

Vistaskipti
Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco
Jónína Guðmundsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri lögmannsstofunnar BBA//Fjeldco. Hún tekur við stöðunni af Elísabetu Einarsdóttur og hefur þegar hafið störf.

Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar
Ísleifur Örn Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá tæknifyrirtækinu Ofar og tekur hann einnig sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Hlutverk hans verður að samræma og efla sölu og markaðsókn tekjusviða fyrirtækisins ásamt því að finna ný tækifæri til vaxtar.

Brynja nýr fjármálastjóri LIVE
Brynja Kolbrún Pétursdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður fjármálasviðs Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og hefur þegar tekið til starfa.

Elísabet Hanna til Bara tala
Elísabet Hanna Maríudóttir hefur tekið við sem samskiptastjóri Bara tala. Í tilkynningu frá Bara tala á Linkedin segir að Elísabet Hanna komi til liðs við þau með víðtæka reynslu úr fjölmiðlum og almannatengslum.

Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur skipað Þórarin G. Pétursson í embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu til fimm ára frá og með deginum í dag.

Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ráðið Jónu Þóreyju Pétursdóttur sem annan aðstoðarmann sinn. Jóna Þórey er lögmaður sem hefur sinnt málum á sviði umhverfis- og eignarréttar. Á háskólaárum sínum sat hún í skipulagsteymi loftslagsverkfalla ungs fólks.

Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures
Fróði Steingrímsson hefur bæst í hóp eigenda Frumtak Ventures.

Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga
Stjórn Sambands sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Bjarni Guðmundsson framkvæmdstjóri hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá samtökunum.

Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má
Katrín Jakobsdóttir hefur tekið við sem formaður stjórnar Fasteigna Háskóla Íslands. Hún tekur við af Daða Má Kristóferssyni sem hefur tekið við embætti efnahags- og fjármálaráherra.

Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna
Kristín Björk Jónsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Snjallgögnum sem rekstrarstjóri.

Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango
Tinna Björk Hjartardóttir hefur á nýju ári tekið við sem framkvæmdastjóri Arango.

Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Íris Rún Karlsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri samstarfs (e. Head of Partnerships) hjá Klöppum.

Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis
Katrín Júlíusdóttir hefur gengið til liðs við ráðgjafarfyrirtækið Athygli þar sem hún mun sinna ráðgjöf tengdri stjórnsýslu, stefnumótun, samskipta-og kynningarmálum.

Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka
Íslandsbanki hefur ráðið Lilju Kristjánsdóttur í stöðu forstöðumanns viðskiptaeftirlits og Steinar Arason í stöðu forstöðumanns regluvörslu hjá bankanum.

Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu
Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ráðið sem aðstoðarmenn sína Jón Magnús Kristjánsson lækni og Guðríði Láru Þrastardóttur lögfræðing.

Þóra kveður Stöð 2
Þóra Björg Clausen hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri Stöðvar 2. Hún hefur starfað hjá Sýn í tíu ár og segir ákvörðunina ekki auðvelda.

Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences
Klara Sveinsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri líftæknifyrirtækisins Arterna Biosciences. Klara kemur til Arterna Biosciences frá Kerecis en þar hefur hún starfað frá árinu 2018 og haldið utan um nokkrar lykildeildir hjá félaginu á miklum vaxtartímum.

Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi
Stjórn Eikar fasteignafélags og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu.

Hafa bæst í eigendahóp PwC
Daníel J. Guðjónsson og Örn Valdimarsson hafa bæst í eigendahóp PwC. Eigendur PwC á Íslandi eru því nú orðnir sautján talsins.

Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða
J. Snæfríður Einarsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða hjá Faxaflóahöfnum.

Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hefur sagt sig úr stjórn samtakanna og þar með frá formennsku.

Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi
Steinar B. Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Domino’s Pizza á Íslandi. Hann tekur við af Magnúsi Hafliðasyni, sem hefur leitt félagið frá árinu 2021 og var á dögunum ráðinn framkvæmdastjóri N1.

Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar
Borgarráð samþykkti í dag ráðningu Steins Jóhannssonar í starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Steinn hefur gegnt stöðu rektors Menntaskólans við Hamrahlíð undanfarin sex ár.

Sigrún Ósk kveður Stöð 2
Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur ákveðið að hætta störfum hjá Stöð 2 eftir sextán ára starf. Hún mun þó áfram vinna að nýrri þáttaröð sem fer í loftið á Stöð 2 eftir páska.

Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi
Jón Garðar Jörundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrir starfsemi alþjóðlega flutningafyrirtækisins Kuehne+Nagel á Íslandi.

Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum
Friðrik Þór Hjálmarsson hefur verið ráðinn í stöðu sviðsstjóra viðskiptasviðs Faxaflóahafna og tekur við stöðunni af Jóni Garðari Jörundssyni.

Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins
Guðrún Hulda Pálsdóttir hefur sagt upp störfum sem ritstjóri Bændablaðsins.

Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti
Stefán Örn Stefánsson hefur gengið í hóp eigenda hjá lögmannsstofunni Rétti – Aðalsteinsson & Partners.

Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril
Eva Georgs. Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, hefur samið um starfslok hjá Sýn. Hún hefur starfað á stöðinni frá árinu 2005.

Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli
Umboðsmaður Alþingis mælist til þess að framhaldsskóli gefi alltaf umsækjendum tækifæri til að bregðast við umsögnum sem er aflað um þá í ráðningarferli. Það kemur fram í nýju áliti umboðsmanns sem skrifað er í tilefni af kvörtun kennara til umboðsmanns sem var ósáttur við það að fá ekki tækifæri til að bregðast við umsögnum þegar hann var í ráðningarferli hjá nýjum skóla. Hann var ekki ráðinn vegna þessara umsagna.