO BEDRE hefur tilnefnt fimm af hönnunum ILVA til Boligmagasinet Designfavorit 2024 í flokkunum: Sófi, loftljós, útihúsgögn, lítil borð og motta. Lífið samstarf 16. apríl 2024 08:45
Karlmannsnærbuxurnar sem eru að gera allt vitlaust „Þeir sem prófa þessar henda yfirleitt bara gömlu nærbuxunum og skipta alfarið yfir. Þetta er algjör bylting í nærfatnaði fyrir karlmenn,“ segir Ómar Ómarsson sem stendur á bak við Comfyballs.is Lífið samstarf 15. apríl 2024 10:16
„Það mikilvægasta er að vera trúr sjálfum sér“ Fegurðardrottningin Helena Hafþórsdóttir O’Connor er mikil áhugakona um tísku og nýtur þess í botn að klæða sig upp. Hún sækir tískuinnblásturinn meðal annars til mömmu sinnar og ömmu. Helena er viðmælandi í Tískutali. Tíska og hönnun 13. apríl 2024 11:31
Munnskolið mikilvægt í förðunarstarfinu Förðunarfræðingurinn og ofurskvísan Kolbrún Anna Vignisdóttir er vanalega alltaf með förðunarnauðsynjavörur í töskunni sinni og klikkar sömuleiðis ekki á því að vera bæði með munnskol og tyggjó. Hún er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? Tíska og hönnun 11. apríl 2024 11:31
Mínímalísk íbúð Lísu Maríu til sölu Lísa María Markúsdóttir, einkaþjálfari og sminka á RÚV, hefur sett íbúð við Dynsali í Kópavogi á sölu. Eignin telur 101 fermeter og er í húsi sem var byggt árið 2001. Ásett verð er 74,5 milljónir. Lífið 10. apríl 2024 20:01
Viðar Logi meðal 30 undir 30 á lista Forbes „Það er sérstaklega súrrealískt fyrir millistéttarstrák frá Dalvík að vera á lista meðal þessara brautryðjenda,“ segir ljósmyndarinn og listamaðurinn Viðar Logi. Hann komst á eftirsóttan lista Forbes tímaritsins um 30 einstaklinga undir 30 ára sem hafa náð hvað mestri velgengni á sviði lista og menningar í Evrópu árið 2024. Lífið 9. apríl 2024 12:11
„Sjálfstraustið er besti fylgihluturinn“ Tískubloggarinn og hlaðvarpsstýran Guðrún Sørtveit hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og elskar að klæða sig upp. Áður fyrr reyndi hún að falla inn í hópinn en gerir núna í því að skera sig úr og klæða sig í það sem henni sjálfri finnst flott. Guðrún er viðmælandi í Tískutali. Tíska og hönnun 6. apríl 2024 11:31
Gafst ekki upp Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson gefst ekki upp þó á móti blási. Hann sló í gegn með hönnunarfyrirtæki sínu JÖR sem hann stofnaði ásamt Gunnari Erni Petersen fyrir nokkrum árum. Lífið 5. apríl 2024 11:01
„Martröð“ að spila í of síðu goth pilsi Tónlistarkonan Tatjana Dís, meðlimur hljómsveitarinnar ex.girls, hefur gaman að hverfulleika tískunnar, þar sem eitthvað sem telst ljótt eina stundina getur orðið flott stuttu síðar. Tatjana forðast það að klæðast úlpu við hælaskó, sækir tískuinnblástur til bestu vinkonu sinnar og er viðmælandi í Tískutali. Tíska og hönnun 30. mars 2024 11:31
Tískan sýndi trúnaðarbrest í hruninu „Ég byrjaði fyrir fjórum, fimm árum síðan í doktorsnámi við Háskóla Íslands í félagsfræði. Ég er búin að skila af mér fyrsti og annarri greininni og á því eftir skrifa eina til viðbótar. Í fyrstu greininni fór ég og tók viðtal við konur í bankageiranum um það hvernig klæðnaður kvenna í bankaheiminum hefði breyst frá því um 20 eða 30 árum síðan,“ segir Linda Björg Árnadóttir sem er að vinna að doktorsritgerð við Háskóla Íslands. Lífið 28. mars 2024 12:23
Er sannkölluð Mary Poppins þegar það kemur að töskunni Heiður Ósk Eggertsdóttir er förðunarfræðingur, ofurskvísa og eigandi Reykjavik MakeUp School. Hún er með ýmislegt í töskunni hjá sér og deilir því hér með lesendum Vísis. Tíska og hönnun 28. mars 2024 11:30
Björk á forsíðu Vogue í fyrsta sinn Björk Guðmundsdóttir prýðir forsíðu tímaritsins Vogue Scandinavia í nýjasta tölublaðinu. Um er að ræða í fyrsta sinn sem tónlistarkonan prýðir forsíðu blaðsins sem er eitt frægasta tískutímarit í heimi. Tíska og hönnun 27. mars 2024 14:34
Fullkomlega ærandi að vita ekki hvernig jakkinn komst hinumegin á hnöttinn Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann fékk skilaboð frá eiganda JÖR jakka sem bjó í eyju sunnan við Síle í Suður-Ameríku. Sá hafði keypt flíkina á fatamarkaði og hafði svo uppi á Gumma á samfélagsmiðlum. Lífið 23. mars 2024 17:00
„Vinkonur mínar eru allar með tölu mestu gellur landsins“ Flugfreyjan Erna Viktoría hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og fær mikinn innblástur á ferðalögum sínum um heiminn. Hún er viðmælandi í Tískutali. Tíska og hönnun 23. mars 2024 11:30