Trommari Sykurmolanna: Cyndi Lauper átti nokkuð góð lög "Hún átti nú nokkuð góð lög, kerlingin. Ég hlustaði nú samt ekki mikið á hana á sínum tíma. Ekki það að ég sé svo mikill hrokagikkur. Ég hafði bara önnur áhugamál,“ segir trommuleikarinn og tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson um bandarísku söngkonuna Cyndi Lauper, sem hélt fyrstu tónleikana á Evróputúr sínum í Hörpu í gærkvöld. Tónlist 13. júní 2011 15:45
Cyndi Lauper dýrkaði Sykurmolana "Ég veit ekki mikið um Ísland, en mig hefur alltaf langað til að heimsækja landið. Þegar umboðsmaðurinn minn lét mig vita að það væri möguleiki á að halda tónleika á Íslandi varð ég mjög ánægð," segir bandaríska söngkonan Cyndi Lauper, sem hélt fyrstu tónleikana á Evróputúr sínum í Hörpu í gærkvöld. Tónlist 13. júní 2011 12:15
Steed Lord í So You Think You Can Dance Við urðum að skrifa undir rosa samning við Fox og gefa löglegt leyfi fyrir not af laginu okkar og gerðum það alveg fyrir tveimur mánuðum síðan. Við gáfum leyfi fyrir tveimur öðrum Steed Lord lögum sem verða í þættinum seinna eftir nokkrar vikur, svarar Svala Björgvinsdóttir söngkona hljómsveitarinnar Steed Lord sem búsett er í Los Angeles en lag sveitarinnar, Vanguardian, var notað í þættinum í vikunni. Lagið er af plötunni okkar Heart II Heart sem kom út í fyrra. Það hefur fengið góðar viðtökur út um allt og við höfum verið að spila það live mjög lengi út um allan heim, segir Svala. Það horfa margar milljónir á þennan þátt þannig að þetta er bara góð auglýsing fyrir bandið. Okkar tónlist er notuð mikið í bandarískum sjónvarpsþáttum og er til dæmis mikið í þáttum á stöðvum einsog MTV, V-H1 ,E Channel, Bravo og fleiri stöðvum. Fox stöðin sem er með So You Think You Can Dance styður mikið við bakið á þeim tónlistarmönnum sem gefa leyfi á tónlist sinni fyrir þættina og það er bara frábært fyrir okkur og opnar allskyns dyr, segir hún jafnframt og heldur áfram: Svo er hún Sonya Tayeh,danshöfundur, sem notar tónlistina okkar í þættina og hún vann að myndbandinu okkar 123 sem kom út fyrir fjórum mánuðum síðan og vann einnig með okkur að nýju myndbandi sem er að koma út í júlí. Hún er náin vinur okkar og það er bara rosalega gaman að okkar vinkona sé að semja svona flotta dansa við tónlistina okkar. Vefsíða Steed Lord. 1. Já auðvitað vissum við af þessu,við urðum að skrifa undir rosa samning við Fox og gefa löglegt leyfi fyrir not af laginu okkar og gerðum það alveg fyrir 2 mánuðum síðan. Við gáfum leyfi fyrir 2 öðrum Steed Lord lögum sem verða í þættinum seinna eftir nokkrar vikur. 2. Lagið sem var notað í gær er lag sem heitir Vanguardian og var af plötunni okkar Heart II Heart sem kom út í fyrra. Það hefur fengið góðar viðtökur út um allt og við höfum verið að spila það live mjög lengi út um allan heim. 3. Það horfa margar milljónir á þennan þátt þannig að þetta er bara góð auglýsing fyrir bandið. Okkar tónlist er notuð mikið í bandarískum sjónvarpsþáttum og er til dæmis mikið í þáttum á stöðvum einsog MTV,V-H1,E Channel,Bravo og fleiri stöðvum. Fox stöðin sem er með So You Think You Can Dance styður mikið við bakið á þeim tónlistarmönnum sem gefa leyfi