Aldrei fleiri kvartanir borist Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður. 17.3.2021 18:41
James Levine látinn James Levine, fyrrverandi tónlistarstjóri Metropolitan-óperunnar í New York, er látinn 77 ára að aldri. Hann lést þann 9. mars síðastliðinn en New York Times greinir frá. 17.3.2021 18:08
Skólastjóri Salaskóla segir vandamál í prófunum „alvarleg mistök og hreinlega skandal“ Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla í Kópavogi, segir samræmdu prófin ekkert gildi hafa fyrir hvorki nemendur né skólastarf og það megi láta þau róa. Það séu alvarleg mistök að leggja próf fyrir nemendur í handónýtu kerfi. 8.3.2021 23:23
Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. 8.3.2021 22:37
Þríeykið komið á striga Jóa Fel Nýjasta viðbótin í málverkasafni bakarans og listamannsins Jóa Fel eru myndir af frægasta þríeyki landsins, þeim Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. 8.3.2021 21:27
Ráðuneytið þurfi að tryggja fullnægjandi kerfi eða fella niður samræmd próf Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir óásættanlegt að samræmd próf séu ítrekað lögð fyrir í prófakerfi sem sé metið „algjörlega ófullnægjandi“ af skipuleggjendum þeirra. Menntamálaráðuneytið þurfi annað hvort að tryggja fullnægjandi prófakerfi eða fella alfarið niður samræmd próf. 8.3.2021 21:03
Lilja þurfi að svara fyrir ákvörðun um áfrýjun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra verða að svara því hvers vegna hún ætlar að áfrýja dómi héraðsdóms, sem komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar jafnréttismála stæði óhaggaður. 8.3.2021 20:27
Hlutfallslega margir sem fari á hjúkrunarheimili Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir Norðurlöndin standa Íslandi mun framar í þjónustu við eldri borgara. Þar bjóðist eldri borgurum heimahjúkrun í meira mæli og fólk fari seinna á hjúkrunarheimili en þekkist hér á landi. 8.3.2021 19:00
Þorbjörg áfram formaður Samtakanna '78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir var í dag kjörinn formaður Samtakanna '78 í þriðja sinn. Þorbjörg tók við formennsku árið 2019 af Maríu Helgu Guðmundsdóttur sem hafði verið formaður frá árinu 2016. 7.3.2021 23:54
„Ansi nálægt því að vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu“ Það að Mjólkursamsalan selji erlendum matvælafyrirtækjum nýmjólkurduft á lægra verði en íslenskum matvælafyrirtækjum fer ansi nálægt því að vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir íslenska framleiðendur ekki eiga annarra kosta völ en að kaupa duftið frá MS þar sem innflutningstollar séu meðal þeirra hæstu í heimi. 7.3.2021 23:40