Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júlí 2025 07:02 Labubu dýrin svokölluðu hafa vart farið framhjá notendum TikTok undanfarnar vikur. Krúttleg og skemmtileg leikföng eða enn ein birtingarmynd neysluhyggjunnar? Sitt sýnist hverjum. EPA/TikTok Loðin kanínulaga tuskudýr með illkvittinn svip ráða um þessar mundir ríkjum í netheimum og leikfangaframleiðandi úti í heimi malar á því gull. Dýrin heita einkennilegu nafni, Labubu, en til hvers eru þau og hvers vegna virðast alla og ömmu þeirra langa í þau? Birta Líf Ólafsdóttir hlaðvarpsstjórnandi og áhrifavaldur veit svörin við því, að hluta til hið minnsta. Birta Líf og Sunneva Einarsdóttur eru meðal þeirra sem vöktu athygli Íslendinga á dýrunum í Teboðinu, hlaðvarpi í þeirra stjórn. Stofnandinn einn sá ríkasti í Kína „Þetta byrjaði að koma mikið upp á for you síðuna á TikTok. Maður var mikið að sjá fólk opna kassana (e. unboxing) og það var spennandi að horfa á,“ segir Birta Líf. Áhrifavaldarnir nota dýrin fyrst og fremst sem aukahluti og hengja þau gjarnan á handtöskur eða bakpoka til skrauts. Verurnar eru seldar í lokuðum pakkningum sem virka þannig að kaupandi veit ekki nákvæmlega hvernig þær líta út, til að mynda hvernig þær eru á litinn, fyrr en búið er að kaupa leikfangið. Þannig virka þau á svipaðan hátt og hin geysivinsælu pokémon spil, eru mismunandi á litinn og missjaldgæf og því ákveðið fútt í að eignast nýjan, mögulega sjaldgæfan og því verðmætan grip. @vanessa.h.lopez Let’s unbox the whole set of the new labubu the monsters big into energy V3 series. I really want the secret!!😭 #asmr #asmrsounds #asmrvideo #asmrtiktoks #labubu #labubuthemonsters #labububigintoenergy #labubuhaveaseat #labubumacarons #labubuunboxing #bigintoenergylabubu #popmart #popmartunboxing #popmartblindbox #blindbox @POP MART US SHOP @POP MART US Localshop @POP MART US ♬ original sound - Vanessa Lopez Kínverska leikfangafyrirtækið Pop Mart framleiðir verurnar. Frá því að Labubu-æðið greip um sig hefur fyrirtækið þrefaldast í verði og í leið hefur Wang Ning, stofnandi Pop Mart, skotist upp í tíunda sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn Kína. „Þegar þau byrjuðu að selja þetta í Pop Mart í Bretlandi fór maður að sjá þetta hjá mjög mörgum breskum áhrifavöldum og þá varð þetta svolítið stórt,“ segir Birta Líf. Slegist í búðinni Dýrin hafi náð miklum vinsældum neytenda og selst upp. Sífellt erfiðara hafi orðið að verða sér út um Labubu dýr. Birta Líf segir frá því að á tímapunkti hafi Pop Mart tekið dýrin úr sölu vegna þess að fólk hafi lent í áflogum í verslununum. Fyrirtækið tilkynnti í maí að dýrin hafi verið tekin úr sölu tímabundið til að gæta öryggis verslunargesta. „Við fengum okkar [Labubu] á Ebay, keyptum hann af reseller sem sagðist vera að selja alvöru gerðina,“ segir Birta Líf. Dýrin vöktu miklar tilfinningar hlaðvarpsstjórnendanna eins og sjá má hér að neðan. @tebodid Labubu era 🥹🩷 #labubu #popmart #labubumacarons ♬ original sound - Teboðið 🎀🫖💓🍨 Þrátt fyrir það segist Birtu ekki endilega jafn umhugað um dýrin og ætla má af myndskeiðinu. „Það er búið að vera gaman að taka þátt í djókinu. Við Teboðið vitum að sumum finnst þetta alveg viðbjóðslega ljótt en það er bara partur af djókinu. Sumum finnst þetta geðveikt krípí.“ Endar oftast í ruslinu Þrátt fyrir að dýrin umræddu geti kætt til skemmri eða lengri tíma getur verið varhugavert að falla fyrir öllum mögulegum tískustraumum þegar litið er til loftslagsvárinnar. Laura Sólveig Lefort Scheefer er umhverfisfræðingur og formaður Ungra umhverfissinna. Laura Sólveig Lefort Scheefer umhverfisfræðingur og formaður Ungra umhverfissinna segir Labubu dúkkurnar klárt dæmi um örtísku (e. microtrend). Hún stingur upp á umhverfisvænni kostum og ráðleggur fólki sem telur sig verða að eignast slík dýr að láta gott heita eftir að hafa eignast eitt. Líkt og mörg önnur tískufyrirbæri verði Labubu bangsarnir líklega skammlífir. „Fólki