Yngvi hættur hjá Sýn Stjórn Sýnar og Yngvi Halldórsson, forstjóri, hafa í dag gert samkomulag um starfslok forstjóra. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði forstjóra. Hann hefur látið af störfum. Viðskipti innlent 16. október 2023 09:28
Ellert tekur við fjármálasviði Íslandsbanka Ráðið hefur verið í fjórar stöður stjórnenda hjá Íslandsbanka, framkvæmdastjóra Fjármálasviðs, forstöðumann verðbréfamiðlunar, forstöðumann framlínuþjónustu Einstaklingssviðs og útibússtjóra á Húsavík. Viðskipti innlent 16. október 2023 08:56
Berglind og Rebekka taka við nýjum stöðum hjá Hér&Nú Rebekka Líf Albertsdóttir hefur tekið við stöðu listræns stjórnanda (e. Art director) hjá auglýsingastofunni Hér&Nú. Þá hefur Berglind Pétursdóttir tekið við stöðu hugmynda- og textastjóra. Viðskipti innlent 12. október 2023 15:01
Hlaðvarpsstjarna til Heimkaupa Birkir Karl Sigurðsson hefur tekið við sem forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Heimkaup. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 11. október 2023 09:02
Kolbrún Birna nýr persónuverndarfulltrúi borgarinnar Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachman er nýr persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Samhliða því hefur hún verið skipuð fagstjóri fagsviðs persónuverndar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf borgarinnar. Innlent 9. október 2023 17:21
Einu atkvæði munaði þegar Alma var kjörin formaður ÖBÍ Alma Ýr Ingólfsdóttir lögfræðingur er nýkjörin formaður Öryrkjabandalags Íslands. Innlent 7. október 2023 12:12
Lögmaður hjá SA nýr aðstoðarmaður Guðrúnar Árni Grétar Finnsson, lögmaður á efnahags- og samkeppnishæfnissviði Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Hreinn Loftsson lét nýverið af störfum sem aðstoðarmaður ráðherrans. Innlent 5. október 2023 14:13
Elísabet nýr framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku Elísabet G. Björnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku banka og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans. Viðskipti innlent 4. október 2023 19:21
Ásmundur Tryggvason ráðinn forstjóri Styrkáss Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn forstjóri Styrkáss, nýs þjónustufyrirtækis sem samanstendur af Skeljungi og Kletti. Skrá á félagið í Kauphöll á Íslandi fyrir árslok 2027 og mun Ásmundur leiða þá vinnu. Innherji 4. október 2023 13:02
Nýr byggingarfulltrúi og framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits í Reykjavík Brynjar Þór Jónasson hefur verið ráðinn nýr byggingarfulltrúi Reykjavíkur og Tómas G. Gíslason nýr framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Innlent 4. október 2023 12:34
Haukur Örn og Ingvar Smári opna lögmannsstofu FIRMA lögmenn hafa tekið til starfa í Reykjavík. Eigendur lögmannsstofunnar eru Haukur Örn Birgisson hrl. og Ingvar Smári Birgisson, lögmaður, en þeir störfuðu áður saman á Íslensku lögfræðistofunni. FIRMA lögmenn veita alhliða lögfræðiþjónustu með sérhæfingu í þjónustu við atvinnulífið. Viðskipti innlent 3. október 2023 10:10
Tómas H. Heiðar nýr forseti Alþjóðlega hafréttardómsins Tómas H. Heiðar var í dag kjörinn forseti Alþjóðlega hafréttardómsins í Hamborg til þriggja ára. Hann var tilnefndur sem frambjóðandi Norðurlandanna árið 2014 og hlaut í framhaldinu kjör sem dómari við dómstólinn til níu ára. Tómas var svo endurkjörinn fyrr á þessu ári til ársins 2032. Innlent 2. október 2023 18:47
Sýslumaður á Suðurlandi aftur orðinn sýslumaður í Vestmannaeyjum Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi, hefur verið sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum. Skipunin nær frá 1. október til þess 30. september á næsta ári og mun Kristín gegna báðum embættum á þessum tíma. Innlent 2. október 2023 11:25
Ráðin framkvæmdastjóri Bakkans vöruhótels Eva Guðrún Torfadóttir verkfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Bakkans vöruhótels og kemur á sama tíma inn í framkvæmdastjórn Festi hf. Viðskipti innlent 2. október 2023 10:53
María Rut verður framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar Stjórn Tónlistarmiðstöðvar Íslands hefur ráðið Maríu Rut Reynisdóttur, skrifstofustjóra menningarmála hjá Reykjavíkurborg sem framkvæmdastjóra nýrrar Tónlistarmiðstöðvar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tónlistarmiðstöð. Viðskipti innlent 2. október 2023 10:51
