Varaði Biden við því að styðja Taívan Forsetar Bandaríkjanna og Kína ræddust við í gegnum fjarfundarbúnað í gærkvöldi þar sem aðalumræðuefnið var Taívan og sú viðkvæma staða sem nú er uppi. 29.7.2022 07:48
Vörpuðu sprengjum á háskólabyggingu í Kharkív Næst stærsta borg Úkraínu, Kharkív, varð fyrir sprengjuárásum í nótt og í morgun. Borgarstjórinn Ihor Terekhov segir að sprengjur hafi lent í norðuaustuhluta borgarinnar á tveggja hæða húsi og á háskólabyggingu. 29.7.2022 07:02
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um þolmarkadag jarðar sem er í dag og rætt við sérfræðing hjá Umhverfisstofnun. 28.7.2022 11:36
Gular viðvaranir tóku gildi í nótt Gular viðvaranir vegna hvassviðris tóku gildi í nótt á Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra og einnig á Miðhálendinu. Á Breiðafirði er spáð allt að átján metrum á sekúndu og varir ástandið fram til klukkan ellefu. 28.7.2022 07:07
Segir eldflaugum hafa verið skotið frá Hvíta-Rússlandi Héraðsstjórinn í Chernhiv, Viacheslav Chaus, segir eldflaugum hafa verið skotið á svæðið í morgun. Hann segir flaugarnar hafa komið frá Hvíta-Rússlandi. 28.7.2022 06:54
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um vatnsveðrið sem gengur nú yfir en gular viðvaranir eru víða í gildi vegna þess. 27.7.2022 11:39
Náinn ráðgjafi Orban segir upp vegna nasískrar ræðu Náinn ráðgjafi Viktors Orban forsætisráðherra Ungverjalands og vinkona hans til áratuga hefur sagt upp störfum eftir umdeilda ræðu sem Orban hélt í Rúmeníu á dögunum. Zsuzsa Hegedus segir að ræðan hafi verið nasísk og því hafi henni ekki verið sætt áfram í störfum sínum fyrir forsætisráðherrann. 27.7.2022 07:25
Þáttastjórnandi kappræðanna féll í yfirlið Hætta þurfti útsendingu á leiðtogakappræðum breska íhaldsflokksins á milli þeirra Rishi Sunak og Liz Truss í gær þegar þáttastjórnandinn féll í yfirlið. 27.7.2022 07:06
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um kæru sem samtökin 78 hafa lagt fram gegn vararíkissaksóknara, en ummæli hans á dögunum hafa vakið mikla athygli. 26.7.2022 11:38
Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26.7.2022 07:38