Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Flestir oddvita flokkanna sem sæti eiga í borgarstjórn ætla að bjóða sig fram í kosningunum eftir átta mánuði. Einn er þó óviss um undir merkjum hvaða flokks framboðið verður. 15.9.2025 15:20
Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Roberto Luigi Pagani, aðjúnkt í íslensku sem annað tungumál við Háskóla Íslands og doktorsefni í íslenskum málvísindum, er orðinn íslenskur ríkisborgari. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og birtir bréf sem staðfestir ríkisborgararéttinn. 15.9.2025 13:17
Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Júlíus Viggó Ólafsson gefur kost á sér til formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á 48. þingi sambandsins sem fer fram í Reykjavík dagana 3. til 5. október. Júlíus, sem var lykilmaður í kosningabaráttu Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns flokksins, segir kominn tíma á alvöru hægri stefnu hjá sambandinu. Taka þurfi til hendinni í útlendingamálum og berjast gegn inngöngu í Evrópusambandið. 15.9.2025 10:07
Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Breska saksóknaraembættið, þá undir stjórn Keir Starmer núverandi forsætisráðherra Bretlands, þrýsti á Svía að koma böndum yfir Julian Assange. Fjármálafyrirtæki heims tóku höndum saman um að skrúfa fyrir greiðslur til Wikileaks. Ögmundur Jónasson, þáverandi dómsmálaráðherra, sendi útsendara FBI hins vegar úr landi þegar þeir komu til Íslands til að yfirheyra fólk í tengslum við afhjúpanir Wikilekas. 15.9.2025 09:02
Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Ferðamaður sem bókaði pakkaferð á fjarlægar slóðir með íslenskri ferðaskrifstofu fær ferðina endurgreidda þótt hann hafi ekki óskað eftir afbókun fyrr en þremur dögum fyrir brottför. Verulegar breytingar sem ferðaskrifstofan gerði á hinni bókuðu ferð veittu ferðamanninum rétt til þess að mati kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. 15.9.2025 07:02
Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Á sama tíma og Hallgrímur Helgason syrgir gamla íslenska skyrið og kallar breytingarnar á framleiðsluaðferð þess „næstum með verstu menningarglæpum okkar sögu“, bendir Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow Food á Íslandi, á að þetta sé aðeins eitt dæmi um hvernig við erum að missa tengslin við uppruna og fjölbreytni matarins okkar. 13.9.2025 15:02
Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Lögmaður í Reykjavík hefur nýtt sér heimsendingarþjónustu Wolt í síðasta skipti. Mælirinn fylltist þegar stóran hluta af pöntun vantaði í vikunni. Í fyrri pöntun hafði vantaði pítsusneið í pítsukassa. Wolt biðst afsökunar á þessum misbrestum. 12.9.2025 19:02
Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Tveimur starfsmönnum þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur verið sagt upp. Um er að ræða enn eina breytinguna hjá þingflokknum sem nýlega skipti um framkvæmdastjóra og þingflokksformann. 12.9.2025 14:52
Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Jökull Tandri Ámundason Dalverjagoði var á fundi lögréttu kvöldið 11. september kjörinn sem nýr staðgengill allsherjargoða. Hann hlaut vígslu sem Dalverjagoði 2023. 12.9.2025 14:02
Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Advania í kjölfar breytinga á skipuriti fyrirtækisins. Margrét Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri vaxtar og viðskiptaþróunar, og Hinrik Sigurður Jóhannesson, framkvæmdastjóri mannauðs og ferla, yfirgefa fyrirtækið. 12.9.2025 11:12