Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Þremur blaðamönnum var sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu og Mbl.is fyrir mánaðamót. Ríkisútvarpið greinir frá uppsögnunum en meðal þeirra sem missa vinnuna er fréttamaður með tveggja áratuga reynslu í starfi. 3.11.2025 10:57
Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Fresta þurfti aðalmeðferð í Súlunesmálinu svonefnda um rúmar tvær vikur vegna anna hjá réttarmeinafræðingi og skipuðum sérfræðidómara við málið. Sá er búsettur erlendis og átti ekki heimangengt á upphaflega skipulögðum tíma. 3.11.2025 10:39
Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fagnar því að þungaviktarfólk í Samfylkingunni sé farið að tala hátt, skýrt og af skynsemi um evruna. Um sé að ræða eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag. 31.10.2025 17:06
Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Foreldrar tíu ára drengs sem lögregla rannsakar hvort brotið hafi verið á kynferðislega að næturlagi í september töldu son sinn hafa vaknað upp við martröð þegar hann tilkynnti þeim eldsnemma morguns að maður hefði verið inni í herbergi hans. Móðirin kúgaðist og öskugrét eftir að hafa heyrt lýsingar drengsins á brotinu. 31.10.2025 16:31
Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Veðurfræðingur á von á því að íbúar á höfuðborgarsvæðinu vakni upp við gjörbreytta og þægilegri stöðu í fyrramálið eftir mikla samfélagslega röskun sökum snjósins í vikunni. Gríðarleg umferð ofan í snjókomu á þriðjudaginn hafi þjappað niður snjónum á sama tíma og tæki Vegagerðarinnar hafi ekki komist að til að moka. Fyrir vikið hafa ökumenn í borginni kynnst skrölti sem minnir á akstur á illa viðhöldnum malarvegum á landsbyggðinni. 31.10.2025 14:46
Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Dómsmálaráðherra segist leggja upp með að vinna mál ríkislögreglustjóra faglega og fara að lögum og reglum. Hún er undrandi á háum verktakagreiðslum yfir langan tíma til ráðgjafa ríkislögreglustjóra. Hún svarar að því stöddu ekki beinum orðum hvort ríkislögreglustjóri njóti trausts eða ekki. 31.10.2025 13:40
Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Mest starfsánægja er í Bláskógarbyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þetta eru niðurstöður árlegrar könnunar Gallups. Verðlaunin Sveitarfélag ársins voru veitt í gær. Sagt er frá á heimasíðu stéttarfélagsins Kjalar. 31.10.2025 12:32
Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingarinnar er nýkjörinn formaður þekkingar- og menningarnefndar Norðurlandaráðs. Greint er frá tíðindunum á vef Alþingis. 30.10.2025 15:28
Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Formaður reiðhjólabænda segir ökumenn ekki þurfa að sýna hjólreiðafólki einhverja sérstaka varúð heldur einfaldlega fara að umferðarlögum. Hann spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi sem neyðast til að ganga á götunni. Atvik í Spönginni þar sem ökumaður bíls keyrir utan í hjólreiðamann sem bregst við með skemmdarverkum hefur vakið mikla athygli. 30.10.2025 11:31
Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. 29.10.2025 16:49