finnst þetta auðvitað sætt og krúttlegt og sér flottar samfélagsmiðlastjörnur með svona og þá fer einhver hjarðhegðun í gang. Því finnst eins og það verður að eignast það líka en svo gengur þetta æði alltaf frekar hratt yfir. Þá endar þetta oftast í ruslinu,“ segir Laura. Hún bendir á að svipað Labubu-æði hafi gripið um sig í Asíu fyrir tveimur árum en því sé lokið fyrir löngu. „Ég er strax farin að sjá fólk á Beauty tips [Facebook hópnum] og Regn appinu að selja þessar dúkkur, annað hvort af því að það hefur misst áhugann eða keypti þær í óþarfa magni til að endurselja þær á dýrara verði, sem ýtir enn meira undir óþarfa neyslu,“ segir Laura. Erfitt að endurvinna Þá segir hún dýrin að mestu leyti gerðar úr svokölluðu PVC-plasti, sem er unnið úr jarðefnaeldsneyti og að hennar sögn mjög erfitt ef ekki ómögulegt að endurvinna. „Og framleiðslan losar náttúrlega gróðurhúsalofttegundir og getur þannig valdið mengun sem skaðar bæði náttúru og fólk, eins og reyndar allt sem við framleiðum. En svo er líka þetta með að fólk kaupir þetta bara á netinu. Út frá því sem ég hef séð fást engar alvöru svona dúkkur á Íslandi, og fólk vill oftast kaupa alvöru og þarf því að gera það á netinu,“ segir Laura. Með því þurfi að flytja vörurnar alla leið frá Asíu með tilheyrandi mengun. Laura ráðleggur fólki að hugsa sig tvisvar um áður en það kaupir örtískuvörur sem virðast spennandi í fyrstu en kunna að missa sjarmann fyrr en varir. „Það er alltaf hægt að velja umhverfisvænni valkosti, til dæmis með því að kaupa notað eða sleppa því að taka þátt í svona trendum,“ segir Laura. „Svo sá ég líka að einhverjir eru að hekla sína eigin Labubu, mér fannst það svolítið sniðugt.“ Tíska og hönnun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hjarðhegðun Íslendinga Hjarðhegðun Íslendinga endurspeglar smæð samfélagsins og hræðsluna við það að vera utangátta. Eða hvað? Hvers vegna er landinn á einu auga bragði klæddur í samskonar skó, ferðast til sömu áfangastaðanna og kaupir eins húsgögn? 19. febrúar 2024 07:00 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Birta Líf Ólafsdóttir hlaðvarpsstjórnandi og áhrifavaldur veit svörin við því, að hluta til hið minnsta. Birta Líf og Sunneva Einarsdóttur eru meðal þeirra sem vöktu athygli Íslendinga á dýrunum í Teboðinu, hlaðvarpi í þeirra stjórn. Stofnandinn einn sá ríkasti í Kína „Þetta byrjaði að koma mikið upp á for you síðuna á TikTok. Maður var mikið að sjá fólk opna kassana (e. unboxing) og það var spennandi að horfa á,“ segir Birta Líf. Áhrifavaldarnir nota dýrin fyrst og fremst sem aukahluti og hengja þau gjarnan á handtöskur eða bakpoka til skrauts. Verurnar eru seldar í lokuðum pakkningum sem virka þannig að kaupandi veit ekki nákvæmlega hvernig þær líta út, til að mynda hvernig þær eru á litinn, fyrr en búið er að kaupa leikfangið. Þannig virka þau á svipaðan hátt og hin geysivinsælu pokémon spil, eru mismunandi á litinn og missjaldgæf og því ákveðið fútt í að eignast nýjan, mögulega sjaldgæfan og því verðmætan grip. @vanessa.h.lopez Let’s unbox the whole set of the new labubu the monsters big into energy V3 series. I really want the secret!!😭 #asmr #asmrsounds #asmrvideo #asmrtiktoks #labubu #labubuthemonsters #labububigintoenergy #labubuhaveaseat #labubumacarons #labubuunboxing #bigintoenergylabubu #popmart #popmartunboxing #popmartblindbox #blindbox @POP MART US SHOP @POP MART US Localshop @POP MART US ♬ original sound - Vanessa Lopez Kínverska leikfangafyrirtækið Pop Mart framleiðir verurnar. Frá því að Labubu-æðið greip um sig hefur fyrirtækið þrefaldast í verði og í leið hefur Wang Ning, stofnandi Pop Mart, skotist upp í tíunda sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn Kína. „Þegar þau byrjuðu að selja þetta í Pop Mart í Bretlandi fór maður að sjá þetta hjá mjög mörgum breskum áhrifavöldum og þá varð þetta svolítið stórt,“ segir Birta Líf. Slegist í búðinni Dýrin hafi náð miklum