Tekur við ritstjórn Lifðu núna Steingerður Steinarsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Vikunnar, hefur tekið við stöðu ritstjóra Lifðu núna. Hún tók við stöðunni um mánaðamótin. Viðskipti innlent 2. október 2023 10:23
Lilja ráðin deildarstjóri Auðlindastýringar HS Orku Lilja Magnúsdóttir hefur tekið við stöðu deildarstjóra Auðlindastýringar HS Orku. Hún var áður yfirforðafræðingur HS Orku og hefur starfað hjá fyrirtækinu frá 2020. Viðskipti innlent 2. október 2023 07:40
Nýtt líf Öldu Lóu Alda Lóa Leifsdóttir er að senda frá sér sína fyrstu heimildamynd: Togolísu. Hún er skilin við mann sinn sósíalistaleiðtogann Gunnar Smára Egilsson, hefur hafið djáknanám og er að taka saman efni í bók um hugvíkkandi efni. Menning 29. september 2023 08:01
Steinunn Linda frá Marel til Varðar Steinunn Linda Jónsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri hjá Verði og mun hefja störf 15. nóvember næstkomandi. Hún kemur til fyrirtækisins frá Marel. Viðskipti innlent 28. september 2023 13:11
Birta Kristín fengin til að leiða orkusvið Eflu Birta Kristín Helgadóttir hefur tekið við stöðu sviðsstjóra Orku hjá Eflu og tekur þar með sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Orkusvið er eitt af fjórum kjarnasviðum fyrirtækisins og telur yfir þrjátíu sérfræðinga. Viðskipti innlent 28. september 2023 12:44
Guðmundur hættir aftur hjá Bónus Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu frá og með áramótum. Hann hefur gegnt starfinu síðan árið 1998, 25 ár. Björgvin Víkingsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og innkaupastjóri Bónus hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra og tekur við um áramótin. Viðskipti innlent 27. september 2023 16:29
Heiða nýr framkvæmdastjóri hjá Orkusölunni Heiða Halldórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri sölu- og þjónustu hjá Orkusölunni. Viðskipti innlent 27. september 2023 13:04
Sigurður frá Basko til ILVA Sigurður Karlsson hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri ILVA ehf. sem er ein af stærstu húsgagnverslunum landsins. Sigurður kemur til ILVA frá EY á íslandi en þar starfaði Sigurður sem sérfræðingur í endurskoðun og sinnti einnig stafi framkvæmdastjóra iCert vottunarstofu. Viðskipti innlent 26. september 2023 15:29
Verður nýr framkvæmdastjóri eftir skipulagsbreytingar hjá Arion Nýtt skipurit tekur gildi í dag hjá Arion banka með nýju sviði reksturs og menningar. Birna Hlín Káradóttir, sem gegnt hefur starfi yfirlögfræðings bankans frá árinu 2019, mun stýra sviðinu. Viðskipti innlent 26. september 2023 14:22
Bergrún og Jón Þór til Samkaupa Bergrún Ólafsdóttir og Jón Þór Hallgrímsson hafa verið ráðin nýir verkefnastjórar hjá Samkaupum. Viðskipti innlent 26. september 2023 14:07
Erla Rún leiðir Rannsóknasetur skapandi greina Erla Rún Guðmundsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG). Setrið var sett á stofn í vor en meginmarkmið þess er efla rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum á Bifröst. Viðskipti innlent 26. september 2023 10:42
Eygló nýr formaður stjórnar Sjúkratrygginga Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Eygló Harðardóttur formann stjórnar Sjúkratrygginga Íslands og Guðmund Magnússon varaformann. Ný inn í stjórnina kemur einnig Ólafía B. Rafnsdóttir, fyrrverandi formaður VR. Innlent 26. september 2023 10:11
Kristinn tekur við sem sviðsstjóri kennslusviðs HÍ Kristinn Andersen, prófessor við rafmagns- og tölvuverkfræðideild, hefur verið ráðinn sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands Innlent 26. september 2023 09:57
Matti úr Hatara til Þjóðleikhússins Matthías Tryggvi Haraldsson, leikskáld og sviðshöfundur, hefur verið ráðinn í starf listræns ráðunautar Þjóðleikhússins. Matthías hefur víðtæka reynslu úr íslensku leikhús- og menningarlífi en er þekktastur fyrir leikverk sín og þátttöku í hljómsveitinni Hatara. Menning 26. september 2023 09:49
Nýr eigandi hjá Yrki Gunnar Ágústsson skipulagsfræðingur hefur bæst í eigendahóp Yrki arkitekta þar sem hann hefur starfað síðustu fimm ár. Á sama tíma bætir Yngvi Karl Sigurjónsson arkitekt við hlut sinn í félaginu, en hann hefur verið í eigendahópnum frá 2018. Viðskipti innlent 25. september 2023 13:10