Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Dálítil lægð gengur austur yfir landið í dag og fylgir henni vestlæg eða breytileg átt. Veður 26.2.2025 07:09
Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Lægð á Grænlandshafi og önnur við Jan Mayen stjórna veðrinu á landinu í dag og verður áttin því suðvestlæg eða breytileg, víða fimm til þrettán metrar á sekúndu og dálítil snjókoma. Veður 25.2.2025 07:22
Norðanátt og frystir smám saman Lægð er nú við austurströndina sem mun beina til okkar norðanátt í dag á bilinu 8 til 15 metra á sekúndu. Veður 24.2.2025 07:08
Vill auka eftirlit með þungaflutningum Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill auka eftirlit með þungaflutningum. Hann ræddi ástand vega í Reykjavík síðdegis í gær en fjallað hefur verið um málið, og sérstaklega holur í vegum, í þættinum síðustu daga. Innlent 13. febrúar 2025 06:02
Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Hæð fyrir norðan land og lægðasvæði suður í hafi munu beina austlægri átt að landinu næstu daga. Veður 12. febrúar 2025 07:07
Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir ábyrgð veghaldara vegna tjóns í kjölfar skemmda á vegum minni á Íslandi en í nágrannalöndum. Runólfur fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Innlent 11. febrúar 2025 22:01
Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri austanátt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu, með dálitlum skúrum eða éljum í flestum landshlutum. Veður 11. febrúar 2025 07:07
Sprungin dekk og ónýtar felgur Stórar og djúpar holur á Hellisheiði og í Kömbum hafa gerta ökumönnum lífið leitt í morgun. Vegagerðin vinnur að viðgerðum á holunum, sem orðið hafa til eftir umhleypingar síðustu daga. Úrhellisrigning er á Snæfellsnesi, vatn hefur flætt yfir vegi á Vesturlandi og varað er við skriðuhættu á Vestfjörðum. Innlent 10. febrúar 2025 12:59
Margar slæmar holur á Hellisheiði Vegagerðin hefur varað við að mjög mikið sé af slæmum holum á Hellisheiðinni eftir umhleypingar síðustu daga. Innlent 10. febrúar 2025 08:39
Úrhellisrigning á Vesturlandi Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan tíu til átján metrum á sekúndu í dag, rigningu eða súld á sunnan- og vestanverðu landinu og talsverðri úrkomu norðvestanlands. Spáð sé ansi vætusömu veðri þar. Veður 10. febrúar 2025 07:11
Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Auknar líkur eru á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum en úrkomusamt veður verður bæði þar og á Snæfellsnesi í dag og nótt. Úrkoman er aðallega í formi rigningar en við hana bætist svo yfirborðsrennsli vegna leysinga. Gular viðvaranir eru í gildi á svæðinu vegna sunnan hvassviðris. Innlent 9. febrúar 2025 14:24
Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan 10 í Breiðafirði, klukkan 12 á Vestfjörðum, klukkan 13 á Ströndum og Norðurlandi vestra og klukkan 14 á Miðhálendi. Viðvörunin verður í gildi þar til snemma á morgun, mánudag. Í viðvörun Veðurstofunnar segir að búast megi við sunnan 13 til 20 metrum á sekúndu og vindhviðum allt að 35 metrum á sekúndu. Það gæti verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Veður 9. febrúar 2025 07:26
Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Smálægð verður á austurleið norður af landinu í dag og henni fylgir suðvestanátt. Víða verða 8 til 15 metrar á sekúndu. Á vestanverðu landinu verða él og segir í hugleiðingum veðurfræðings að ekki sé útilokað að það sjáist til eldinga þar á stöku stað. Veður 8. febrúar 2025 07:27
Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Hreinsunarstarf er hafið á Austurlandi eftir óveðrið sem gekk yfir landið í vikunni. Mikill liðsauki hefur borist á Stöðvarfjörð þar sem mikið verk er fyrir höndum. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir tjónið í plássinu mikið Innlent 7. febrúar 2025 13:09
Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Spár Veðurstofunnar gera ráð fyrir að nokkrir ágætlega myndarlegir úrkomubakkar fari yfir landið í dag. Áður en dagur er að kveldi komin megi því búast við að það hafi snjóað eða slyddað í flestum landshlutum. Veður 7. febrúar 2025 07:09
„Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Veðrið hefur leikið íbúa á Stöðvarfirði grátt síðastliðinn sólarhring. Miklar skemmdir eru á húsum og bærinn allur á floti. Hallgrímskirkja slapp með skrekkinn þegar eldingu laust þar niður. Innlent 6. febrúar 2025 23:19
„Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Almannavarnir starfa enn á hættustigi á Austfjörðum vegna óveðursins sem reið yfir landið í dag. Sviðsstjóri Almannavarna segir verkefnin undanfarin sólarhring hafa verið fjölbreytt og viðbragðsaðilar standi enn í verkefnum á Austfjörðum. Innlent 6. febrúar 2025 19:09
„Það er allt á floti“ Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. Innlent 6. febrúar 2025 17:34
Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Flætt hefur yfir varnargarða og yfir hringveginn við Jökulsá í Lóni með þeim afleiðingum að vegurinn er farinn í sundur. Þá er hringvegurinn við Karlsstaðarvita í Berufirði einnig farinn í sundur. Innlent 6. febrúar 2025 17:26
Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. Innlent 6. febrúar 2025 12:13
Nýja hurðin sprakk upp Talsverð hætta skapaðist á Siglufirði í nótt þegar þakplötur tveggja stórra iðnaðarhúsa losnuðu og fuku um bæinn. „Þetta var löng nótt,“ segir slökkviliðsstjórinn í Fjallabyggð. Innlent 6. febrúar 2025 10:36
Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. Innlent 6. febrúar 2025 10:21
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. Veður 6. febrúar 2025 08:37
Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Innlent 6. febrúar 2025 06:18