Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Uppsögn í framhaldi af tilkynningu um einelti

Guðrúnu Jónsdóttur, safnstjóra hjá Safnahúsi Borgarfjarðar, hefur verið sagt upp störfum eftir fimmtán ár í starfi. Guðrún greinir frá uppsögninni á Facebook sem hún segir koma í beinu framhaldi af því að hún hafi lagt fram kvörtun um einelti á hendur sveitarstjóranum í Borgarbyggð.

Innlent
Fréttamynd

Jens hættir hjá Icelandair

Jens Þórðarson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pétur Markan tekur við sem biskups­ritari

Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn nýr biskupsritari. Pétur, sem hefur gegnt stöðu samskiptastjóra Biskupsstofu, tekur við starfinu af Þorvaldi Víðisyni sem nýverið var ráðinn prestur í Fossvogsprestakalli.

Innlent
Fréttamynd

Katrín Ósk og Olgeir til Aha

Olgeir Pétursson og Katrín Ósk Einarsdóttir hafa verið ráðin til Aha.is. Olgeir hefur tekið við starfi viðskiptastjóra og Katrín Ósk sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eva Margrét aftur til LEX

Eva Margrét Ævarsdóttir hefur verið ráðin til LEX Lögmannsstofu þar sem hún mun leiða uppbyggingu á þjónustu stofunnar á sviði sjálfbærni og UFS-ráðgjafar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breytingar á fram­kvæmda­stjórn Arion banka

Ólafur Hrafn Höskuldsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka og tekur við af Stefáni Péturssyni. Steinunn Hlíf Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina en um er að ræða nýtt svið hjá bankanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðinn sjóð­stjóri Kríu

Sæmundur K. Finnbogason hefur verið ráðinn til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Hann mun starfa sem sjóðstjóri Kríu, sem er nýr sprota- og nýsköpunarsjóður sem hefur það að markmiði að stuðla að uppbyggingu fjármögnunarumhverfis sprota-, tækni-, og nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr fram­kvæmdar­stjóri Banda­lags ís­lenskra skáta

Helga Þórey Júlíudóttir tók í dag við sem nýr framkvæmdastjóri hjá skátunum og mun hún leiða breytingar á starfsemi Skátamiðstöðvar til að renna styrkari stoðum undir fræðslu, stuðning við dagskrá, miðlun og þjónustu við skátafélögin í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Ragn­hildur Helga­dóttir nýr rektor HR

Stjórn Háskólans í Reykjavík hefur skipað Ragnhildi Helgadóttur, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, nýjan rektor Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur tekur við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni, sem hefur gengt stöðunni undanfarin ellefu ár.

Innlent