Veður

Veður


Fréttamynd

Bætir í ofankomu og við­búið að færð versni

Í dag er spáð norðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu, en hvassara í vindstrengjum undir Vatnajökli. Él á Norður- og Austurlandi, en þurrt og bjart um landið sunnanvert. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn.

Veður
Fréttamynd

Hvessir víðast hvar síð­degis

Það verður hægt vaxandi norðaustanátt á landinu í dag. Síðdegis nær 10-18 m/s víða. Él verður á Norður- og Austurlandi, en bjart að mestu um landið sunnanvert. Frost mælist 0 til 6 stig í dag en frostlaust verður sunnantil yfir daginn. 

Veður
Fréttamynd

Stöku él í flestum lands­hlutum

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan- og norðaustanátt í dag, víða fimm til tíu metrar á sekúndum, en suðaustan átta til þrettán á Suðvesturlandi í dag. Reikna má með stöku éljum í flestum landshlutum en úrkomulítið að mestu á Suðausturlandi og norðvestanlands.

Veður
Fréttamynd

Dregið úr gosinu en land rís enn

Svo virðist sem dregið hafi úr eldgosinu við Sundhnúksgíga síðasta sólarhringinn. Virkni í gígunum er minni og mögulega slökknað í minnstu gígunum. GPS-mælingar síðustu daga benda þó til þess að landris sé í gangi í Svartsengi, en mun hægara en áður. Það bendir til þess að enn safnist kvika í söfnunarsvæðið undir Svartsengi þótt eldgos sé í gangi.

Innlent
Fréttamynd

Svalt veður og víða dá­lítil él

Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri norðaustlægri átt og víða dálitlum éljum. Lengst af verður þurrt og björt Suður- og Vesturlandi ogsvalt veður.

Veður
Fréttamynd

Ljósa­dýrð á himni í kvöld

Það viðrar vel til norðurljósa í kvöld að sögn vakthafanda hjá Veðurstofu Íslands og búist er við því að litrík og sterk norðurljós prýði festinguna í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Stormur á Vest­fjörðum en hægari vindur annars staðar

Núna í morgunsárið er 958 millibara lægð yfir Suðurlandi og það er því breytilegt hvaðan vindur blæs í dag. Við suðurströndina verður suðvestan 13 til 18 metrar á sekúndu og rigning en á Vestfjörðum verður norðaustan stormur og snjókoma.

Veður
Fréttamynd

Gera til­raunir með skafrenningsmæli

Tilraunir hafa verið gerðar með skafrenningsmæli á Steingrímsfjarðarheiði í vetur en vonir standa til að mælirinn komi til með að nýtast við að meta snjóflóðahættu.

Innlent
Fréttamynd

Stormur á Vest­fjörðum í kvöld og í fyrra­málið

Gul veðurviðvörun tekur gildi seint í dag á Vestfjörðum. Búist er við norðaustan 13-20 metrum á sekúndu og snjókomu og skafrenningi með slæmu skyggni. „Versnandi færð og varasamt ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veður
Fréttamynd

Veður skánar á Vest­fjörðum en él sunnan- og vestan­lands

Hægfara lægð er nú stödd skammt vestur af landinu og benda nýjustu spár til þess að veðrið á Vestfjörðum verði mun skárra í dag en verið hefur. Þó er stutt í hvassa norðaustanátt úti á miðunum og þar lítið að breytast til að hún nái aftur inn á land.

Veður
Fréttamynd

Lík­legt að loka þurfi vegum vegna veðurs

Von er á stórhríð á Vestfjörðum og Snæfellsnesi á morgun, og gætu vindhviður náð allt að 36 metrum á sekúndu. Aðalvarðstjóri á Ísafirði segir að vegna veðursins gæti þurft að ráðast í lokanir á vegum.

Innlent
Fréttamynd

Gul við­vörun í kortunum

Gular viðvaranir vegna veðurs munu taka gildi á fjórum landshlutum aðfaranótt sunnudags. Það er á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, og Ströndum og Norðurlandi vestra.

Innlent