Fleiri hafa áhyggjur en ekki af sölu Símans á Mílu til Frakklands Kjósendur Flokks fólksins, Miðflokksins og Sósíalistaflokksins hafa langmestar áhyggjur af sölu Símans á Mílu. Þetta kemur fram í nýrri Maskínukönnun. Fleiri landsmenn hafa áhyggjur vegna sölunnar en ekki. 8.11.2021 11:11
Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins fjölmennir á COP26 Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins í heiminum eru fjölmennir á COP26 ráðstefnunni í Glasgow þar sem loftslagsmálin eru rædd. Raunar eru þeir svo fjölmennir að ekkert einstakt ríki sendir fleiri fulltrúa á ráðstefnuna. 8.11.2021 07:25
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um hertar sóttvarnaaðgerðir sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegið. 5.11.2021 11:30
Ríkisstjórnin fundar fyrir hádegi og ræðir tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin hittist á fundi nú fyrir hádegið þar sem farið verður yfir nýjustu tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. 5.11.2021 07:43
Evrópa aftur orðin miðpunktur kórónuveirufaraldursins Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að Evrópa sé enn á ný orðinn miðpunktur kórónuveirufaraldursins en smitum fer nú mjög fjölgandi í flestum ríkjum. 5.11.2021 06:54
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður kórónuveirufaraldurinn fyrirferðarmikill. 144 greindust smitaðir í gær og verður rætt við sóttvarnalækni um stöðuna. 4.11.2021 11:37
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Viðar Þorsteinsson fráfarandi framkvæmdastjóra Eflingar sem segist sammála fyrrverandi formanni um að að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. 3.11.2021 11:38
Mál gegn meintum byssumanni fellt niður Mál gegn manninum sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa skotið úr riffli á bifreið borgarstjóra við heimili hans og á skrifstofur Samfylkingarinnar hefur verið fellt niður hjá héraðssaksóknara. 3.11.2021 07:06
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum höldum við áfram að tala um væringarnar innan Eflingar og ræðum meðal annars við Drífu Snædal forseta ASÍ um þetta mál sem hefur skekið verkalýðshreyfinguna síðustu daga. 2.11.2021 11:37
Telur verulega hættu á nýjum stríðsátökum í Bosníu og Hersegóvínu Hætta er á því að Bosnía og Hersegóvína brotni upp í smærri einingar og verulegar líkur eru taldar á því að stríðsátök brjótist þar út á ný. 2.11.2021 08:01