Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Sesar A fagnar afmæli íslensku rappplötunnar

"Íslenskt rapp í dag er á allt öðrum stað en fyrir tíu árum,“ segir Sesar A, sem fagnar því að tíu ár eru liðin frá útgáfu fyrstu sólóplötu hans, Storminum á eftir logninu, sem var jafnframt fyrsta platan þar sem eingöngu var rappað á íslensku.

Tónlist
Fréttamynd

Bluegrassið á líka heima á Íslandi

Andi Suðurríkjanna hefur svifið yfir vötnum á tónleikum íslensku bluegrass-sveitarinnar Brother Grass undanfarið ár. Í dag kemur fyrsta plata sveitarinnar út, en hún kallast Didn‘t Leave Nobody But the Baby.

Tónlist
Fréttamynd

Sonic Youth að hætta?

Mikil óvissa ríkir nú um framtíð rokksveitarinnar Sonic Youth eftir að eitt langlífasta par rokksins, Thurston Moore söngvari og Kim Gordon bassaleikari, tilkynntu um skilnað sinn eftir nærri 30 ára hjónaband. Tilkynningin kom í október þegar hljómsveitin var á tónleikaferðalagi í Suður-Ameríku. Moore og Gordon giftu sig árið 1984 þegar hljómsveitin hafði starfað í þrjú ár. Aðdáendur sveitarinnar voru því flestir jafnframt aðdáendur hjónabandsins, og haft var eftir eyðilögðum ungum manni að skilnaðurinn hefði orðið til þess að hann tryði ekki lengur á sanna ást.

Tónlist
Fréttamynd

Frumsýna glænýtt myndband við lagið Ást og áfengi

Hljómsveitin Klaufar frumsýnir hér nýtt glænýtt myndband við smellinn Ást og áfengi og fer ekki milli mála að hér er alvöru kántrísveit á ferðinni. Klaufarnir hafa starfað í fimm ár og leikið kántrí vítt og breytt um landið fyrir landann. Sveitin samanstendur af þeim Guðmundi Annas Árnasyni söngvara, Sigurgeir Sigmundssyni fetilgítarleikara, Birgi Nielsen trommara, Friðriki Sturlusyni bassaleikara og Kristjáni Grétarssyni gítarleikara.

Tónlist
Fréttamynd

Klára prófin og kynna svo

Nology, fyrsta breiðskífa dúósins Nolo, er komin út. Gripnum verður fylgt eftir um leið og þeir hafa lokið jólaprófunum. Fyrsta plata dúósins Nolo í fullri lengd nefnist Nology og kom nýverið út á vegum Kimi Records. Platan hefur verið fáanleg á tónlistarveitunni Gogoyoko síðustu viku og hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá tónlistarunnendum.

Tónlist
Fréttamynd

Áhrifin beint frá Nietzsche

Rapparinn Kanye West segist ekki hafa stolið texta lagsins Stronger frá lagahöfundinum Vincent Rogers. Sá síðarnefndi hefur kært West og heldur því fram að rapparinn hafi hermt eftir lagi sem hann samdi árið 2006 og heitir sama nafni. Í báðum lögunum eru tilvísanir í þýska heimspekinginn Friedrich Nietzsche og fyrirsætuna Kate Moss. Lögfræðingar West segja að textinn við lag hans sé undir beinum áhrifum frá Nietzsche og orðum hans: „Það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari.“ Vísa þeir því ásökunum Rogers algjörlega á bug.

Tónlist
Fréttamynd

Grípandi danspopp Rihönnu

Söngkonan hæfileikaríka Rihanna er mætt með sína sjöttu hljóðversplötu. R&B og danspoppið er sem fyrr afar fyrirferðarmikið.

Tónlist
Fréttamynd

Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes

The Vaccines er ein af heitustu hljómsveitum Bretlands um þessar mundir. Hljómsveitin sendir frá sér lagið Tiger Blood á næstunni en gítarleikari The Strokes stýrði upptökum á laginu. Árni Hjörvar, bassaleikari hljómsveitarinnar, er ánægður með samstarfið.

Harmageddon
Fréttamynd

Engin pressa

Hljómsveitin Dikta hefur verið til í meira en áratug, en varð gríðarlega vinsæl fyrir tveimur árum. Þá sendi hún frá sér plötuna Get It Together og í kjölfarið byrjuðu lög á borð við Thank You og Just Getting Started að óma á flestum útvarpsstöðvum, pöbbum, félagsheimilum, leikskólum og elliheimilum landsins. Nú hefur hljómsveitin snúið aftur með nýja plötu í farteskinu.

