Deilt hefur verið um málið um langt skeið en Macron hefur lengi haft það á stefnuskrá sinni að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64 ár. Forsætisráðherrann Élisabeth Borne tók að lokum þá ákvörðun að keyra breytingarnar í gegn án aðkomu þingsins en samkvæmt stjórnarskrá Frakklands er slíkt mögulegt í ákveðnum tilfellum.
Mikill fjöldi fólks kom saman á Concorde torginu í höfuðborginni og notaði lögregla skildi og táragas til að ryðja Concorde torgið. Eftir kvöldið voru 120 í varðhaldi að sögn lögreglunnar.
Verkalýðsfélög sem barist hafa gegn breytingunum segjast þó ekki af baki dottinn og boðað hefur verið til verkfalla og mótmæla þann 23 mars næstkomandi.