Erlent

Macron segist munu leitast við að gera óbólusettum lífið leitt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Gagnrýnendur segja ummælin ekki sæma forseta Frakklands.
Gagnrýnendur segja ummælin ekki sæma forseta Frakklands. epa/Christophe Petit Tesson

Emmanuel Macron Frakklandsforseti segist vilja gera öllum þeim sem ekki vilja láta bólusetja sig lífið leitt. Þetta kom fram í viðtali við forsetann í franska dagblaðinu Le Parisien.

Í viðtalinu segist forsetinn vilja atast í þessum hópi og að hann muni ekki hætta því uns faraldurinn er yfirstaðinn. Þessi orð forsetans hafa vakið hörð viðbrögð víða og andstæðingar hans segja slíkt tal ekki sæma forseta Frakklands. 

Viðtalið veitti forsetinn á sama tíma og franska þingið tekst á um ný lög um svokallaðan kórónuveirupassa. Meirihlutanum hefur ekki tekist að koma málinu í gegn þar sem stjórnarandstaðan sameinaðist í andstöðu sinni. 

Nýju lögin myndu setja óbólusetta út í kuldan þegar kemur að því að sækja viðburði og opinbera staði. Andstæðinga bólusetninga í Frakklandi hafa mótmælt frumvarpinu harðlega og nokkrir þingmenn meirihlutans hafa fengið líflátshótanir vegna stuðnings síns við frumvarpið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×