Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Lovísa Arnardóttir skrifar 21. maí 2025 08:33 Frá undirritun samningsins. Aðsend Reitir fasteignafélag og Háskólinn í Reykjavík (HR) hafa undirritað rammasamning um samstarf til þriggja ára. Samstarfið felur í sér árlega hugmyndasamkeppni fyrir nemendur HR þar sem þau fá tækifæri til að takast á við raunveruleg verkefni úr starfsemi Reita. Fyrsta hugmyndasamkeppnin verður haldin haustið 2025 og munu nánari upplýsingar um keppnina verða kynntar við upphaf haustannar háskólans. Í sameiginlegri tilkynningu kemur fram að samstarfið sé mikilvægt skref í að efla tengsl háskólasamfélagsins og atvinnulífsins með áherslu á nýsköpun, sköpunargleði og hagnýta reynslu nemenda. „Sterk tengsl við atvinnulífið og áhersla á nýsköpun hafa verið aðalsmerki Háskólans í Reykjavík allt frá stofnun. Þetta nýja samstarf við Reiti er liður í því að efla þessi tengsl og þessa áherslu enn frekar. Samstarfið veitir nemendum okkar góð tækifæri til þess að nýta þekkingu sína í raunverulegum verkefnum, taka þátt í nýsköpun og styrkja sín eigin tengsl við atvinnulífið,“ segir Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, í tilkynningu. Í samstarfinu muni HR og Reitir standa fyrir hugmyndasamkeppni þar sem nemendur þvert á deildir fái tækifæri til að taka þátt í þróun lausna á raunverulegum viðfangsefnum sem Reitir vinna að, eða stefna að í framtíðinni. Hugmyndasamkeppni á sér erlendar fyrirmyndir samkvæmt tilkynningu og verðmætt tækifæri fyrir nemendur sem taka þátt til þess að styrkja tengsl sín við atvinnulífið, nýta fræðilega þekkingu sína á hagnýtan hátt, þróa færni í teymisvinnu, verkefnastjórnun og kynningu, fá faglega endurgjöf frá sérfræðingum og kynnast starfi fyrirtækja innan fasteignageirans. „Við erum virkilega spennt að hefja nýja vegferð með Háskólanum í Reykjavík, og efla nýsköpun í okkar verkefnum í samstarfi við þann öfluga hóp nemenda sem stundar nám við háskólann. Samstarfið er ekki síður liður í samfélagslegri ábyrð Reita og framlag til menntunar og nýsköpunar,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita, í tilkynningunni. Fasteignamarkaður Skóla- og menntamál Háskólar Reykjavík Arkitektúr Tíska og hönnun Reitir fasteignafélag Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Fyrsta hugmyndasamkeppnin verður haldin haustið 2025 og munu nánari upplýsingar um keppnina verða kynntar við upphaf haustannar háskólans. Í sameiginlegri tilkynningu kemur fram að samstarfið sé mikilvægt skref í að efla tengsl háskólasamfélagsins og atvinnulífsins með áherslu á nýsköpun, sköpunargleði og hagnýta reynslu nemenda. „Sterk tengsl við atvinnulífið og áhersla á nýsköpun hafa verið aðalsmerki Háskólans í Reykjavík allt frá stofnun. Þetta nýja samstarf við Reiti er liður í því að efla þessi tengsl og þessa áherslu enn frekar. Samstarfið veitir nemendum okkar góð tækifæri til þess að nýta þekkingu sína í raunverulegum verkefnum, taka þátt í nýsköpun og styrkja sín eigin tengsl við atvinnulífið,“ segir Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, í tilkynningu. Í samstarfinu muni HR og Reitir standa fyrir hugmyndasamkeppni þar sem nemendur þvert á deildir fái tækifæri til að taka þátt í þróun lausna á raunverulegum viðfangsefnum sem Reitir vinna að, eða stefna að í framtíðinni. Hugmyndasamkeppni á sér erlendar fyrirmyndir samkvæmt tilkynningu og verðmætt tækifæri fyrir nemendur sem taka þátt til þess að styrkja tengsl sín við atvinnulífið, nýta fræðilega þekkingu sína á hagnýtan hátt, þróa færni í teymisvinnu, verkefnastjórnun og kynningu, fá faglega endurgjöf frá sérfræðingum og kynnast starfi fyrirtækja innan fasteignageirans. „Við erum virkilega spennt að hefja nýja vegferð með Háskólanum í Reykjavík, og efla nýsköpun í okkar verkefnum í samstarfi við þann öfluga hóp nemenda sem stundar nám við háskólann. Samstarfið er ekki síður liður í samfélagslegri ábyrð Reita og framlag til menntunar og nýsköpunar,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita, í tilkynningunni.
Fasteignamarkaður Skóla- og menntamál Háskólar Reykjavík Arkitektúr Tíska og hönnun Reitir fasteignafélag Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent