Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Iceland Airwaves í Belgíu

Fjöldi íslenskra listamanna koma fram á tveimur Iceland Airwaves tónleikum í Brussel í mánuðinum. Tónleikarnir eru hluti af lista- og menningarhátíðinni Iceland on The Edge, sem hefst þann 26. febrúar, og stendur fram í miðjan júní.

Tónlist
Fréttamynd

Haffi, Gröndal og jötnarnir

Áfram heldur Eurovisionmaraþonið í Laugardagslögum Rúv. Í kvöld er komið að fjórða og síðasta undanúrslitakvöldið og að því yfirstöðnu verður loksins ljóst hvaða átta lög keppa til sigurs á stóra úrslitakvöldinu 23. febrúar.

Tónlist
Fréttamynd

Skráning að hefjast á Músíktilraunir

Undirbúningur fyrir Músíktilraunir 2008 er að hefjast. Keppnina þarf vart að kynna fyrir landsmönnum, en vandfundinn er sá íslenski tónlistamaður sem ekki hefur komið nálægt henni á einn eða annan hátt.

Tónlist
Fréttamynd

Hlaðinn lofi fyrir Englabörn

Endurútgefin plata Jóhanns Jóhannssonar, Englabörn, fær átta í einkunn af tíu mögulegum á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchforkmedia.com.

Tónlist
Fréttamynd

Múm býður á tónleika

Hljómsveitin Múm mun fagna heimkomu sinni og vel lukkaðri tónleikaferð á skemmtistaðnum Organ á miðvikudagskvöldið klukkan níu. Fram koma Múm, Mr. Silla & Mongoose og fleiri óvæntir gestir, og er frítt á tónleikana.

Tónlist
Fréttamynd

Samstarf á netinu gerir útgáfuna mögulega

Einstürzende Neubauten tók á tvö hundruð dögum upp nýja plötu í eigin hljóðveri. Útgáfan er fjármögnuð með sölu áskrifta að vefsvæði hljómsveitarinnar www.neubauten.org. Þar komast áskrifendur í margvíslegt efni og upptökur sem ekki fara í almenna dreifingu. Nýja platan, sem heitir Alles wieder offen, kom út rétt fyrir mánaðamótin síðustu.

Tónlist
Fréttamynd

Þín eigin útvarpsstöð í vasanum

Viðskiptavinir 3G þjónustu Símans geta nú hlustað á fleiri en 50 þúsund lög beint af tónlist.is á hraða og gæðum sem ekki hafa þekkst áður. Nú getur viðskiptavinurinn hlustað á lagalistana sína, netlistann eða nýjustu plöturnar hvar og hvenær sem er í símanum.

Tónlist
Fréttamynd

Englabörn út í geiminn

Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson fær sjö af tíu mögulegum fyrir plötu sína Englabörn í breska tónlistartímaritinu NME. Platan, sem var samin fyrri samnefnt leikrit, var nýverið endurútgefin hjá breska útgáfufyrirtækinu 4AD en hún kom fyrst út árið 2002 á vegum Touch-útgáfunnar.

Tónlist
Fréttamynd

Forhlustun á nýjustu plötu Páls Óskars

,,Allt fyrir Ástina", fyrsta dansplata Páls Óskars síðan árið 1999 kemur út miðvikudaginn 7. nóvember næstkomandi. Notendum tónlist.is gefst nú tækifæri til að hlusta á plötuna í heild sinni áður en hún kemur út.

Tónlist
Fréttamynd

Söngur Geirs Haarde styrkir MS-samtökin

Hin nýja plata South River Band, Allar stúlkurnar, er væntanleg til landsins í næstu viku og verður sett í sölu á netinu. 500 kr. af hverju seldu eintaki munu renna til styrktar MS-samtökunum. Sem kunnugt er af fréttum á Vísi mun Geir H. Haarde forsætisráðherra syngja lagið I Walk The Line eftir Johnny Cash á plötunni en lagið er í þýðingu Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests.

Tónlist
Fréttamynd

Magic Numbers til Íslands

Breska hljómsveitin The Magic Numbers er væntanleg til Íslands og heldur tónleika hér í næsta mánuði. Tónleikarnir verða í Fríkirkjunni sunnudagskvöldið 21. október. Samkvæmt heimasíðunni Gigwise.com eru tónleikarnir haldnir á vegum Coca Cola í Evrópu.

Tónlist
Fréttamynd

Sverrir vinnur með Grammy-verðlaunahafa

Íslenski upptökustjórinn og Grammy-verðlaunahafinn Husky Höskulds hefur fallist á að hljóðblanda fyrstu sólóplötu Sverris Bergmann sem væntanleg er eftir áramót. Tónlistarmaðurinn er búinn að taka upp í Englandi og hyggst leggja lokahöndina á upptökurnar í hljóðveri Sigur Rósar á allra næstu dögum.

Tónlist
Fréttamynd

Kippi og töfratækin

Raftónlistarmaðurinn Kippi Kaninus, öðru nafni Guðmundur Vignir Karlsson, á tvö uppáhaldsforrit þegar kemur að tónlistarsköpun. Vignir, eins og hann er oftast kallaður, hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum tengdum tónlist og myndlist.

Tónlist
Fréttamynd

Færeyskir tónleikar í Norræna húsinu

Í kvöld verða færeyskir tónleikar í Norræna húsinu þar sem Jensina Olsen, Budam og Jógvan Íslandsvinur Hansen munu stíga á stokk. Budam er einn af ástsælustu listamönnum Færeyja og hefur fengið firnagóða dóma hér.

Tónlist
Fréttamynd

Miðasala á Iceland Airwaves hefst á morgun

Miðasala á hina árlegu tónlistarhátíð Iceland Airwaves hefst á morgun. Hátíðin fer fram í níunda sinn í miðborg Reykjavíkur dagana 17-21 október næstkomandi. Þegar hafa 160 hljómsveitir og flytjendur boðað komu sína á hátíðina en gert er ráð fyrir að þeir verði um 200.

Tónlist
Fréttamynd

Ekvilíbríum - Valgeir Sigurðsson

Þessi fyrsta sólóplata upptökustjórans Valgeirs Sigurðssonar stendur undir þeim miklu væntingum sem gerðar eru til hennar. Róleg og seiðandi lög og frábær hljómur.

Gagnrýni
Fréttamynd

Mezzoforte til Köben

Sigurður Kolbeinsson sem er í forsvari fyrir Hótelbókanir í Kaupmannahöfn mun standa fyrir tónleikum með hljómsveitinni Mezzoforte á skemmtistaðnum Vega í Kaupmannahöfn þann 25. apríl næstkomandi.

Tónlist