Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Flugfreyjuhattar Icelandair frá tískurisanum Balenciaga fá nýtt líf

Einkennisfatnaður Icelandair hefur flogið út um allan heim. Hann hefur þjónað hlutverki sínu til fjölda ára og tekið á móti milljónum farþega um borð. Í fyrra var nýr einkennisfatnaður tekinn í notkun og sá gamli, sem hannaður var af Steinunni Sigurðardóttur, heldur nú ferðalagi sínu áfram í annarri mynd.

Lífið
Fréttamynd

Hefur hannað fyrir Miley Cyrus og Erykah Badu

Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí hefur vakið mikla athygli víðs vegar um heiminn fyrir einstakar peysur sínar en hennar einkenni er að gefa gölluðum flíkum nýtt og flottara líf. Mynd af peysu Ýrar fór sem eldur um sinu um Internetið fyrir nokkrum árum og leiddi það meðal annars af sér viðskipti við Miley Cyrus og Erykah Badu og viðtal við Vogue. Blaðamaður ræddi við Ýr eða Ýrúrarí en hún verður með sýningu á HönnunarMars í ár.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ís­lensk skart­gripa­hönnun á besta stað í New York

„Okkur þykir þetta vera mikill heiður og það er mjög spennandi fyrir lítið íslenskt fyrirtæki að fá svona tækifæri,“ segir gullsmiðurinn Rós Kristjánsdóttir. Hún á skartgripafyrirtækið Hik&Rós ásamt Helga Kristinssyni gullsmíðameistara en þau voru nýlega að byrja að selja hönnun sína í glæsilega verslun á besta stað í New York borg.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Kemur beint frá París með vistvæna tísku­strauma

„Markmið mitt er að geta fært reynsluna mína inn í framtíðina með von um betri og sjálfbærari leiðir til að búa til klæðnað,“ segir fata-og textílhönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg. Hún hefur verið að gera öfluga hluti í tískuheiminum úti og segist með námi sínu og reynslu hafa aflað sér framúrskarandi tæknilegrar og skapandi þekkingar.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Arki­tekt dýrasta húss Ís­lands­sögunnar selur í Foss­vogi

Við Giljaland 3 í Fossvogsdal má finna glæsilegt 235 fermetra raðhús sem var byggt árið 1969. Húsið er í eigu Sigurðar Halldórssonar arkitekts, einn af eigendum arkitektastofunnar Glámu-Kím, sem hannaði dýrasta hús Íslandssögunnar sem stendur við Mávanes í Garðabæ, og Elísabetar Konráðsdóttur hjúkrunarfræðings. 

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey í Vogue á­samt Rihönnu

Tónlistarkonan Laufey fer mikinn í nýjasta myndaröð kínverska Vogue þar sem kollegi hennar Rihanna prýðir forsíðuna. Ljósmyndarinn Arseny Jabiev tók myndirnar af Laufey sem tónlistarkonan deildi á Instagram í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Steldu stíl nýja ráð­herrans

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra Vinstri grænna í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Hún mætti skelegg til leiks og setti tóninn með djörfum fatastíl á fyrsta degi sem ráðherra. Vísir rýndi nánar í fatastíl þingmannsins úr Norðausturkjördæmi. 

Lífið
Fréttamynd

Munnskolið mikil­vægt í förðunarstarfinu

Förðunarfræðingurinn og ofurskvísan Kolbrún Anna Vignisdóttir er vanalega alltaf með förðunarnauðsynjavörur í töskunni sinni og klikkar sömuleiðis ekki á því að vera bæði með munnskol og tyggjó. Hún er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni?

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Mínímalísk í­búð Lísu Maríu til sölu

Lísa María Markúsdóttir, einkaþjálfari og sminka á RÚV, hefur sett íbúð við Dynsali í Kópavogi á sölu. Eignin telur 101 fermeter og er í húsi sem var byggt árið 2001. Ásett verð er 74,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Viðar Logi meðal 30 undir 30 á lista Forbes

„Það er sérstaklega súrrealískt fyrir millistéttarstrák frá Dalvík að vera á lista meðal þessara brautryðjenda,“ segir ljósmyndarinn og listamaðurinn Viðar Logi. Hann komst á eftirsóttan lista Forbes tímaritsins um 30 einstaklinga undir 30 ára sem hafa náð hvað mestri velgengni á sviði lista og menningar í Evrópu árið 2024. 

Lífið
Fréttamynd

„Sjálfs­traustið er besti fylgihluturinn“

Tískubloggarinn og hlaðvarpsstýran Guðrún Sørtveit hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og elskar að klæða sig upp. Áður fyrr reyndi hún að falla inn í hópinn en gerir núna í því að skera sig úr og klæða sig í það sem henni sjálfri finnst flott. Guðrún er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Gafst ekki upp

Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson gefst ekki upp þó á móti blási. Hann sló í gegn með hönnunarfyrirtæki sínu JÖR sem hann stofnaði ásamt Gunnari Erni Petersen fyrir nokkrum árum.

Lífið
Fréttamynd

„Mar­tröð“ að spila í of síðu goth pilsi

Tónlistarkonan Tatjana Dís, meðlimur hljómsveitarinnar ex.girls, hefur gaman að hverfulleika tískunnar, þar sem eitthvað sem telst ljótt eina stundina getur orðið flott stuttu síðar. Tatjana forðast það að klæðast úlpu við hælaskó, sækir tískuinnblástur til bestu vinkonu sinnar og er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Tískan sýndi trúnaðar­brest í hruninu

„Ég byrjaði fyrir fjórum, fimm árum síðan í doktorsnámi við Háskóla Íslands í félagsfræði. Ég er búin að skila af mér fyrsti og annarri greininni og á því eftir skrifa eina til viðbótar. Í fyrstu greininni fór ég og tók viðtal við konur í bankageiranum um það hvernig klæðnaður kvenna í bankaheiminum hefði breyst frá því um 20 eða 30 árum síðan,“ segir Linda Björg Árnadóttir sem er að vinna að doktorsritgerð við Háskóla Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Björk á for­síðu Vogue í fyrsta sinn

Björk Guðmundsdóttir prýðir forsíðu tímaritsins Vogue Scandinavia í nýjasta tölublaðinu. Um er að ræða í fyrsta sinn sem tónlistarkonan prýðir forsíðu blaðsins sem er eitt frægasta tískutímarit í heimi.

Tíska og hönnun