vinsældum neytenda og selst upp. Sífellt erfiðara hafi orðið að verða sér út um Labubu dýr. Birta Líf segir frá því að á tímapunkti hafi Pop Mart tekið dýrin úr sölu vegna þess að fólk hafi lent í áflogum í verslununum. Fyrirtækið tilkynnti í maí að dýrin hafi verið tekin úr sölu tímabundið til að gæta öryggis verslunargesta. „Við fengum okkar [Labubu] á Ebay, keyptum hann af reseller sem sagðist vera að selja alvöru gerðina,“ segir Birta Líf. Dýrin vöktu miklar tilfinningar hlaðvarpsstjórnendanna eins og sjá má hér að neðan. @tebodid Labubu era 🥹🩷 #labubu #popmart #labubumacarons ♬ original sound - Teboðið 🎀🫖💓🍨 Þrátt fyrir það segist Birtu ekki endilega jafn umhugað um dýrin og ætla má af myndskeiðinu. „Það er búið að vera gaman að taka þátt í djókinu. Við Teboðið vitum að sumum finnst þetta alveg viðbjóðslega ljótt en það er bara partur af djókinu. Sumum finnst þetta geðveikt krípí.“ Endar oftast í ruslinu Þrátt fyrir að dýrin umræddu geti kætt til skemmri eða lengri tíma getur verið varhugavert að falla fyrir öllum mögulegum tískustraumum þegar litið er til loftslagsvárinnar. Laura Sólveig Lefort Scheefer er umhverfisfræðingur og formaður Ungra umhverfissinna. Laura Sólveig Lefort Scheefer umhverfisfræðingur og formaður Ungra umhverfissinna segir Labubu dúkkurnar klárt dæmi um örtísku (e. microtrend). Hún stingur upp á umhverfisvænni kostum og ráðleggur fólki sem telur sig verða að eignast slík dýr að láta gott heita eftir að hafa eignast eitt. Líkt og mörg önnur tískufyrirbæri verði Labubu bangsarnir líklega skammlífir. „Fólki finnst þetta auðvitað sætt og krúttlegt og sér flottar samfélagsmiðlastjörnur með svona og þá fer einhver hjarðhegðun í gang. Því finnst eins og það verður að eignast það líka en svo gengur þetta æði alltaf frekar hratt yfir. Þá endar þetta oftast í ruslinu,“ segir Laura. Hún bendir á að svipað Labubu-æði hafi gripið um sig í Asíu fyrir tveimur árum en því sé lokið fyrir löngu. „Ég er strax farin að sjá fólk á Beauty tips [Facebook hópnum] og Regn appinu að selja þessar dúkkur, annað hvort af því að það hefur misst áhugann eða keypti þær í óþarfa magni til að endurselja þær á dýrara verði, sem ýtir enn meira undir óþarfa neyslu,“ segir Laura. Erfitt að endurvinna Þá segir hún dýrin að mestu leyti gerðar úr svokölluðu PVC-plasti, sem er unnið úr jarðefnaeldsneyti og að hennar sögn mjög erfitt ef ekki ómögulegt að endurvinna. „Og framleiðslan losar náttúrlega gróðurhúsalofttegundir og getur þannig valdið mengun sem skaðar bæði náttúru og fólk, eins og reyndar allt sem við framleiðum. En svo er líka þetta með að fólk kaupir þetta bara á netinu. Út frá því sem ég hef séð fást engar alvöru svona dúkkur á Íslandi, og fólk vill oftast kaupa alvöru og þarf því að gera það á netinu,“ segir Laura. Með því þurfi að flytja vörurnar alla leið frá Asíu með tilheyrandi mengun. Laura ráðleggur fólki að hugsa sig tvisvar um áður en það kaupir örtískuvörur sem virðast spennandi í fyrstu en kunna að missa sjarmann fyrr en varir. „Það er alltaf hægt að velja umhverfisvænni valkosti, til dæmis með því að kaupa notað eða sleppa því að taka þátt í svona trendum,“ segir Laura. „Svo sá ég líka að einhverjir eru að hekla sína eigin Labubu, mér fannst það svolítið sniðugt.“
Tíska og hönnun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hjarðhegðun Íslendinga Hjarðhegðun Íslendinga endurspeglar smæð samfélagsins og hræðsluna við það að vera utangátta. Eða hvað? Hvers vegna er landinn á einu auga bragði klæddur í samskonar skó, ferðast til sömu áfangastaðanna og kaupir eins húsgögn? 19. febrúar 2024 07:00 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Hjarðhegðun Íslendinga Hjarðhegðun Íslendinga endurspeglar smæð samfélagsins og hræðsluna við það að vera utangátta. Eða hvað? Hvers vegna er landinn á einu auga bragði klæddur í samskonar skó, ferðast til sömu áfangastaðanna og kaupir eins húsgögn? 19. febrúar 2024 07:00