Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Lenda þurfti farþegaflugvél Play á leiðinni frá Spáni til Íslands á Írlandi í nótt vegna bráðra veikinda farþega. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að farþeginn hafi verið burðardýr með fíkniefni innvortis. 20.5.2025 15:55
Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Hættu hefur verið afstýrt eftir að farþegabátur með 49 manns um borð tók niðri við Ögurvík í Ísafjarðardjúpi á tólfta tímanum í dag. Farþegarnir voru að mestu erlendir ferðamenn úr skemmtiferðaskipi sem liggur við höfn á Ísafirði. 20.5.2025 12:40
Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Emilíana Torrini og Víkingur Heiðar Ólafsson eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðinu. Úrslitin ráðast í október og fær verðlaunahafinn andvirði 5,9 milljóna króna í sinn hlut. 20.5.2025 10:07
Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Óprúttnir aðilar hafa haft um hundrað milljónir króna af fólki og fyrirtækjum hér á landi undanfarnar tíu vikur. Lögregla hvetur fólk sérstaklega til að hafa varann á ákveðnum forritum, að deila skjá sínum með einhverjum auk þess sem glæpamenn reyni að hafa fé af fólki undir því yfirskyni að verið sé að safna fyrir fólki í neyð á Gasa. 19.5.2025 16:45
Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19.5.2025 15:56
Biggi ekki lengur lögga Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, er hættur í löggunni. Birgir hefur ráðið sig sem deildarstjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu á nýju stuðningsheimili sem er í smíðum. Hann er þakklátur fyrir ár sín í einkennisbúningi lögreglunnar. 19.5.2025 14:28
Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það. 19.5.2025 07:00
Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Justin Bieber hefur nú opinberlega staðfest að hann sé ekki meðal þeirra sem hafa sakað Sean „Diddy“ Combs um kynferðisbrot. Réttarhöld yfir Diddy hófust í síðustu viku og standa enn yfir. 16.5.2025 14:46
Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Yfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir löngu kominn tíma á eftirlitsaðgerðir eins og efnt var til á Suðurlandsvegi í morgun þar sem hver vörubíllinn á fætur öðrum var stöðvaður. Til skoðunar er allt frá reglum um akstur og hvíld yfir í samkeppnisstöðu í atvinnuflutningum, hvort sem er með vörur eða ferðamenn. Vörubílstjórar fagna eftirliti en setja þó spurningamerki við framkvæmdina. 14.5.2025 12:10
Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Lögregluembætti landsins og skattayfirvöld gripu til eftirlitsaðgerða á Suðurlandsvegi rétt fyrir utan borgarmörkin í morgun. Töluverður fjöldi lögreglumanna er á vettvangi. 14.5.2025 11:06