Harmageddon
Fréttamynd

The Prodigy spilar lög af nýrri plötu

Hljómsveitin The Prodigy er komin aftur á stjá og ætlar að spila ný lög af væntanlegri plötu sinni á Download-hátíðinni í Bretlandi næsta sumar. Platan verður sú sjötta í röðinni og hefur ekki fengið nafn enn sem komið er. Sú síðasta hét Invaders Must Die og kom út fyrir tveimur árum. Rokksveitirnar Metallica og Black Sabbath, sem er að koma saman á nýjan leik með Ozzy Osbourne í fararbroddi, spila einnig á hátíðinni.

Tónlist
Fréttamynd

Plata með tónleikum

Aðdáendur Quarashi geta nú keypt lokatónleika sveitarinnar sem voru haldnir á Nasa í sumar. Tónleikaplatan er aðeins gefin út stafrænt og fæst einungis á Tónlist.is. Einnig fá þeir sem kaupa Anthology-safnpakka Quarashi tónleikaplötuna frítt í kaupbæti. Aukalögin tvö, Shady Lives og An Abductee, sem eru ekki í pakkanum, fylgja einnig með í kaupbæti. Þetta verður allra síðasta útgáfa Quarashi en bæði Steini og Tiny eru langt komnir með fyrstu sólóplötur sínar. Tónleikaupptaka af laginu Pro fer í útvarpsspilun í vikunni. Einnig er hægt að heyra lagið á Fésbókarsíðu Quarashi.

Tónlist
Fréttamynd

Músíkalskt par gefur út

Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur hafa gefið út plötuna Glæður. Þar eru fjórtán hugljúf lög, þar af þrjú frumsamin. Platan varð til upp úr samstarfi þessa músíkalska pars, sem hefur undanfarin ár haldið fjölda dúettatónleika við sívaxandi vinsældir. Á meðal laga á plötunni eru Við gengum tvö, Enn syngur vornóttin, One of Us með ABBA og Boat on the River. Glæður var hljóðrituð á einu kvöldi í Stúdíó Sýrlandi með völdum hópi áheyrenda. Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Daði Birgisson og Taylor Selsback spiluðu inn á plötuna.

Tónlist
Fréttamynd

Erfiðast að semja textana

Hljómsveitin Pollapönk hefur gefið út sína þriðju plötu, Aðeins meira Pollapönk. Fyrstu tvær plöturnar hafa selst í hátt í sex þúsund eintökum.

Tónlist
Fréttamynd

Akkúrat rétta umgjörðin

Todmobile er að gefa út sína sjöundu plötu og heldur af því tilefni útgáfutónleika í Eldborgarsal Hörpunnar í kvöld þar sem öllu verður tjaldað til.

Tónlist
Fréttamynd

Dr. Dre tekur sér frí

Rapparinn og upptökustjórinn Dr. Dre ætlar að taka sér frí frá tónlistinni eftir 27 ár í bransanum án teljandi hvíldar.

Tónlist
Fréttamynd

Bono kenndi mér að dansa

Florence Welch úr hljómsveitinni Florence and the Machine segir að Bono, söngvari U2, hafi kennt sér að dansa á háum hælum uppi á sviði. Hljómsveitin hitaði upp fyrir U2 á 360-tónleikaferð hennar um heiminn.

Tónlist
Fréttamynd

Boyle vill syngja með Kings of Leon

Söngkonan Susan Boyle, sem sló eftirminnilega í gegn í sjónvarpsþáttunum Britain‘s Got Talent, hefur áhuga á að syngja með Kings of Leon og Lady Gaga.

Tónlist
Fréttamynd

Gamla góða Grafík lifnar við

Ein ástsælasta popphljómsveit landsins, hin ísfirska Grafík, á 30 ára afmæli þessa dagana. Í tilefni af því verður á næstu dögum frumsýnd glæný heimildarmynd og gefin út tvöföld plata með bestu lögum sveitarinnar.

Tónlist
Fréttamynd

Dikta stefnir enn hærra

Það eru eflaust einhverjir sem bíða spenntir eftir fjórðu breiðskífu hljómsveitarinnar Diktu, Trust Me. Hún dettur í hús á föstudaginn en síðasta plata sveitarinnar, Get It Together, náði platínumsölu og vel það.

Tónlist
Fréttamynd

Tónleikaplötu Sigur Rósar vel tekið

Fyrsta tónleikaplata Sigur Rósar er komin út. Platan hefur hlotið góðar viðtökur gagnrýnenda helstu tónlistartímarita heims. Sigur Rós hefur sent frá sér tónleikapakkann INNI. Í pakkanum má finna tvöfalda tónleikaplötu sem var tekin upp á tónleikum hljómsveitarinnar í Alexöndruhöll í Lundúnum í nóvember árið 2008, þá fyrstu sem hljómsveitin sendir frá sér ásamt mynd eftir Vincent Morisset um sömu tónleika.

Tónlist