Shein ginni neytendur til skyndikaupa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. maí 2025 16:24 Shein hefur fengið skammir frá Evrópusambandinu. GETTY/Mike Kemp Neytendayfirvöld í Evrópu og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa hafa tilkynnt kínverska netverslunarrisanum Shein að hann brjóti í bága við fjölmörg neytendaverndarlög sambandsins. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir þetta enn eina áminninguna til neytenda um að vara sig á verslunum sem þessum. Neytendayfirvöld í Belgíu, Frakklandi, Írlandi og Hollandi (CPC), með samræmingu frá framkvæmdastjórn ESB, hafa netverslunina til rannsóknar. Óskað hafi verið eftir frekari upplýsingum frá Shein í þágu rannsóknarinnar og því beint til hennar að aðlaga viðskiptahætti sína að löggjöf ESB. „Þarna hafa stofnanir um alla Evrópu verið að fá kvartanir um það að viðskiptahættir séu athugasemdaverðir. Þarna er samstarfsnetið í heild sinni að skoða vefsíðuna og fara í viðræður við fyrirtækið um úrbætur sem virðist þurfa að gera á síðunni til að réttindi neytenda séu virt,“ segir Matthildur Sveinsdóttir yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu. Oft sé verið að ginna neytendur í kaup. „Þetta snýst um það að það er verið að veita upplýsingar um afslætti sem eru mögulega ekki réttir, það eru ekki veittar upplýsingar um fyrra vöruverð ef lækkanir eru kynntar. Það er verið að láta þig halda að þú sért að fá einhvern svaka ávinning eða græða við kaupin. Þetta er allt til þess gert að hvetja þig til að taka einhverja skyndiákvörðun um kaupin.“ Oft sé ekki verið að veita réttar upplýsingar um rétt kaupenda til að falla frá samningi, ekki verið að svara erindum ef neytendur kvarta og vilja skila vöru og svo framvegis. Neytendastofa er ekki að skoða þessi mál en Matthildur segir eflaust að þessum viðskiptaháttum sé einnig beitt hér og hvetur fólk til að hafa varann á. Bæði Shein og Temu hafa verið til skoðunar hérlendis, bæði vegna þess að föt hafa mælst eitruð, umhverfisfótspor þeirra er mikið og vörurnar geta beinlínis verið hættulegar. „Þessar aðgerðir í Evrópu munu óhjákvæmilega hafa áhrif líka á neytendur hér á Íslandi. Það er mjög gott að þú minnist á vöruöryggi. Það hefur áhyggjur líka, að neytendur ´seu meðvitaðir um hvað þeir eru að kaupa, hvað er í þessum vörum,“ segir Matthildur Sveinsdóttir. Neytendur Verslun Tíska og hönnun Evrópusambandið Tengdar fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning 11. maí 2025 18:57 Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum. 3. september 2024 10:18 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Neytendayfirvöld í Belgíu, Frakklandi, Írlandi og Hollandi (CPC), með samræmingu frá framkvæmdastjórn ESB, hafa netverslunina til rannsóknar. Óskað hafi verið eftir frekari upplýsingum frá Shein í þágu rannsóknarinnar og því beint til hennar að aðlaga viðskiptahætti sína að löggjöf ESB. „Þarna hafa stofnanir um alla Evrópu verið að fá kvartanir um það að viðskiptahættir séu athugasemdaverðir. Þarna er samstarfsnetið í heild sinni að skoða vefsíðuna og fara í viðræður við fyrirtækið um úrbætur sem virðist þurfa að gera á síðunni til að réttindi neytenda séu virt,“ segir Matthildur Sveinsdóttir yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu. Oft sé verið að ginna neytendur í kaup. „Þetta snýst um það að það er verið að veita upplýsingar um afslætti sem eru mögulega ekki réttir, það eru ekki veittar upplýsingar um fyrra vöruverð ef lækkanir eru kynntar. Það er verið að láta þig halda að þú sért að fá einhvern svaka ávinning eða græða við kaupin. Þetta er allt til þess gert að hvetja þig til að taka einhverja skyndiákvörðun um kaupin.“ Oft sé ekki verið að veita réttar upplýsingar um rétt kaupenda til að falla frá samningi, ekki verið að svara erindum ef neytendur kvarta og vilja skila vöru og svo framvegis. Neytendastofa er ekki að skoða þessi mál en Matthildur segir eflaust að þessum viðskiptaháttum sé einnig beitt hér og hvetur fólk til að hafa varann á. Bæði Shein og Temu hafa verið til skoðunar hérlendis, bæði vegna þess að föt hafa mælst eitruð, umhverfisfótspor þeirra er mikið og vörurnar geta beinlínis verið hættulegar. „Þessar aðgerðir í Evrópu munu óhjákvæmilega hafa áhrif líka á neytendur hér á Íslandi. Það er mjög gott að þú minnist á vöruöryggi. Það hefur áhyggjur líka, að neytendur ´seu meðvitaðir um hvað þeir eru að kaupa, hvað er í þessum vörum,“ segir Matthildur Sveinsdóttir.
Neytendur Verslun Tíska og hönnun Evrópusambandið Tengdar fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning 11. maí 2025 18:57 Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum. 3. september 2024 10:18 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning 11. maí 2025 18:57
Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum. 3. september 2024 10:18