á tónlist sinni fyrir þættina og það er bara frábært fyrir okkur og opnar allskyns dyr. Svo er hún Sonya Tayeh,danshöfundur, sem notar tónlistina okkar í þættina og hún vann að myndbandinu okkar 123 sem kom út fyrir 4 mánuðum síðan og vann einnig með okkur að nýju myndbandi sem er að koma út í júlí. Hún er náin vinur okkar og það er bara rosalega gaman að okkar vinkona sé að semja svona flotta dansa við tónlistina okkar. Takk takk fyrir að hafa áhuga á þessu Ellý...kann að meta það :) Hugs Svala Lífið 12. júní 2011 11:27
Aerosmith tekur upp Rokksveitin Aerosmith er á leið í hljóðver í næsta mánuði. Liðsmenn sveitarinnar hyggjast taka upp nýja plötu, en sú síðasta, Honkin‘ on Bobo, kom út árið 2004. Tónlist 9. júní 2011 08:00
Áhugaverð breytingatilraun Gus Gus Ástæðan fyrir því að hljómsveitin Gus Gus ákvað að halda tvenna útgáfutónleika sama kvöldið á Nasa, þann 18. júní næstkomandi, er sú að liðsmenn vilja sjá breytingu á tónlistarmenningu landsins. Frá þessu greindi Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi Veira, í útvarpsþættinum Vasadiskó síðasta sunnudag. Tónlist 7. júní 2011 15:21
Slayer ekki í hljóðver strax Hljómsveitin Slayer mun ekki hefja upptökur á nýju efni fyrr en gítarleikarinn Jeff Hanneman jafnar sig á veikindum sínum. Þetta kemur fram í tímaritinu Billboard. Tónlist 7. júní 2011 15:00
Vestfirskt flæði og grúv Vestfirska hip hop-sveitin Stjörnuryk hefur gefið út sína fyrstu plötu. Flæðið og grúvið skiptir rapparana höfuðmáli í tónsmíðunum. Hip-hop hljómsveitin Stjörnuryk, sem á rætur að rekja til Ísafjarðar, hefur gefið út sína fyrstu plötu, Þetta reddast. Lífið 3. júní 2011 13:00
Muse tekur upp án söngvarans Chris Wolstenholme, bassaleikari Muse, segir hljómsveitina ætla að hefja vinnu að nýrri plötu án söngvarans Matt Bellamy. Lífið 2. júní 2011 10:00
Aðgengilegra hjá Arctic Fjórða plata Arctic Monkeys nefnist Suck It and See og kemur út eftir helgi. Hún er aðgengilegri en sú síðasta og ætti að falla vel í kramið hjá aðdáendum hljómsveitarinnar. Enska popp-rokksveitin Arctic Monkeys gefur út plötuna Suck It and See í næstu viku. Hún er heldur aðgengilegri en síðasta plata, Humbug, þar sem hljómsveitin naut aðstoðar Josh Homme úr Queens of the Stone Age. Melódíurnar eru meira áberandi og allt yfirbragðið er léttara. Lífið 2. júní 2011 04:00
Eiga nóg af lögum á lager Hinn ávallt unglegi Billy Joe Armstrong, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinar Green Day, lýsti yfir á Twitter-síðu sinni á dögunum að hann og hljómsveitarfélagar hans væru duglegir við að semja lög þessa dagana. Lífið 1. júní 2011 21:15
Coldplay sendir frá sér nýtt lag Coldplay hefur tilkynnt að nýtt lag sé væntanlegt frá hljómsveitinni laugardaginn 4. júní. Lagið heitir Every Teardrop Is a Waterfall. Lífið 1. júní 2011 18:00
Solla Soulful með sumarplötu Tónlistarkonan Sólveig Þórðardóttir, sem kallar sig Sollu Soulful, hefur nú gefið út sína fyrstu plötu, Open a Window. Lífið 1. júní 2011 13:00
Uppselt á Gusgus Það fer ekki milli mála hvaða hljómsveit er efst í huga Íslendinga þessa dagana. Gusgus gaf út nýjustu plötu sína, Arabian Horse, í síðustu viku og er hún farin strax farin að hljóma í heyrnatólum og græjum út um allt land. Lífið 31. maí 2011 16:13
