Hádegisfréttir Bylgjunnnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en þriðja tilfelli apabólunnar kom upp hér á landi um helgina. 13.6.2022 11:37
Sterkt bandalag vinstriflokka ógnar meirihluta Macron Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta og bandalag vinstri flokka sem leitt er af Jean-Luc Mélenchon virðast nær hnífjöfn eftir fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 13.6.2022 08:01
Aðeins ein brú eftir inn í Severodonetsk Harðir bardagar hafa haldið áfram í úkraínsku borginni Severodonetsk og segir héraðsstjórinn Serhiy Haidai ljóst að Rússar séu nú að reyna að einangra borgina að fullu og ná þar yfirráðum. Volodomir Selenskí Úkraínuforseti segir að nú sé barist um hvern einasta metra í borginni. 13.6.2022 07:13
Þrír handteknir fyrir ógnandi framkomu og hótanir Þrír menn voru handteknir af lögreglu í nótt á þremur ólíkum stöðum og vistaðir í fangageymslu fyrir ógnandi framkomu og hótanir. Fyrst var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi í Hafnarfirði sem var mjög æstur og hafði verið að ógna fólki. Lögregla handtók hann og setti í fangaklefa sökum ástands. 13.6.2022 06:47
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við lögfræðing sem er ekki sammála lögreglustjóra um að gæsluvarðhaldsúrræði hér á landi þurfi að auka. 10.6.2022 11:36
Segja náttúruundur í hættu og kæra Hnútuvirkjun Fimm náttúruverndarsamtök ásamt hópi landeigenda í grennd við Hverfisfljót í Skaftárhreppi hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Skaftárhrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna virkjunar við Hnútu í Hverfisfljóti. 10.6.2022 07:08
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en í morgun bárust þær fregnir að fyrstu tilfelli apabólu hefðu að öllum líkindum greinst hér á landi. 9.6.2022 11:37
Taílendingar mega nú rækta og selja kannabis Taílendingar mega nú rækta kannabis og selja afraksturinn eftir að ríkisstjórn landsins ákvað að fjarlægja efnið af lista yfir ólögleg fíkniefni. 9.6.2022 07:34
Styttist í bráðabirgðaniðurstöður vegna flugslyssins á Þingvallavatni Rannsókn á flugslysinu á Þingvallavatni í febrúarmánuði er enn í fullum gangi. 9.6.2022 06:49
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara sem hefur átt tvo fundi með þeim sem fara fyrir rannsókn og saksókn í Samherjamálinu í Namibíu. 8.6.2022 11:40