Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Grunar að palestínskur söngvari keppi í Söngva­keppninni

Tónlistarkonuna Ágústu Evu Erlendsdóttur grunar að palestínskur tónlistarmaður taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Það sé ástæða þess að Ríkisútvarpið ætli ekki að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision fyrr en niðurstöður Söngvakeppninnar liggja fyrir. Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad hefur verið nefndur sem keppandi. 

Tónlist
Fréttamynd

Hótanir og reiði vegna ó­trú­legrar miða­sölu á Lauf­eyju

Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segist aðeins þrisvar sinnum hafa séð aðrar eins mótttökur og í morgun þegar miðar á aukatónleika Laufeyjar kláruðust á einni mínútu eftir að miðasala opnaði. Hann segir marga fokreiða út í Senu vegna málsins.

Lífið
Fréttamynd

„Smá gluggi inn í sálar­lífið mitt“

„Ég held að ég leyfi mér hér að vera enn berskjaldaðri en áður,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson um nýja tónlist sem hann var að gefa út. Tæplega fimmtán ár eru liðin frá því að hann sendi frá sér sitt fyrsta lag, Hlið við hlið, og hefur honum tekist að syngja sig aftur og aftur inn í hjörtu þjóðarinnar. 

Tónlist
Fréttamynd

„Rosa­legt á­fall að sjá hann berja mömmu“

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir áföll í æsku hafa litað líf hans að miklu leyti. Faðir hans var mikill drykkjumaður sem átti það til að breytast í skrímsli en frá móður sinni fékk hann ást og umhyggju.

Lífið
Fréttamynd

Gefur út nýja tón­list í fyrsta sinn í sex ár

Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake frumflutti á dögunum nýtt lag og stefnir í að gefa út fyrstu nýju plötuna í sex ár. Lagið heitir Selfish og flutti hann það á tónleikum í Memphis í Bandaríkjunum á föstudagskvöldið.

Tónlist
Fréttamynd

Þessi keppandi var sendur heim úr Idolinu

Annar þáttur Idolsins í beinni útsendingu fór fram í Idolhöllinni í kvöld. Þátturinn var æsispennandi, sjö keppendur mættu til leiks en aðeins sex komust áfram í lok kvölds.

Lífið
Fréttamynd

„Það er svo mikil pressa í nú­tíma sam­fé­lagi“

Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Beta Ey, segist þakklát fyrir að samfélagsmiðlar hafi ekki verið hluti af lífi hennar sem óöruggur unglingur. Hún segir tilkomu miðlanna ýta undir óraunhæfar kröfur og samanburð meðal ungmenna.

Lífið
Fréttamynd

„Hvaða sögu viltu fá?“

Idol-stjarnan Saga Matthildur Árnadóttir gaf út lagið Hvaða sögu viltu fá? á miðnætti sem er fyrsta smáskífa hennar af væntanlegri stuttskífu plötu. Frumflutningur lagsins verður í beinni útsendingu í Idol á Stöð 2 í kvöld. 

Lífið
Fréttamynd

„Eins og ég sé að dansa sárs­aukann frá mér“

„Ég verð eiginlega ótrúlega lítið stressuð fyrir gigg og er meira bara spennt,“ segir tónlistarkonan Guðlaug Sóley, betur þekkt sem Gugusar. Hún er að fara að spila á bransahátíðinni Eurosonic í Groningen, Hollandi í vikunni ásamt því að troða upp á háhýsaklúbbi í Amsterdam. Blaðamaður ræddi við Gugusar, sem var sömuleiðis að senda frá sér lagið Ekkert gerðist.

Tónlist
Fréttamynd

Föður­land: „Finnst alltaf jafn ömur­legt þegar þeir fara“

Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson segir erfitt að missa af mikilvægum stundum í lífi sonar síns og stjúpsonar þar sem hann hittir þá aðeins aðra hverja viku. Í lagi hans Farfuglar, sem kemur út á morgun, lýsir hann því hvernig það er að vera „pabbi í hlutastarfi“ og hversu mikið að hann þráir að verja meiri tíma með drengjunum tveimur.

Makamál
Fréttamynd

Nota­legur staður til að slamma á

Ljóðaslamm 2024 verður haldið í Borgarbókasafninu Grófinni á Safnanótt þann 2. febrúar næstkomandi. Slammið er opið öllum sem eru 16 ára og eldri. 

Menning
Fréttamynd

Heitustu trendin fyrir 2024

Nýtt ár er gengið í garð og með nýju ári koma hinar ýmsu tískubylgjur fram á margvíslegum sviðum. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa úr ólíkum áttum til að spá fyrir um heitustu trendin fyrir 2024. 

Lífið