Besti blússöngvari á Norðurlöndunum Tónlistarmaðurinn Mugision fær fullt hús á dönsku tónlistarsíðunni Undertoner.dk fyrir tónleika sína á Spot-hátíðinni í Árósum sem var haldin um helgina. „Mugison er án vafa besti blússöngvari Norðurlanda. Ef það væri ekki fyrir Muddy Waters, Sonny Boy Williamson og tvo eða þrjá aðra væri hann sá besti í heiminum,“ sagði gagnrýnandinn sem gefur honum sex í einkunn af sex mögulegum. Lífið 31. maí 2011 10:30
"Ég ætla að stela senunni á Bestu útihátíðinni!" "Það eru náttúrulega svakalega stórir listamenn þarna á Bestu útihátíðinni, þannig að ég þarf að setja saman svakalegt sjóf til þess að stela senunni... sem er einmitt sem ég ætla að gera," sagði Steindi Jr. í viðtali í útvarpsþættinum Vasadiskó á X-inu í gær. Þar greindi hann frá því að hann ætlaði sér að setja upp "svakalegt sjóf" með hóp af aðstoðarfólki. Tónlist 30. maí 2011 09:01
Snorri Helga klárar nýja plötu Snorri Helgason, fyrrum liðsmaður Sprengjuhallarinnar, er að ljúka vinnu að annarri breiðskífu sinni. Plötuna vinnur hann með aðstoð Sindra Má Sigfússonar úr Seabear og Sin Fang í hljóðveri hans í Reykjavík. Tónlist 25. maí 2011 15:09
Melódískir meistarar Magnús & Jóhann er glæsileg ferilsplata með tveimur af bestu lagasmiðum Íslandssögunnar. Gagnrýni 21. maí 2011 10:00
Magnað hjá Gusgus Sjöunda hljóðversplata Gusgus, Arabian Horse, kemur út á mánudaginn. Erlendir dómar um plötuna eru byrjaðir að detta inn og á bresku tónlistarsíðunni Suckinglemons fær hún 9 af 10 mögulegum í einkunn. Þar segir gagnrýnandinn plötuna vera magnaða og að lögin Deep Inside, Over og Arabian Horse séu framúrskarandi góð. Lífið 21. maí 2011 09:00
Killers vinnur að nýju efni Las Vegas-hljómsveitin The Killers hefst handa við að semja nýtt efni í næstu viku, samkvæmt trommaranum Ronnie Vannucci. Vannucci lýsti því yfir í viðtali á útvarpsstöðinni XFM í London að meðlimir The Killers ættu hrúgu af hugmyndum að lögum sem þeir vilji leyfa hver öðrum að heyra. Þá bætti hann við að þeir væru búnir að ákveða að hittast þriðjudaginn 17. maí. „Við ætlum að koma saman og byrja að vinna," sagði hann. Lífið 12. maí 2011 14:00
Sheen gefur út lagið Winning Charlie Sheen hefur gefið út lagið Winning á iTunes. Meðal þeirra sem koma við sögu í laginu eru Snoop Dogg og gítarleikari Korn, Rob Patterson. Þetta kemur fram í bandaríska blaðinu Los Angeles Times. Lífið 12. maí 2011 10:00
Pirruð yfir langri bið Breska söngkonan Kate Bush er mjög pirruð yfir því hversu langan tíma það tekur hana að gera hverja plötu. Síðasta plata hennar, Aerial, kom út árið 2005. Þar áður gaf hún út The Red Shoes árið 1993. Í viðtali við BBC segist hún hafa samið slatta af nýjum lögum en vita ekki hvenær þau komi út. "Það er pirrandi hve plöturnar eru lengi í vinnslu. Ég vildi óska að það væri ekki svona löng bið á milli þeirra,“ sagði hún og vildi ekki meina að hún væri með fullkomnunaráráttu. Síðar í þessum mánuði kemur út platan Director"s Cut sem hefur að geyma lög af plötunum The Sensual World og The Red Shoes. Lífið 8. maí 2011 20:30